Telur áhyggjur af skólastarfi í engum takti við raunveruleikann Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2020 13:23 Kennslustofur eru víða auðar, skólastarfið reiðir sig að veruleg leyti á fjarkennslu en þar hefur að sögn Kristins Þorsteinssonar skólameistara verið lyft Grettistaki. visir/vilhelm/aðsend Kristinn Þorsteinsson skólameistari hefur brugðist við gagnrýni sem hefur birst víða, áhyggjur af því að skólastarf framhaldsskólanema sé í ólestri vegna aðgerða sóttvarnayfirvalda. Hann segir það ekki svo, þvert á móti gengur skólastarf vel og brottfall nemenda sé ekki meira en verið hefur. „Það hefur verið kallað eftir þeim sem bera hagsmuni unga fólksins fyrir brjósti. Ég fullyrði að skólameistarar, skólastjórar og starfsfólk skólanna sem og menntamálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins hafa unnið þrekvirki í málefnum ungs fólks og alltaf haft hagsmuni barna og unglinga í hávegum,“ segir Kristinn í grein sem hann birtir á Vísi. Kristinn er skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ en hann er jafnframt formaður Skólameistarafélags Íslands. Meðal þeirra sem hafa viðrað áhyggjur af ungmennunum er Sigurþóra Bergsdóttir framkvæmdastjóri Bergsins. Hún óttist að brottfall úr framhaldsskólum verði stórfellt nú fyrir jól, ungmennin séu einfaldlega að gefast upp fyrir verkefninu. „Þetta á bæði við um þau sem eru í framhaldsskóla en líka þau sem eru að byrja í háskóla. Þetta fjarnám og þetta að vera alltaf heima það er bara íþyngjandi,“ segir Sigurþóra. Vísir spurði Kristinn hvort hann vilji meina að áhyggjur sem ýmsir hafa viðrað, af framhaldsskólanemum, séu orðum auknar og skólastarfið í góðum gír? „Já, en vil alls ekki gera lítið úr þeim sem glíma við erfiðleika. Legg áherslu á að hagsmunir nemenda eins og annarra í samfélaginu sé að ná niður smitum þannig að það sé hægt að opna samfélagið meira og verja síðan þann árangur.“ Kristinn segir þetta vissulega erfiða stöðu og nemendur sem eiga undir högg að sækja eru í erfiðari stöðu en áður. Stóra myndin er samt sú að meginþorri nemenda er við nám, líður þokkalega og þeir standa sig í flestum tilfellum mjög vel og eiga hrós skilið. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Framhaldsskólinn á tímum Kórónuveirunnar Kristinn Þorsteinsson skólameistari FG segir það hagsmunamál nemenda jafnt sem annarra að berja veiruna niður. 12. nóvember 2020 13:02 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Kristinn Þorsteinsson skólameistari hefur brugðist við gagnrýni sem hefur birst víða, áhyggjur af því að skólastarf framhaldsskólanema sé í ólestri vegna aðgerða sóttvarnayfirvalda. Hann segir það ekki svo, þvert á móti gengur skólastarf vel og brottfall nemenda sé ekki meira en verið hefur. „Það hefur verið kallað eftir þeim sem bera hagsmuni unga fólksins fyrir brjósti. Ég fullyrði að skólameistarar, skólastjórar og starfsfólk skólanna sem og menntamálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins hafa unnið þrekvirki í málefnum ungs fólks og alltaf haft hagsmuni barna og unglinga í hávegum,“ segir Kristinn í grein sem hann birtir á Vísi. Kristinn er skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ en hann er jafnframt formaður Skólameistarafélags Íslands. Meðal þeirra sem hafa viðrað áhyggjur af ungmennunum er Sigurþóra Bergsdóttir framkvæmdastjóri Bergsins. Hún óttist að brottfall úr framhaldsskólum verði stórfellt nú fyrir jól, ungmennin séu einfaldlega að gefast upp fyrir verkefninu. „Þetta á bæði við um þau sem eru í framhaldsskóla en líka þau sem eru að byrja í háskóla. Þetta fjarnám og þetta að vera alltaf heima það er bara íþyngjandi,“ segir Sigurþóra. Vísir spurði Kristinn hvort hann vilji meina að áhyggjur sem ýmsir hafa viðrað, af framhaldsskólanemum, séu orðum auknar og skólastarfið í góðum gír? „Já, en vil alls ekki gera lítið úr þeim sem glíma við erfiðleika. Legg áherslu á að hagsmunir nemenda eins og annarra í samfélaginu sé að ná niður smitum þannig að það sé hægt að opna samfélagið meira og verja síðan þann árangur.“ Kristinn segir þetta vissulega erfiða stöðu og nemendur sem eiga undir högg að sækja eru í erfiðari stöðu en áður. Stóra myndin er samt sú að meginþorri nemenda er við nám, líður þokkalega og þeir standa sig í flestum tilfellum mjög vel og eiga hrós skilið.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Framhaldsskólinn á tímum Kórónuveirunnar Kristinn Þorsteinsson skólameistari FG segir það hagsmunamál nemenda jafnt sem annarra að berja veiruna niður. 12. nóvember 2020 13:02 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Framhaldsskólinn á tímum Kórónuveirunnar Kristinn Þorsteinsson skólameistari FG segir það hagsmunamál nemenda jafnt sem annarra að berja veiruna niður. 12. nóvember 2020 13:02