Gætum náð góðum árangri jafnvel fyrir fyrsta í aðventu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 19:01 Menntaskólakrakkar læra með grímur í skólum. Ef þátttaka almennings í sóttvarnaaðgerðum er góð gæti það skilað góðum árangri, jafnvel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu að mati vísindamanna. Vísir/Vilhelm Smitstuðull vegna útbreiðslu covid-19 hér á landi hefur verið á leið niður á við sem og fjöldi daglegra nýrra smita. Gert er ráð fyrir að þær samfélagslegu aðgerðir sem gripið hefur verið til til að sporna gegn útbreiðslu covid-19 muni hafa þau áhrif að smitsuðullinn haldist undir einum samkvæmt nýju spálíkani Háskóla Íslands um þróun faraldursins hér á landi. Ef fólk sé duglegt að taka þátt í sóttvarnaaðgerðum gæti náðst góður árangur, jafnvel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu. Smitstuðull segir til um það hvað einstaklingur sem sýkist mun að jafnaði smita marga aðra. Þá er gert ráð fyrir því í nýju spálíkani að smitrakning haldi í við faraldurinn og að helmingur smita greinist hjá þeim sem þegar eru í sóttkví. „Þessi sviðsmynd bendir til þess að fjöldi smita geti farið lækkandi en vegna óvissu eru sveiflur mögulegar og að svipaðar tölur og síðustu daga sjáist áfram,“ segir í nýrri uppfærslu um þróun faraldursins. covid.hi.is Í hugleiðingum hópsins sem stendur að baki spálíkaninu segir að sviðsmyndin sem við blasi nú endurspegli þá stöðu sem blasir við þegar smitstuðullinn er undir einum. Það sé grundvallaratriði að lækka smitstuðulinn marktækt undir einn og halda honum þannig. Fari smitstuðullinn aftur á móti yfir einn blasi við ástand þar sem hópsmit geti auðveldlega blossað upp og faraldurinn þróast upp í veldisvöxt. „Þar sem vöxtur er á faraldrinum í kringum okkur og von er á meiri ferðalögum í desember er mikilvægt að fara varlega á landamærunum,“ segir í hugleiðingunum. „En ef þátttaka í aðgerðum er góð, fólk heldur fjarlægð, takmarkar hópamyndun, vinnur heima (þeir sem geta), notar grímur og passar upp á smitvarnir þá tekst þetta. Jafnvel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Smitstuðull vegna útbreiðslu covid-19 hér á landi hefur verið á leið niður á við sem og fjöldi daglegra nýrra smita. Gert er ráð fyrir að þær samfélagslegu aðgerðir sem gripið hefur verið til til að sporna gegn útbreiðslu covid-19 muni hafa þau áhrif að smitsuðullinn haldist undir einum samkvæmt nýju spálíkani Háskóla Íslands um þróun faraldursins hér á landi. Ef fólk sé duglegt að taka þátt í sóttvarnaaðgerðum gæti náðst góður árangur, jafnvel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu. Smitstuðull segir til um það hvað einstaklingur sem sýkist mun að jafnaði smita marga aðra. Þá er gert ráð fyrir því í nýju spálíkani að smitrakning haldi í við faraldurinn og að helmingur smita greinist hjá þeim sem þegar eru í sóttkví. „Þessi sviðsmynd bendir til þess að fjöldi smita geti farið lækkandi en vegna óvissu eru sveiflur mögulegar og að svipaðar tölur og síðustu daga sjáist áfram,“ segir í nýrri uppfærslu um þróun faraldursins. covid.hi.is Í hugleiðingum hópsins sem stendur að baki spálíkaninu segir að sviðsmyndin sem við blasi nú endurspegli þá stöðu sem blasir við þegar smitstuðullinn er undir einum. Það sé grundvallaratriði að lækka smitstuðulinn marktækt undir einn og halda honum þannig. Fari smitstuðullinn aftur á móti yfir einn blasi við ástand þar sem hópsmit geti auðveldlega blossað upp og faraldurinn þróast upp í veldisvöxt. „Þar sem vöxtur er á faraldrinum í kringum okkur og von er á meiri ferðalögum í desember er mikilvægt að fara varlega á landamærunum,“ segir í hugleiðingunum. „En ef þátttaka í aðgerðum er góð, fólk heldur fjarlægð, takmarkar hópamyndun, vinnur heima (þeir sem geta), notar grímur og passar upp á smitvarnir þá tekst þetta. Jafnvel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira