Skoða þarf hvort málefnalegar ástæður séu fyrir lögverndun starfsgreina Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 17:51 Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríka og ekkert rekstrarfélag flugvalla í álfunni er rekið með óhagstæðari hætti en Isavia, að mati skýrsluhöfunda Efnahags og framfarastofnunar Evrópu. OECD segir þetta koma illa niður á neytendum og gerir yfir fjögur hundruð úrbótatillögur á íslenskum reglum. Ferðamálaráðherra óskaði eftir skýrslunni fyrir um einu og hálfu ári og kostnaður við hana nemur um 120 milljónum króna. Afraksturinn er viðamikill. Greiningin náði til 632 laga og reglna á sviði ferðaþjónustu og byggingariðnaðar og gerðar voru 676 athugasemdir. Þetta skilar 438 tillögum sem eiga að mati OECD að einfalda regluverk og auka hagvöxt. „Það er mat OECD að við séum í rauninni að halda inni allt að 30 milljörðum á ári og það hlýtur að vera eitthvað sem við viljum skoða mjög grandlega. Hvað við getum gert til að ná því fram. En ég átta mig auðvitað á því að í þessum tillögum er alls konar pólitík,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, ávarpaði kynningarfund um skýrsluna með rafrænum hætti í dag.vísir/Sigurjón Samkvæmt úttekt OECD eru lögverndað störf umtalsvert fleiri á Íslandi en annars staðar í Evrópu. Lagt er til að þeim verði fækkað og Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, sem ávarpaði kynningarfund um skýrsluna í dag ítrekaði þetta. Hann benti á að samkvæmt íslenskum lögum væri bakaraiðn lögvernduð starfsgrein og sagði OECD leggja til afnám lögverndarinnar. Þórdís Kolbrún segir að fara þurfi í gegnum regluverkið. „Sumt af þessu er orðið mjög gamalt og annað nýrra. Við þurfum að fara í gegnum hvar eru málefnalegar ástæður fyrir því að eitthvað þurfi að lögvernda.“ Margar úrbótatillögur snúa að Isavia og meðal annars er lagt til að Keflavíkurflugvöllur verði boðinn út. Í greingunni segir að ekkert flugvallarekstrafélag í Evrópu sé rekið með óhagstæðari hætti. „Ég er þeirrar skoðunar að það að hleypa að fjárfestum inn í þennan rekstur væri til bóta. En ég ber ekki ábyrgð á því í þessu ríkisstjórnarsamstarfi,“ segir Þórdís Kolbrún. Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkeppnismál Vinnumarkaður Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríka og ekkert rekstrarfélag flugvalla í álfunni er rekið með óhagstæðari hætti en Isavia, að mati skýrsluhöfunda Efnahags og framfarastofnunar Evrópu. OECD segir þetta koma illa niður á neytendum og gerir yfir fjögur hundruð úrbótatillögur á íslenskum reglum. Ferðamálaráðherra óskaði eftir skýrslunni fyrir um einu og hálfu ári og kostnaður við hana nemur um 120 milljónum króna. Afraksturinn er viðamikill. Greiningin náði til 632 laga og reglna á sviði ferðaþjónustu og byggingariðnaðar og gerðar voru 676 athugasemdir. Þetta skilar 438 tillögum sem eiga að mati OECD að einfalda regluverk og auka hagvöxt. „Það er mat OECD að við séum í rauninni að halda inni allt að 30 milljörðum á ári og það hlýtur að vera eitthvað sem við viljum skoða mjög grandlega. Hvað við getum gert til að ná því fram. En ég átta mig auðvitað á því að í þessum tillögum er alls konar pólitík,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, ávarpaði kynningarfund um skýrsluna með rafrænum hætti í dag.vísir/Sigurjón Samkvæmt úttekt OECD eru lögverndað störf umtalsvert fleiri á Íslandi en annars staðar í Evrópu. Lagt er til að þeim verði fækkað og Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, sem ávarpaði kynningarfund um skýrsluna í dag ítrekaði þetta. Hann benti á að samkvæmt íslenskum lögum væri bakaraiðn lögvernduð starfsgrein og sagði OECD leggja til afnám lögverndarinnar. Þórdís Kolbrún segir að fara þurfi í gegnum regluverkið. „Sumt af þessu er orðið mjög gamalt og annað nýrra. Við þurfum að fara í gegnum hvar eru málefnalegar ástæður fyrir því að eitthvað þurfi að lögvernda.“ Margar úrbótatillögur snúa að Isavia og meðal annars er lagt til að Keflavíkurflugvöllur verði boðinn út. Í greingunni segir að ekkert flugvallarekstrafélag í Evrópu sé rekið með óhagstæðari hætti. „Ég er þeirrar skoðunar að það að hleypa að fjárfestum inn í þennan rekstur væri til bóta. En ég ber ekki ábyrgð á því í þessu ríkisstjórnarsamstarfi,“ segir Þórdís Kolbrún.
Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkeppnismál Vinnumarkaður Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira