Vill skoða hvort hægt sé að fjölga veiðidögum í desember Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 14:22 Formaður Skotveiðifélags Íslands Skotvís segir að rjúpnaveiðar snúist um miklu meira en að skjóta fugla. Vísir/Vilhelm Mun rólegra er yfir rjúpnaveiði í ár í samanburði við hin síðustu. Sóttvarnatakmarkanir hafa sett mark sitt á veiðarnar auk þess sem rjúpan er í lægð. Formaður skotveiðifélagsins Skotvís vill skoða hvort hægt verði að framlengja veiðitímabilið til að bæta höfuðborgarbúum upp þær helgar í nóvember sem ekki mátti fara til veiða. Rjúpnastofninn er í náttúrulegri lægð en óveðrið mikla síðasta vetur setti strik í reikninginn auk þess sem kuldakastið fyrir norðan í júlí bætti gráu ofan á svart. Áki Ármann Jónsson, formaður skotveiðifélagsins Skotvís, segir að ástandið sé skást suðvestan til. „Það má eiginlega segja að veiðitímabilið hafi farið af stað eins og við var búist. Það er lítið af rjúpu á Norðvesturlandi og Norðausturlandi og sæmilegt á Austurlandi. Staðan er síðan fín á Suðvesturlandi, Vesturlandi, Suðurlandi og Vestfjörðum.“ En eru jafn margar rjúpnaveiðiskyttur á ferli og í venjulegu árferði? „Það er mun rólegra yfir þessu, það er auðsjáanlegt. Það er „lókal“ fólkið sem er að fara til veiða og ekki mikill straumur út úr Reykjavík. Menn eru að fara eftir tilmælum frá Víði um að takmarka ferðalög.“ Áki hefur brýnt fyrir félagsmönnum skotveiðifélagsins mikilvægi þess að fara eftir tilmælum almannavarna. „Hjá okkar félagsmönnum, sem telja sirka helming skotveiðimanna, þá hafa menn verið mjög ákveðnir í því að fara eftir fyrirmælum. Menn ferðuðust innanhúss um síðustu helgi og ég geri nú ekki ráð fyrir að margir skotveiðimenn hafi farið þá til veiða, það var beinlínis ætlast til þess að menn heldu sig innandyra.“ Áki vill skoða hvort hægt verði að bæta inn fleiri veiðidögum í desember sem sárabót fyrir skotveiðimenn. Rjúpnaveiðar snúist um svo miklu meira en bara að skjóta að fugla. „Þetta lyftir upp sálinni. Það veitir ekki af því á þessum tímum. Þetta snýst ekki bara um að fara út að skjóta einhverja fugla, heldur um upplifunina af veiðunum sjálfum, ganga um náttúru Íslands í fallegu veðri. Þótt maður veiði ekki neitt þá er maður búinn að lyfta sálinni upp töluvert margar hæðir við það,“ sagði Áki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotveiði Tengdar fréttir Skyttur fjölmenntu á fjöll í gær Fyrsti veiðidagurinn á þessu rjúpnaveiðitímabili var í gær og það var ljóst að skyttur voru að fjölmenna á fjöll. 2. nóvember 2020 08:52 Ítrekar að tilmæli um landshlutaflakk gildir um rjúpnaskyttur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnir á að tilmæli til landsmanna um að vera ekki á flakki á milli landshluta gildi enn og eigi auðvitað við um rjúpnaskyttur líka. Rjúpnaveiðitímabilið hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. 29. október 2020 12:25 Rjúpnaveiðin að hefjast og veiðimenn beðnir um að skjóta í sinni heimabyggð Rjúpnaveiðitímabilið hefst á sunnudaginn og verður það með sama sniði og í fyrra. Almannavarnir á Austurlandi biðla til skotveiðimanna að þeir skjóti í sinni heimabyggð og leggist ekki í ferðir á milli landshluta í ljósi kórónuveirufaraldursins. 28. október 2020 11:39 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira
