Feður og fæðingar Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 07:00 Allir eiga að hafa jafna möguleika á vinnumarkaði og geta þroskað hæfileika sína óháð kyni. Aukið jafnrétti og aukin atvinnuþátttaka kvenna á vinnumarkaði stuðlar að hagvexti og bættum lífskjörum. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á að þau fyrirtæki sem stuðla að fjölbreytni á vinnustað séu eftirsóknarverðir vinnustaðir og standi almennt betur að vígi. Fæðingarorlofslöggjöfin setti tóninn fyrir það sem áunnist hefur á vinnumarkaði og varðar jafnrétti kynjanna undanfarna áratugi. Tuttugu ár eru liðin frá því að lög voru sett um fæðingar- og foreldraorlof. Lögin þóttu býsna framsækin, þar sem fæðingarorlof var lengt úr sex mánuðum í níu auk þess sem feðrum var veittur sjálfstæður réttur til þess að taka slíkt orlof. Áður en til lagasetningarinnar kom heyrði það til undantekninga að feður tækju fæðingarorlof. Þeim fjölgaði hins vegar ört árin á eftir og í dag taka feður hér á landi fleiri vikur í fæðingarorlof en á hinum Norðurlöndunum. Nú liggur fyrir frumvarp til laga þar sem lagðar eru til breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi. Helstu nýmælin eru að fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði og að skipting fæðingarorlofsréttar verði sem jöfnust milli foreldra. Slík tilhögun er talin best til þess fallin að ná markmiði laganna sem er eftir sem áður, að tryggja barni samvistir við báða foreldra sína og gera foreldrum kleift að sinna bæði vinnu og fjölskyldu. Tillögurnar kveða á um að foreldrar geti nýtt sex mánuði hvort um sig en verði heimilt að framselja einn mánuð á milli þeirra sé þess óskað. Því getur annað foreldrið tekið fæðingarorlof í sjö mánuði en hitt í fimm. Talið er að jöfn skipting fæðingarorlofs eigi að tryggja sem best jafna möguleika foreldra á að annast barn sitt í fæðingarorlofi þangað til barnið kemst inn á leikskóla án þess að það hafi í för með sér verulega röskun á vinnu foreldris. Tilgangur laganna snýr því ekki einvörðungu að því að vernda heilsu móður og barns, heldur líka að bregðast við þróun á vinnumarkaði þar sem atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist jafnt og þétt samhliða aukinni menntun þeirra. Í umsögnum um frumvarpið og í umræðunni hefur verið kallað eftir meiri sveigjanleika, jafnvel algjöru valfrelsi við skiptingu fæðingarorlofsmánaða. Þetta eru réttmætar ábendingar. Í fullkomnum heimi ætti valfrelsi við skiptingu fæðingaorlofa milli foreldra að vera sjálfsögð. Því miður er hins vegar margt sem bendir til þess að sú leið myndi ýta undir enn ójafnari nýtingu á fæðingarorlofi og þar með aukið á kynjamisrétti. Undanfarin tuttugu ár hafa feður einungis tekið það þriggja mánaða fæðingarorlof sem þeim er eyrnamerkt en mikill meirihluti mæðra tekur það sem eftir stendur. Algengt er að mæður dreifi fæðingarorlofinu og lengi þar með fjarveru frá störfum til að brúa umönnunarbilið fram að leikskóla. Það leiðir óhjákvæmilega til mun lengri fjarveru kvenna frá störfum en karla vegna barneigna. Í Noregi var sjálfstæður réttur feðra styttur úr fjórtán vikum í tíu árið 2014. Samhliða þeirri breytingu drógu feður hins vegar úr sinni orlofstöku. Fjórum árum síðar var réttur feðra lengdur á ný og er nú fimmtán vikur í Noregi. Talið er að fæðingarorlof feðra sé sú einstaka aðgerð sem hefur mest áhrif haft til aukins jafnréttis á íslenskum vinnumarkaði. Skilgreint fæðingarorlof feðra leiðir til þess að feður nýta fæðingarorlof sitt, sem hefur í framhaldi áhrif á staðalímyndir og viðhorf á vinnumarkaði og ekki síður innan veggja heimilisins. Þá er ýmislegt sem bendir til þess að taka feðraorlofs leiði til aukinnar þátttöku feðra í umönnun barna sinna, ákvarðana um framtíð og velferð þeirra og betri tengsla milli barna og feðra eftir að orlofinu lýkur. Það hefur svo aftur áhrif á hlutverk og staðalímyndir í þá átt að sjálfsagt sé að báðir foreldrar beri jafna ábyrgð á tekjuöflun og umönnun barna. Í hinum fullkomna heimi væri valfrelsi forelda við skiptingu fæðingarorlofs sjálfsögð réttindi. Í raunheimi er hætt við að slíkt gæti valdið afturför í jafnréttismálum og myndi færa samfélag okkar til í átt að þeim tíma sem ekkert okkar vill hverfa aftur til. Því miður erum við ekki komin lengra í jafnréttisbaráttunni en við færumst sífellt nær takmarkinu. Við getum verið stolt af þeim árangri sem náðst hefur á Íslandi. Höldum áfram á sömu braut. