„Já, er það út af Covid?“ Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 11. nóvember 2020 15:30 Börn víðsvegar um heiminn eru farin að útskýra umhverfi sitt oftar en ekki í tengslum við Covid. Fimm ára gömul dóttir mín spurði mig nýverið: „Af hverju getum við ekki farið til ömmu og afa?“ og í sömu andrá spurði hún aftur: „Já, er það út af Covid?“ Ég horfði á litlu ömmu og afastelpuna og svaraði: „Já, út af Covid.“ Eins og svo margt annað í okkar umhverfi í dag, út af Covid. Fullorðna fólkið er ekki alveg með það á hreinu, hvernig túlka eigi þessa tíma, en hvað þá börnin. Það er svo margt sem er mikilvægt í uppeldi, andlegri heilsu og vellíðan sem má ekki út af Covid. Sumir upplifa að síðustu vikur líki til bíómyndarinnar Groundhog Day, þar sem að Bill Murray upplifði sama daginn margsinnis. Skemmtanir í leik og starfi, tómstundir, ferðalög og sækja fjölmenna staði var ef til vill stór partur af félagslífi einstaklinga. Það eru eflaust margir hlutir í lífi okkar sem eru tilbreytingarsnauðari en áður. Þessi tími kallar á ný áhugamál, nýjar lausnir og nýja sýn á það, hvað veitir einstaklingnum gleði. Við getum litið á það sem svo, að við séum hér með tækifæri til að skapa nýjar hefðir og lærdóm. Það eru tækifæri í „Já, er það út af Covid?“-tímanum. Covid lærdómurinn Við lærðum að það eru forréttindi að eiga vini og fjölskyldu. Við lærðum að einangrun, sem allt of margir upplifa alla daga og margir ekki vegna Covid, er dauðans alvara. Við lærðum að kærleikur og samvera glæðir daga okkar lífi. Við lærðum að vera þakklát fyrir heilsu okkar og ástvina. Við lærðum að vera umburðarlynd gagnvart náunganum og trúa því að fólk er að gera sitt besta. Öll erum við þó bara manneskjur. Farsóttarþreyta Í fyrstu bylgjunni féllust allir á að halda niðri í sér andanum og komast í gegnum þetta. Þetta var erfitt en spennandi í senn. Við gátum þetta og hugsuðum: „Vá, þetta mun fara í sögubækurnar, skrítið að upplifa svona áhugaverða tíma.“ Hljóðið er þó annað hjá mörgum í dag, skammdegið dregur okkur til sín og róðurinn þyngist á mörgum heimilum. Börnin ræða Covid, sóttkví og einangrun. Við útskýrum fyrir þeim nýjar reglur með þreytulegum tón. Við reynum að gera það á einfaldan hátt en sjálf erum við að átta okkur á því hvernig reglurnar virka. Nú er því mikilvægt að reyna að finna þakklætið og gleðina í hversdagsleikanum. Auðvitað er þetta erfitt og hundleiðinlegt en við höfum ekki stjórn á heimsfaraldrinum né ákvörðunum stjórnvalda. Hverju höfum við þá stjórn á? Við höfum stjórn á okkar hugsunum, hvað við gerum og hvernig við upplifum hlutina. Tökum stjórn á því, sem við getum stjórnað. Hvað getum við gert? ·Setjum okkur markmið með því að skrifa niður lítil markmið fyrir hvern dag og verðlaunum okkur, þegar markmiðum er náð. ·Hægt er að fara í hugmyndavinnu með fjölskyldumeðlimum, um hvað fjölskyldan geti gert saman. ·Búa til lista fyrir með athöfnum, sem að láta okkur líða vel á líkama og sál. ·Við matarborðið er mögulega hægt að fara hringinn og ræða daginn. Þar sem að hver og einn segir skemmtilegu atviki þann daginn og öðru atviki sem var erfitt. Einnig er hægt að gera það sama með þakklæti. ·Verum umburðarlynd við okkur sjálf, setjum ekki of miklar kröfur á okkur eða aðra. Leyfum okkur að vera allskonar. ·Sjáum ástvini okkar og tölum við þá. ·Setjum upp jólaljós, kveikjum á kertum og (fjar)föðmum ástvini okkar og okkur sjálf. Þakklæti getur breytt sýn okkar, frá því að skorta eitthvað í lífið yfir í að upplifa nægju. Gangi okkur vel. Höfundur er sálfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Börn víðsvegar um heiminn eru farin að útskýra umhverfi sitt oftar en ekki í tengslum við Covid. Fimm ára gömul dóttir mín spurði mig nýverið: „Af hverju getum við ekki farið til ömmu og afa?