Telja óhætt að hefja valkvæðar aðgerðir á ný Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 11:20 Páll Matthíasson er forstjóri Landspítala. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landspítala og formaður farsóttarnefndar spítalans telja nú óhætt að hefja valkvæðar aðgerðir á ný eftir að þeim var frestað með auglýsingu heilbrigðisráðherra í október. Sú auglýsing verður felld úr gildi frá og með morgundeginum, 11. nóvember, að því er fram kemur í tilkynningu á vef landlæknisembættisins. Landspítali settur á neyðarstig í kjölfar hópsýkingar kórónuveirunnar á Landakoti í október. Í kjölfar þess lagði landlæknir til að valkvæðum aðgerðum á spítalanum sem geta beðið yrði frestað og staðfesti heilbrigðisráðherra fyrirmæli þar um með auglýsingu þann 26. október síðastliðinn. Í tilkynningu á vef landlæknisembættisins segir að staðan á Landspítala sé enn alvarleg en heldur hafi hægst um. Í ljósi þess hafi nú borist erindi frá forstjóra og formanni farsóttarnefndar, þar sem þeir telji óhætt að hefja valaðgerðir á ný – en með vissum takmörkunum er varðar stærri aðgerðir. Landlæknir hafi því lagt til við heilbrigðisráðherra að fyrri auglýsing verði felld úr gildi. Sú ákvörðun muni taka gildi á morgun, miðvikudaginn 11. nóvember 2020. „Landlæknir biðlar þó til stofnana og sjálfstætt starfandi lækna að bíða heldur lengur, í eina til tvær vikur, með stærri aðgerðir þar sem áhætta á blæðingum eða öðrum alvarlegum fylgikvillum er mest. Þar sem um vafatilvik er að ræða treystir landlæknir á faglegt og yfirvegað mat hlutaðeigandi sérfræðilæknis í hverju tilviki fyrir sig. Landlæknir hvetur að öðru leiti lækna til að hefja að nýju valkvæðar aðgerðir samkvæmt stöðu og getu hverrar stofnunar eða einingar,“ segir í tilkynningu. Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Valkvæðum skurðagerðum frestað Heilbrigðisráðherra hefur staðfest fyrirmæli landlæknis um frestun valkvæðra skurðaðgerða og annarra ífarandi aðgerða. 26. október 2020 17:19 Búa sig undir tvær erfiðar vikur 79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. 26. október 2020 11:47 Skýrsla um hópsmitið á Landakoti væntanleg í fyrsta lagi í lok vikunnar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að athugun á tildrögum og þróun hópsmitsins á Landakoti gangi vel. 9. nóvember 2020 12:01 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Forstjóri Landspítala og formaður farsóttarnefndar spítalans telja nú óhætt að hefja valkvæðar aðgerðir á ný eftir að þeim var frestað með auglýsingu heilbrigðisráðherra í október. Sú auglýsing verður felld úr gildi frá og með morgundeginum, 11. nóvember, að því er fram kemur í tilkynningu á vef landlæknisembættisins. Landspítali settur á neyðarstig í kjölfar hópsýkingar kórónuveirunnar á Landakoti í október. Í kjölfar þess lagði landlæknir til að valkvæðum aðgerðum á spítalanum sem geta beðið yrði frestað og staðfesti heilbrigðisráðherra fyrirmæli þar um með auglýsingu þann 26. október síðastliðinn. Í tilkynningu á vef landlæknisembættisins segir að staðan á Landspítala sé enn alvarleg en heldur hafi hægst um. Í ljósi þess hafi nú borist erindi frá forstjóra og formanni farsóttarnefndar, þar sem þeir telji óhætt að hefja valaðgerðir á ný – en með vissum takmörkunum er varðar stærri aðgerðir. Landlæknir hafi því lagt til við heilbrigðisráðherra að fyrri auglýsing verði felld úr gildi. Sú ákvörðun muni taka gildi á morgun, miðvikudaginn 11. nóvember 2020. „Landlæknir biðlar þó til stofnana og sjálfstætt starfandi lækna að bíða heldur lengur, í eina til tvær vikur, með stærri aðgerðir þar sem áhætta á blæðingum eða öðrum alvarlegum fylgikvillum er mest. Þar sem um vafatilvik er að ræða treystir landlæknir á faglegt og yfirvegað mat hlutaðeigandi sérfræðilæknis í hverju tilviki fyrir sig. Landlæknir hvetur að öðru leiti lækna til að hefja að nýju valkvæðar aðgerðir samkvæmt stöðu og getu hverrar stofnunar eða einingar,“ segir í tilkynningu.
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Valkvæðum skurðagerðum frestað Heilbrigðisráðherra hefur staðfest fyrirmæli landlæknis um frestun valkvæðra skurðaðgerða og annarra ífarandi aðgerða. 26. október 2020 17:19 Búa sig undir tvær erfiðar vikur 79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. 26. október 2020 11:47 Skýrsla um hópsmitið á Landakoti væntanleg í fyrsta lagi í lok vikunnar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að athugun á tildrögum og þróun hópsmitsins á Landakoti gangi vel. 9. nóvember 2020 12:01 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Valkvæðum skurðagerðum frestað Heilbrigðisráðherra hefur staðfest fyrirmæli landlæknis um frestun valkvæðra skurðaðgerða og annarra ífarandi aðgerða. 26. október 2020 17:19
Búa sig undir tvær erfiðar vikur 79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. 26. október 2020 11:47
Skýrsla um hópsmitið á Landakoti væntanleg í fyrsta lagi í lok vikunnar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að athugun á tildrögum og þróun hópsmitsins á Landakoti gangi vel. 9. nóvember 2020 12:01