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Ásdís Kristjánsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Allir eiga að hafa jafna möguleika á vinnumarkaði og geta þroskað hæfileika sína óháð kyni. Aukið jafnrétti og aukin atvinnuþátttaka kvenna á vinnumarkaði stuðlar að hagvexti og bættum lífskjörum. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á að þau fyrirtæki sem stuðla að fjölbreytni á vinnustað séu eftirsóknarverðir vinnustaðir og standi almennt betur að vígi. Fæðingarorlofslöggjöfin setti tóninn fyrir það sem áunnist hefur á vinnumarkaði og varðar jafnrétti kynjanna undanfarna áratugi. Tuttugu ár eru liðin frá því að lög voru sett um fæðingar- og foreldraorlof. Lögin þóttu býsna framsækin, þar sem fæðingarorlof var lengt úr sex mánuðum í níu auk þess sem feðrum var veittur sjálfstæður réttur til þess að taka slíkt orlof. Áður en til lagasetningarinnar kom heyrði það til undantekninga að feður tækju fæðingarorlof. Þeim fjölgaði hins vegar ört árin á eftir og í dag taka feður hér á landi fleiri vikur í fæðingarorlof en á hinum Norðurlöndunum. Nú liggur fyrir frumvarp til laga þar sem lagðar eru til breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi. Helstu nýmælin eru að fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði og að skipting fæðingarorlofsréttar verði sem jöfnust milli foreldra. Slík tilhögun er talin best til þess fallin að ná markmiði laganna sem er eftir sem áður, að tryggja barni samvistir við báða foreldra sína og gera foreldrum kleift að sinna bæði vinnu og fjölskyldu. Tillögurnar kveða á um að foreldrar geti nýtt sex mánuði hvort um sig en verði heimilt að framselja einn mánuð á milli þeirra sé þess óskað. Því getur annað foreldrið tekið fæðingarorlof í sjö mánuði en hitt í fimm. Talið er að jöfn skipting fæðingarorlofs eigi að tryggja sem best jafna möguleika foreldra á að annast barn sitt í fæðingarorlofi þangað til barnið kemst inn á leikskóla án þess að það hafi í för með sér verulega röskun á vinnu foreldris. Tilgangur laganna snýr því ekki einvörðungu að því að vernda heilsu móður og barns, heldur líka að bregðast við þróun á vinnumarkaði þar sem atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist jafnt og þétt samhliða aukinni menntun þeirra. Í umsögnum um frumvarpið og í umræðunni hefur verið kallað eftir meiri sveigjanleika, jafnvel algjöru valfrelsi við skiptingu fæðingarorlofsmánaða. Þetta eru réttmætar ábendingar. Í fullkomnum heimi ætti valfrelsi við skiptingu fæðingaorlofa milli foreldra að vera sjálfsögð. Því miður er hins vegar margt sem bendir til þess að sú leið myndi ýta undir enn ójafnari nýtingu á fæðingarorlofi og þar með aukið á kynjamisrétti. Undanfarin tuttugu ár hafa feður einungis tekið það þriggja mánaða fæðingarorlof sem þeim er eyrnamerkt en mikill meirihluti mæðra tekur það sem eftir stendur. Algengt er að mæður dreifi fæðingarorlofinu og lengi þar með fjarveru frá störfum til að brúa umönnunarbilið fram að leikskóla. Það leiðir óhjákvæmilega til mun lengri fjarveru kvenna frá störfum en karla vegna barneigna. Í Noregi var sjálfstæður réttur feðra styttur úr fjórtán vikum í tíu árið 2014. Samhliða þeirri breytingu drógu feður hins vegar úr sinni orlofstöku. Fjórum árum síðar var réttur feðra lengdur á ný og er nú fimmtán vikur í Noregi. Talið er að fæðingarorlof feðra sé sú einstaka aðgerð sem hefur mest áhrif haft til aukins jafnréttis á íslenskum vinnumarkaði. Skilgreint fæðingarorlof feðra leiðir til þess að feður nýta fæðingarorlof sitt, sem hefur í framhaldi áhrif á staðalímyndir og viðhorf á vinnumarkaði og ekki síður innan veggja heimilisins. Þá er ýmislegt sem bendir til þess að taka feðraorlofs leiði til aukinnar þátttöku feðra í umönnun barna sinna, ákvarðana um framtíð og velferð þeirra og betri tengsla milli barna og feðra eftir að orlofinu lýkur. Það hefur svo aftur áhrif á hlutverk og staðalímyndir í þá átt að sjálfsagt sé að báðir foreldrar beri jafna ábyrgð á tekjuöflun og umönnun barna. Í hinum fullkomna heimi væri valfrelsi forelda við skiptingu fæðingarorlofs sjálfsögð réttindi. Í raunheimi er hætt við að slíkt gæti valdið afturför í jafnréttismálum og myndi færa samfélag okkar til í átt að þeim tíma sem ekkert okkar vill hverfa aftur til. Því miður erum við ekki komin lengra í jafnréttisbaráttunni en við færumst sífellt nær takmarkinu. Við getum verið stolt af þeim árangri sem náðst hefur á Íslandi. Höldum áfram á sömu braut. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar