Erlent

Ætla að telja öll atkvæði Georgíu aftur

Samúel Karl Ólason skrifar
Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu.
Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu. Getty/Paras Griffin

Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum, tilkynnti nú fyrir skömmu að öll atkvæði í forsetakosningunum í síðustu viku yrðu talin aftur. Það yrði gert án talningavéla og er markmiðið að klára það fyrir 20. nóvember, en þá á lokaniðurstaðan að liggja fyrir samkvæmt lögum Georgíu.

Eins og staðan er núna fékk Joe Biden rúmlega 14 þúsund fleiri atkvæði en Donald Trump í Georgíu.

Donald Trump heldur því fram að hann hafi ekki tapað kosningunum og heldur því fram að kosningunum hafi verið stolið með svindli. Trump-liðar hafa vísað til fjölda ábendinga um kosningasvindl en hafa þrátt fyrir það ekki getað sýnt fram á neitt svindl fyrir dómi.

Sjá einnig: Yfirvöld í öllum ríkjum segja kosningarnar hafa farið eðlilega fram

Raffensperger hefur verið harðlega gagnrýndur af Repúblikönum á undanförnum dögum og hafa báðir öldungadeildarþingmenn ríkisins kallað eftir því að hann segi af sér. Hafa þeir stutt þá kröfu sína með því að vísa til „skammarlegrar“ framkvæmdar kosninganna í Georgíu.

Hann hefur þó varið framkvæmd kosninganna og sagt að engin ummerki kosningasvindls hafi fundist.


Tengdar fréttir

Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu

Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu.

Trump endurgeldur ekki greiða Obama

Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund.

Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×