Mun rólegra er yfir rjúpnaveiði í ár í samanburði við hin síðustu. Sóttvarnatakmarkanir hafa sett mark sitt á veiðarnar auk þess sem rjúpan er í lægð. Formaður skotveiðifélagsins Skotvís vill skoða hvort hægt verði að framlengja veiðitímabilið til að bæta höfuðborgarbúum upp þær helgar í nóvember sem ekki mátti fara til veiða. Rjúpnastofninn er í náttúrulegri lægð en óveðrið mikla síðasta vetur setti strik í reikninginn auk þess sem kuldakastið fyrir norðan í júlí bætti gráu ofan á svart. Áki Ármann Jónsson, formaður skotveiðifélagsins Skotvís, segir að ástandið sé skást suðvestan til. „Það má eiginlega segja að veiðitímabilið hafi farið af stað eins og við var búist. Það er lítið af rjúpu á Norðvesturlandi og Norðausturlandi og sæmilegt á Austurlandi. Staðan er síðan fín á Suðvesturlandi, Vesturlandi, Suðurlandi og Vestfjörðum.“ En eru jafn margar rjúpnaveiðiskyttur á ferli og í venjulegu árferði? „Það er mun rólegra yfir þessu, það er auðsjáanlegt. Það er „lókal“ fólkið sem er að fara til veiða og ekki mikill straumur út úr Reykjavík. Menn eru að fara eftir tilmælum frá Víði um að takmarka ferðalög.“ Áki hefur brýnt fyrir félagsmönnum skotveiðifélagsins mikilvægi þess að fara eftir tilmælum almannavarna. „Hjá okkar félagsmönnum, sem telja sirka helming skotveiðimanna, þá hafa menn verið mjög ákveðnir í því að fara eftir fyrirmælum. Menn ferðuðust innanhúss um síðustu helgi og ég geri nú ekki ráð fyrir að margir skotveiðimenn hafi farið þá til veiða, það var beinlínis ætlast til þess að menn heldu sig innandyra.“ Áki vill skoða hvort hægt verði að bæta inn fleiri veiðidögum í desember sem sárabót fyrir skotveiðimenn. Rjúpnaveiðar snúist um svo miklu meira en bara að skjóta að fugla. „Þetta lyftir upp sálinni. Það veitir ekki af því á þessum tímum. Þetta snýst ekki bara um að fara út að skjóta einhverja fugla, heldur um upplifunina af veiðunum sjálfum, ganga um náttúru Íslands í fallegu veðri. Þótt maður veiði ekki neitt þá er maður búinn að lyfta sálinni upp töluvert margar hæðir við það,“ sagði Áki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotveiði Tengdar fréttir Skyttur fjölmenntu á fjöll í gær Fyrsti veiðidagurinn á þessu rjúpnaveiðitímabili var í gær og það var ljóst að skyttur voru að fjölmenna á fjöll. 2. nóvember 2020 08:52 Ítrekar að tilmæli um landshlutaflakk gildir um rjúpnaskyttur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnir á að tilmæli til landsmanna um að vera ekki á flakki á milli landshluta gildi enn og eigi auðvitað við um rjúpnaskyttur líka. Rjúpnaveiðitímabilið hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. 29. október 2020 12:25 Rjúpnaveiðin að hefjast og veiðimenn beðnir um að skjóta í sinni heimabyggð Rjúpnaveiðitímabilið hefst á sunnudaginn og verður það með sama sniði og í fyrra. Almannavarnir á Austurlandi biðla til skotveiðimanna að þeir skjóti í sinni heimabyggð og leggist ekki í ferðir á milli landshluta í ljósi kórónuveirufaraldursins. 28. október 2020 11:39 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira
Skyttur fjölmenntu á fjöll í gær Fyrsti veiðidagurinn á þessu rjúpnaveiðitímabili var í gær og það var ljóst að skyttur voru að fjölmenna á fjöll. 2. nóvember 2020 08:52
Ítrekar að tilmæli um landshlutaflakk gildir um rjúpnaskyttur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnir á að tilmæli til landsmanna um að vera ekki á flakki á milli landshluta gildi enn og eigi auðvitað við um rjúpnaskyttur líka. Rjúpnaveiðitímabilið hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. 29. október 2020 12:25
Rjúpnaveiðin að hefjast og veiðimenn beðnir um að skjóta í sinni heimabyggð Rjúpnaveiðitímabilið hefst á sunnudaginn og verður það með sama sniði og í fyrra. Almannavarnir á Austurlandi biðla til skotveiðimanna að þeir skjóti í sinni heimabyggð og leggist ekki í ferðir á milli landshluta í ljósi kórónuveirufaraldursins. 28. október 2020 11:39