Gætum náð góðum árangri jafnvel fyrir fyrsta í aðventu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 19:01 Menntaskólakrakkar læra með grímur í skólum. Ef þátttaka almennings í sóttvarnaaðgerðum er góð gæti það skilað góðum árangri, jafnvel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu að mati vísindamanna. Vísir/Vilhelm Smitstuðull vegna útbreiðslu covid-19 hér á landi hefur verið á leið niður á við sem og fjöldi daglegra nýrra smita. Gert er ráð fyrir að þær samfélagslegu aðgerðir sem gripið hefur verið til til að sporna gegn útbreiðslu covid-19 muni hafa þau áhrif að smitsuðullinn haldist undir einum samkvæmt nýju spálíkani Háskóla Íslands um þróun faraldursins hér á landi. Ef fólk sé duglegt að taka þátt í sóttvarnaaðgerðum gæti náðst góður árangur, jafnvel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu. Smitstuðull segir til um það hvað einstaklingur sem sýkist mun að jafnaði smita marga aðra. Þá er gert ráð fyrir því í nýju spálíkani að smitrakning haldi í við faraldurinn og að helmingur smita greinist hjá þeim sem þegar eru í sóttkví. „Þessi sviðsmynd bendir til þess að fjöldi smita geti farið lækkandi en vegna óvissu eru sveiflur mögulegar og að svipaðar tölur og síðustu daga sjáist áfram,“ segir í nýrri uppfærslu um þróun faraldursins. covid.hi.is Í hugleiðingum hópsins sem stendur að baki spálíkaninu segir að sviðsmyndin sem við blasi nú endurspegli þá stöðu sem blasir við þegar smitstuðullinn er undir einum. Það sé grundvallaratriði að lækka smitstuðulinn marktækt undir einn og halda honum þannig. Fari smitstuðullinn aftur á móti yfir einn blasi við ástand þar sem hópsmit geti auðveldlega blossað upp og faraldurinn þróast upp í veldisvöxt. „Þar sem vöxtur er á faraldrinum í kringum okkur og von er á meiri ferðalögum í desember er mikilvægt að fara varlega á landamærunum,“ segir í hugleiðingunum. „En ef þátttaka í aðgerðum er góð, fólk heldur fjarlægð, takmarkar hópamyndun, vinnur heima (þeir sem geta), notar grímur og passar upp á smitvarnir þá tekst þetta. Jafnvel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Smitstuðull vegna útbreiðslu covid-19 hér á landi hefur verið á leið niður á við sem og fjöldi daglegra nýrra smita. Gert er ráð fyrir að þær samfélagslegu aðgerðir sem gripið hefur verið til til að sporna gegn útbreiðslu covid-19 muni hafa þau áhrif að smitsuðullinn haldist undir einum samkvæmt nýju spálíkani Háskóla Íslands um þróun faraldursins hér á landi. Ef fólk sé duglegt að taka þátt í sóttvarnaaðgerðum gæti náðst góður árangur, jafnvel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu. Smitstuðull segir til um það hvað einstaklingur sem sýkist mun að jafnaði smita marga aðra. Þá er gert ráð fyrir því í nýju spálíkani að smitrakning haldi í við faraldurinn og að helmingur smita greinist hjá þeim sem þegar eru í sóttkví. „Þessi sviðsmynd bendir til þess að fjöldi smita geti farið lækkandi en vegna óvissu eru sveiflur mögulegar og að svipaðar tölur og síðustu daga sjáist áfram,“ segir í nýrri uppfærslu um þróun faraldursins. covid.hi.is Í hugleiðingum hópsins sem stendur að baki spálíkaninu segir að sviðsmyndin sem við blasi nú endurspegli þá stöðu sem blasir við þegar smitstuðullinn er undir einum. Það sé grundvallaratriði að lækka smitstuðulinn marktækt undir einn og halda honum þannig. Fari smitstuðullinn aftur á móti yfir einn blasi við ástand þar sem hópsmit geti auðveldlega blossað upp og faraldurinn þróast upp í veldisvöxt. „Þar sem vöxtur er á faraldrinum í kringum okkur og von er á meiri ferðalögum í desember er mikilvægt að fara varlega á landamærunum,“ segir í hugleiðingunum. „En ef þátttaka í aðgerðum er góð, fólk heldur fjarlægð, takmarkar hópamyndun, vinnur heima (þeir sem geta), notar grímur og passar upp á smitvarnir þá tekst þetta. Jafnvel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira