Google Photos hættir að bjóða upp á ótakmarkað magn mynda ókeypis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 10:23 Google Photos er gríðarlega vinsælt myndaforrit um allan heim. Myndaforritið Google Photos mun hætta að bjóða viðskiptavinum sínum að hlaða upp ótakmörkuðu magni mynda ókeypis. Eins og nafnið gefur til kynna er forritið rekið af netrisanum Google en þegar fyrirtækið kynnti þessa þjónustu sína árið 2015 lofaði það ótakmörkuðu magni mynda og myndskeiða sem hægt yrði að hlaða upp ókeypis. Að því er fram kemur í frétt BBC mun Google nú takmarka gagnamagnið sem hægt er að fá frítt við fimmtán gígabæt fyrir hvern reikning á Google Photos, sem deilt er með vinsælum forritum fyrirtækisins á borð við Gmail og Google Drive. Hver sem vill geyma fleiri myndir en það mun þurfa að borga Google fyrir geymsluna. Breytingin tekur gildi 1. júní 2021. Myndir sem er hlaðið upp fyrir þann tíma munu ekki telja með í takmörkuðu gagnamagni á Google Photos heldur aðeins myndir sem hlaðið er upp eftir þann tíma. „Þegar við segjum minningar til æviloka þá meinum við það svo sannarlega,“ sagði í yfirlýsingu Google þegar Google Photos var hleypt af stokkunum árið 2015. Með fylgdi loforðið um ótakmarkað magn sem hægt yrði að hlaða upp ókeypis. Nú segir fyrirtækið hins vegar að sá gríðarlegi vöxtur sem verið hefur hjá Google Photos sé ekki sjálfbær. Nauðsynlegt sé að gera þessar breytingar til þess að mæta þörfum notenda Google Photos til lengri tíma. Google Ljósmyndun Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Myndaforritið Google Photos mun hætta að bjóða viðskiptavinum sínum að hlaða upp ótakmörkuðu magni mynda ókeypis. Eins og nafnið gefur til kynna er forritið rekið af netrisanum Google en þegar fyrirtækið kynnti þessa þjónustu sína árið 2015 lofaði það ótakmörkuðu magni mynda og myndskeiða sem hægt yrði að hlaða upp ókeypis. Að því er fram kemur í frétt BBC mun Google nú takmarka gagnamagnið sem hægt er að fá frítt við fimmtán gígabæt fyrir hvern reikning á Google Photos, sem deilt er með vinsælum forritum fyrirtækisins á borð við Gmail og Google Drive. Hver sem vill geyma fleiri myndir en það mun þurfa að borga Google fyrir geymsluna. Breytingin tekur gildi 1. júní 2021. Myndir sem er hlaðið upp fyrir þann tíma munu ekki telja með í takmörkuðu gagnamagni á Google Photos heldur aðeins myndir sem hlaðið er upp eftir þann tíma. „Þegar við segjum minningar til æviloka þá meinum við það svo sannarlega,“ sagði í yfirlýsingu Google þegar Google Photos var hleypt af stokkunum árið 2015. Með fylgdi loforðið um ótakmarkað magn sem hægt yrði að hlaða upp ókeypis. Nú segir fyrirtækið hins vegar að sá gríðarlegi vöxtur sem verið hefur hjá Google Photos sé ekki sjálfbær. Nauðsynlegt sé að gera þessar breytingar til þess að mæta þörfum notenda Google Photos til lengri tíma.
Google Ljósmyndun Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira