Orð í tæka tíð Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar 11. nóvember 2020 08:00 Í liðinni viku bárust mér fregnir um að nákominn ættingi hefði hnigið niður að tilefnislausu. Hjartað mitt missti úr slag því ég uppgötvaði að ég átti ýmislegt eftir ósagt við hann. Síðastliðið ár hefur verið nánast ómögulegt að heimsækja stóran hluta vina og vandamanna vegna kórónuveirunnar. Það var því sérstök tilfinning að upplifa sektarkennd yfir því að hafa ekki heilsað upp á hann eins oft og ég er vön. Á meðan ég beið eftir frekari fréttum hnipraði ég niður nokkur vel valin orð til hans og sendi honum strax því mér varð hugsað til pistils sem ég skrifaði fyrir um tveimur árum um minningargreinar og bar heitið „Orðin sem komu of seint“. Skilaboð til hins látna Í pistlinum kemur meðal annars fram að Íslendingar séu mjög duglegir að skrifa um ástvini sem hafa fallið frá en á hverjum degi eru allt að tíu blaðsíður í Morgunblaðinu tileinkaðar minningargreinum. Margar minningargreinar eru sögur af manneskju, orð til hennar eða um hana. Oftast er um jákvæðar minningar að ræða og fallega talað til viðkomandi. Höfundar ávarpa í auknum mæli hinn látna í annarri persónu og eru minningarorðin því farin að líkjast sendibréfum sem innihalda skilaboð sem höfundar vilja koma áleiðis til hins látna. Stundum má jafnvel lesa iðrun eða eftirsjá í textanum. Þessar greinar geta því verið afar fallegar og tilfinningaþrungnar lesturs en hið sorglega er að hinn ávarpaði fær þær aldrei lesið. Það er undarlegt hvað margir hafa sterka tilhneigingu til að sitja á tilfinningum sínum í garð einhvers sem þeim þykir vænt um. Eftir að ástvinurinn er fallinn frá geta þeir hins vegar skrifað heila grein um hann og birt öllum, nema hinum látna ástvini, í Morgunblaðinu. Jólaminningarkort Nú hefur veiran verið til trafala meirihluta ársins. Strangar sóttvarnaraðgerðir hafa þær afleiðingar að flestir halda sig heima að mestu leyti og hitta fáa. Á hverjum degi heldur maður í vonina um að sjá tölur um færri smit og að lífið færist í eðlilegt horf. En dagarnir líða furðu hratt og það styttist í jólin. Nú er ráð að nota tækifærið og endurvekja jólakortin með ögn breyttu sniði. Í staðinn fyrir sjálfumglaða samantekt af fjölskylduafrekum á liðnu ári mæli ég með því að skrifa niður nokkrar línur af hrósum og góðum minningum til vina og vandamanna. Orð til ástvina í tæka tíð. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku bárust mér fregnir um að nákominn ættingi hefði hnigið niður að tilefnislausu. Hjartað mitt missti úr slag því ég uppgötvaði að ég átti ýmislegt eftir ósagt við hann. Síðastliðið ár hefur verið nánast ómögulegt að heimsækja stóran hluta vina og vandamanna vegna kórónuveirunnar. Það var því sérstök tilfinning að upplifa sektarkennd yfir því að hafa ekki heilsað upp á hann eins oft og ég er vön. Á meðan ég beið eftir frekari fréttum hnipraði ég niður nokkur vel valin orð til hans og sendi honum strax því mér varð hugsað til pistils sem ég skrifaði fyrir um tveimur árum um minningargreinar og bar heitið „Orðin sem komu of seint“. Skilaboð til hins látna Í pistlinum kemur meðal annars fram að Íslendingar séu mjög duglegir að skrifa um ástvini sem hafa fallið frá en á hverjum degi eru allt að tíu blaðsíður í Morgunblaðinu tileinkaðar minningargreinum. Margar minningargreinar eru sögur af manneskju, orð til hennar eða um hana. Oftast er um jákvæðar minningar að ræða og fallega talað til viðkomandi. Höfundar ávarpa í auknum mæli hinn látna í annarri persónu og eru minningarorðin því farin að líkjast sendibréfum sem innihalda skilaboð sem höfundar vilja koma áleiðis til hins látna. Stundum má jafnvel lesa iðrun eða eftirsjá í textanum. Þessar greinar geta því verið afar fallegar og tilfinningaþrungnar lesturs en hið sorglega er að hinn ávarpaði fær þær aldrei lesið. Það er undarlegt hvað margir hafa sterka tilhneigingu til að sitja á tilfinningum sínum í garð einhvers sem þeim þykir vænt um. Eftir að ástvinurinn er fallinn frá geta þeir hins vegar skrifað heila grein um hann og birt öllum, nema hinum látna ástvini, í Morgunblaðinu. Jólaminningarkort Nú hefur veiran verið til trafala meirihluta ársins. Strangar sóttvarnaraðgerðir hafa þær afleiðingar að flestir halda sig heima að mestu leyti og hitta fáa. Á hverjum degi heldur maður í vonina um að sjá tölur um færri smit og að lífið færist í eðlilegt horf. En dagarnir líða furðu hratt og það styttist í jólin. Nú er ráð að nota tækifærið og endurvekja jólakortin með ögn breyttu sniði. Í staðinn fyrir sjálfumglaða samantekt af fjölskylduafrekum á liðnu ári mæli ég með því að skrifa niður nokkrar línur af hrósum og góðum minningum til vina og vandamanna. Orð til ástvina í tæka tíð. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun