Erlent

Danskir minkabændur ósáttir

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Byrjað var að aflífa og farga minkum í Danmörku í síðasta mánuði eftir að smit komu upp á búum á Jótlandi.
Byrjað var að aflífa og farga minkum í Danmörku í síðasta mánuði eftir að smit komu upp á búum á Jótlandi. AP

Danmerkurstjórn fékk upplýsingar um að hún mætti ekki fyrirskipa að allir minkar í landinu yrðu drepnir meira en viku áður en Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um fyrirskipun þess efnis.

Ríkisstjórnin sagði í byrjun mánaðar nauðsynlegt að drepa alla minka í landinu eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar greindist í dýrunum. 

Landbúnaðarráðuneytið hafði á þeim tíma sent þinginu bréf þar sem fram kom að einungis mætti fyrirskipa dráp á minnkum í minna en 7,8 kílómetra fjarlægð frá ræktun þar sem smit hefur komið upp.

Minkabændur kveðast afar ósáttir. „Þetta er afar óhugnalegt og sýnir að ríkisstjórnin vissi ekkert hvað hún var að gera. Þetta var líklegast fámennur hópur sem tók þessa ákvörðun án þess að ráðfæra sig við nokkurn annan,“ sagði minkabóndinn Knud Vest við TV2.

Styr stendur um Mogens Jensen landbúnaðarráðherra vegna málsins og óljóst er hvort hann muni halda áfram störfum.

Jensen ráðherra sagði í dag að bréfið sem minkabændur fengu hafi innihaldið tilmæli, ekki fyrirskipun. Samkvæmt danska ríkisútvarpinu kemur orðið „verða“ eða „skal“ á dönsku, þó 31 sinni fyrir í bréfinu.


Tengdar fréttir

Vissu að minkatilskipunin var ólögleg

Að minnsta kosti viku áður en danski forsætisráðherrann Mette Frederiksen tilkynnti um að allir minkar í landinu yrðu drepnir, vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru sem greindist i dýrunum, höfðu embættismenn komist að því að slík fyrirskipun væri ólögleg.

Mette baðst afsökunar á ólöglegri fyrirskipun

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, baðst í dag afsökunar og sagði að danska dýra- og matvælaeftirlitið hefði gert mistök með því að krefjast þess að allir minkar landsins verði drepnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×