“ og í sömu andrá spurði hún aftur: „Já, er það út af Covid?“ Ég horfði á litlu ömmu og afastelpuna og svaraði: „Já, út af Covid.“ Eins og svo margt annað í okkar umhverfi í dag, út af Covid. Fullorðna fólkið er ekki alveg með það á hreinu, hvernig túlka eigi þessa tíma, en hvað þá börnin. Það er svo margt sem er mikilvægt í uppeldi, andlegri heilsu og vellíðan sem má ekki út af Covid. Sumir upplifa að síðustu vikur líki til bíómyndarinnar Groundhog Day, þar sem að Bill Murray upplifði sama daginn margsinnis. Skemmtanir í leik og starfi, tómstundir, ferðalög og sækja fjölmenna staði var ef til vill stór partur af félagslífi einstaklinga. Það eru eflaust margir hlutir í lífi okkar sem eru tilbreytingarsnauðari en áður. Þessi tími kallar á ný áhugamál, nýjar lausnir og nýja sýn á það, hvað veitir einstaklingnum gleði. Við getum litið á það sem svo, að við séum hér með tækifæri til að skapa nýjar hefðir og lærdóm. Það eru tækifæri í „Já, er það út af Covid?“-tímanum. Covid lærdómurinn Við lærðum að það eru forréttindi að eiga vini og fjölskyldu. Við lærðum að einangrun, sem allt of margir upplifa alla daga og margir ekki vegna Covid, er dauðans alvara. Við lærðum að kærleikur og samvera glæðir daga okkar lífi. Við lærðum að vera þakklát fyrir heilsu okkar og ástvina. Við lærðum að vera umburðarlynd gagnvart náunganum og trúa því að fólk er að gera sitt besta. Öll erum við þó bara manneskjur. Farsóttarþreyta Í fyrstu bylgjunni féllust allir á að halda niðri í sér andanum og komast í gegnum þetta. Þetta var erfitt en spennandi í senn. Við gátum þetta og hugsuðum: „Vá, þetta mun fara í sögubækurnar, skrítið að upplifa svona áhugaverða tíma.“ Hljóðið er þó annað hjá mörgum í dag, skammdegið dregur okkur til sín og róðurinn þyngist á mörgum heimilum. Börnin ræða Covid, sóttkví og einangrun. Við útskýrum fyrir þeim nýjar reglur með þreytulegum tón. Við reynum að gera það á einfaldan hátt en sjálf erum við að átta okkur á því hvernig reglurnar virka. Nú er því mikilvægt að reyna að finna þakklætið og gleðina í hversdagsleikanum. Auðvitað er þetta erfitt og hundleiðinlegt en við höfum ekki stjórn á heimsfaraldrinum né ákvörðunum stjórnvalda. Hverju höfum við þá stjórn á? Við höfum stjórn á okkar hugsunum, hvað við gerum og hvernig við upplifum hlutina. Tökum stjórn á því, sem við getum stjórnað. Hvað getum við gert? ·Setjum okkur markmið með því að skrifa niður lítil markmið fyrir hvern dag og verðlaunum okkur, þegar markmiðum er náð. ·Hægt er að fara í hugmyndavinnu með fjölskyldumeðlimum, um hvað fjölskyldan geti gert saman. ·Búa til lista fyrir með athöfnum, sem að láta okkur líða vel á líkama og sál. ·Við matarborðið er mögulega hægt að fara hringinn og ræða daginn. Þar sem að hver og einn segir skemmtilegu atviki þann daginn og öðru atviki sem var erfitt. Einnig er hægt að gera það sama með þakklæti. ·Verum umburðarlynd við okkur sjálf, setjum ekki of miklar kröfur á okkur eða aðra. Leyfum okkur að vera allskonar. ·Sjáum ástvini okkar og tölum við þá. ·Setjum upp jólaljós, kveikjum á kertum og (fjar)föðmum ástvini okkar og okkur sjálf. Þakklæti getur breytt sýn okkar, frá því að skorta eitthvað í lífið yfir í að upplifa nægju. Gangi okkur vel. Höfundur er sálfræðingur
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun