Yfirvöld í öllum ríkjum segja kosningarnar hafa farið eðlilega fram Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2020 15:01 Fulltrúar demókrata og repúblikana fara yfir atkvæði í Maricopa í Arizona. epa/Rick D'elia New York Times hringdi á mánudag og þriðjudag í kosningayfirvöld í hverju einasta ríki Bandaríkjanna til að grennslast fyrir um möguleg kosningasvik. Svörin voru alls staðar á þá leið að ekkert hefði komið upp á sem hefði áhrif á niðurstöður forsetakosninganna. Eins og frægt er orðið hefur Donald Trump neitað að játa ósigur og hefur virkjað her embættismanna og opinberra starfsmanna til að sýna fram á að kosningunum hafi verið „stolið“ og til að koma í veg fyrir að teymi Joe Biden, tilvonandi forseta, geti hafið undirbúning að valdaskiptunum. „Maðurinn hefur mikla getu til að skálda upp eitthvað um kosningar sem er ekki satt,“ hefur NYTimes eftir Fran LaRose, innanríkisráðherra Ohio. „Samsæriskenningarnar og orðrómarnir og allt þetta er á fleygiferð. Af einhverjum ástæðum ala kosningar á þess konar uppspuna,“ bætti repúblikaninn við. Mótmælt við Hvíta húsið.epa/Michael Reynolds Repúblikanar snúast gegn samflokksmönnum sínum Kosningafirvöld í 45 ríkjum svöruðu miðlinum beint en í fjórum ríkjum var rætt við aðra embættismenn eða fundnar beinar tilvitnanir í viðkomandi innanríkisráðherra. Svör bárust ekki frá Texas en talsmaður kjörstjórnarinnar í stærstu sýslu ríkisins, Harris-sýslu, sagði að mjög fá óeðlileg tilvik hefðu komið upp og að kosningarnar hefðu gengið svotil snurðulaust fyrir sig. Í mörgum tilvikum lýstu yfirvöld undantekningartilvikum sem koma upp í hverjum kosningum; nokkrum dæmum um ólögleg atkvæði eða tvítekningar, tæknilegum vandræðum og minniháttar talningarvillum. Athugun New York Times leiddi hins vegar í ljós mörg dæmi um að repúblikanar í viðkomandi ríkjum hefðu tekið þátt í að vekja efasemdir um trúverðugleika forsetakosninganna. Þá hefðu þeir jafnvel snúist gegn samflokksmönnum sínum. Í Georgíu, þar sem Biden hefur forskot á Trump þegar 99% atkvæða hafa verið talin, kölluðu tveir frambjóðenda Repúblikanaflokksins til öldungadeildar þingsins eftir afsögn innanríkisráðherrans og samflokks manns síns Brad Raffensperger. Sögðu þeir hann hafa brugðist í því að halda heiðarlegar kosningar. Þess má geta að báðir eiga fyrir höndum aðra umferð kosninga í janúar. Í Washington dró Loren Culp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra, í efa þá staðhæfingu innanríkisráðherrans Kim Wyman um að ekkert kosningasvindl hefði átt sér stað. Stórfelld kosningasvik eru afar fátíð í Bandaríkjunum en með tilliti til atkvæðamunarins á milli Trump og Biden, sem telur í flestum tilvikum tugi þúsunda atkvæða, hefðu meint svik þurft að vera gríðarlega vel skipulög og umfangsmikil. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50 Konan sem sveiflaði Georgíu til Bidens Eftir að hafa tapað naumlega í ríkisstjórakosningum í Georgíu 2018 lék Stacey Abrams lykilhlutverk í árangri Demókrata í ríkinu í kosningunum í liðinni viku. 11. nóvember 2020 06:31 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. 10. nóvember 2020 21:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
New York Times hringdi á mánudag og þriðjudag í kosningayfirvöld í hverju einasta ríki Bandaríkjanna til að grennslast fyrir um möguleg kosningasvik. Svörin voru alls staðar á þá leið að ekkert hefði komið upp á sem hefði áhrif á niðurstöður forsetakosninganna. Eins og frægt er orðið hefur Donald Trump neitað að játa ósigur og hefur virkjað her embættismanna og opinberra starfsmanna til að sýna fram á að kosningunum hafi verið „stolið“ og til að koma í veg fyrir að teymi Joe Biden, tilvonandi forseta, geti hafið undirbúning að valdaskiptunum. „Maðurinn hefur mikla getu til að skálda upp eitthvað um kosningar sem er ekki satt,“ hefur NYTimes eftir Fran LaRose, innanríkisráðherra Ohio. „Samsæriskenningarnar og orðrómarnir og allt þetta er á fleygiferð. Af einhverjum ástæðum ala kosningar á þess konar uppspuna,“ bætti repúblikaninn við. Mótmælt við Hvíta húsið.epa/Michael Reynolds Repúblikanar snúast gegn samflokksmönnum sínum Kosningafirvöld í 45 ríkjum svöruðu miðlinum beint en í fjórum ríkjum var rætt við aðra embættismenn eða fundnar beinar tilvitnanir í viðkomandi innanríkisráðherra. Svör bárust ekki frá Texas en talsmaður kjörstjórnarinnar í stærstu sýslu ríkisins, Harris-sýslu, sagði að mjög fá óeðlileg tilvik hefðu komið upp og að kosningarnar hefðu gengið svotil snurðulaust fyrir sig. Í mörgum tilvikum lýstu yfirvöld undantekningartilvikum sem koma upp í hverjum kosningum; nokkrum dæmum um ólögleg atkvæði eða tvítekningar, tæknilegum vandræðum og minniháttar talningarvillum. Athugun New York Times leiddi hins vegar í ljós mörg dæmi um að repúblikanar í viðkomandi ríkjum hefðu tekið þátt í að vekja efasemdir um trúverðugleika forsetakosninganna. Þá hefðu þeir jafnvel snúist gegn samflokksmönnum sínum. Í Georgíu, þar sem Biden hefur forskot á Trump þegar 99% atkvæða hafa verið talin, kölluðu tveir frambjóðenda Repúblikanaflokksins til öldungadeildar þingsins eftir afsögn innanríkisráðherrans og samflokks manns síns Brad Raffensperger. Sögðu þeir hann hafa brugðist í því að halda heiðarlegar kosningar. Þess má geta að báðir eiga fyrir höndum aðra umferð kosninga í janúar. Í Washington dró Loren Culp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra, í efa þá staðhæfingu innanríkisráðherrans Kim Wyman um að ekkert kosningasvindl hefði átt sér stað. Stórfelld kosningasvik eru afar fátíð í Bandaríkjunum en með tilliti til atkvæðamunarins á milli Trump og Biden, sem telur í flestum tilvikum tugi þúsunda atkvæða, hefðu meint svik þurft að vera gríðarlega vel skipulög og umfangsmikil.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50 Konan sem sveiflaði Georgíu til Bidens Eftir að hafa tapað naumlega í ríkisstjórakosningum í Georgíu 2018 lék Stacey Abrams lykilhlutverk í árangri Demókrata í ríkinu í kosningunum í liðinni viku. 11. nóvember 2020 06:31 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. 10. nóvember 2020 21:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50
Konan sem sveiflaði Georgíu til Bidens Eftir að hafa tapað naumlega í ríkisstjórakosningum í Georgíu 2018 lék Stacey Abrams lykilhlutverk í árangri Demókrata í ríkinu í kosningunum í liðinni viku. 11. nóvember 2020 06:31
Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20
Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. 10. nóvember 2020 21:46