Landsmenn komast loksins í klippingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 12:44 Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina. Landsmenn munu loksins komast í klippingu í næstu viku þegar breyttar kórónuveirutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra boðaði nú í hádeginu taka gildi. Formaður Félags hársnyrtisveina fagnar því að hársnyrtifólk geti hafið störf á ný og væntir þess að brjálað verði að gera næstu vikurnar. Starfsemi einyrkja, til að mynda hársnyrtistofa, nuddara og snyrtistofa, verður heimil á ný frá og með 18. nóvember næstkomandi þegar nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar taka gildi. Áfram verður hins vegar tíu manna samkomubann og tveggja metra regla í gildi. Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir formaður Félags hársnyrtisveina var nýbúin að fá veður af breyttum takmörkunum þegar Vísir náði tali af henni skömmu eftir hádegi. „Ég fagna þessu alveg svakalega og alveg frábært að fá að vita þetta núna í dag þannig að fólk geti farið að skipuleggja sig eftir fjöldatakmörkunum, það verður eitthvað púsluspil,“ segir Lilja. Hún var ekki jafnupplitsdjörf í viðtali við Morgunblaðið í morgun, hvar hún lýsti því að allt væri í lausu lofti hjá hársnyrtum. Tekjufallið algjört og ekkert fast í hendi um mögulegar opnanir. Fólk væri ekki bjartsýnt. Þannig má ætla að fréttir dagsins séu óvænt ánægja. „Algjörlega!“ segir Lilja. „Ég var nú bjartsýn á þriðjudaginn en Mbl hitti einhvern veginn akkúrat svona á mig. Það var erfitt að lesa í ástandið, hvaða lína yrði tekin. En það er bara partí hjá okkur núna, allir rosalega glaðir að geta farið að opna.“ Hársnyrtistofur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lokaðar í rúman mánuð, eða frá 7. október, og á öllu landinu frá 20. október. Lilja segir þennan langa tíma hafa verið hársnyrtum þungbær. „En þetta er bara frábært, ég veit að bransinn mun leggja sig fram við að halda sóttvörnum í lagi, tipla á tánum.“ En má ekki búast við að verði brjálað að gera? „Jú, það er byrjaður að koma jólahugur í fólk. Törnin er að byrja og ég veit að það eru langir biðlistar. Nú reikna ég bara með að fólk byrji að hringja út í sína viðskiptavini, það eru allir mættir við símann og byrjaðir að plana, ekki bara mál viðskiptavina heldur líka starfsmanna. Það er gefið mál að það geta ekki allir verið inni í einu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir „Flestir geri ráð fyrir erfiðum vetri“ Þótt kórónufaraldurinn hafi vissulega lamað íslenskt atvinnulíf eru margir að stækka við sig og bera sig vel í framleiðslu og sölu. Viðmælendur spá þó þungum vetri. 30. september 2020 09:02 Skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun 6. október 2020 23:25 Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Landsmenn munu loksins komast í klippingu í næstu viku þegar breyttar kórónuveirutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra boðaði nú í hádeginu taka gildi. Formaður Félags hársnyrtisveina fagnar því að hársnyrtifólk geti hafið störf á ný og væntir þess að brjálað verði að gera næstu vikurnar. Starfsemi einyrkja, til að mynda hársnyrtistofa, nuddara og snyrtistofa, verður heimil á ný frá og með 18. nóvember næstkomandi þegar nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar taka gildi. Áfram verður hins vegar tíu manna samkomubann og tveggja metra regla í gildi. Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir formaður Félags hársnyrtisveina var nýbúin að fá veður af breyttum takmörkunum þegar Vísir náði tali af henni skömmu eftir hádegi. „Ég fagna þessu alveg svakalega og alveg frábært að fá að vita þetta núna í dag þannig að fólk geti farið að skipuleggja sig eftir fjöldatakmörkunum, það verður eitthvað púsluspil,“ segir Lilja. Hún var ekki jafnupplitsdjörf í viðtali við Morgunblaðið í morgun, hvar hún lýsti því að allt væri í lausu lofti hjá hársnyrtum. Tekjufallið algjört og ekkert fast í hendi um mögulegar opnanir. Fólk væri ekki bjartsýnt. Þannig má ætla að fréttir dagsins séu óvænt ánægja. „Algjörlega!“ segir Lilja. „Ég var nú bjartsýn á þriðjudaginn en Mbl hitti einhvern veginn akkúrat svona á mig. Það var erfitt að lesa í ástandið, hvaða lína yrði tekin. En það er bara partí hjá okkur núna, allir rosalega glaðir að geta farið að opna.“ Hársnyrtistofur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lokaðar í rúman mánuð, eða frá 7. október, og á öllu landinu frá 20. október. Lilja segir þennan langa tíma hafa verið hársnyrtum þungbær. „En þetta er bara frábært, ég veit að bransinn mun leggja sig fram við að halda sóttvörnum í lagi, tipla á tánum.“ En má ekki búast við að verði brjálað að gera? „Jú, það er byrjaður að koma jólahugur í fólk. Törnin er að byrja og ég veit að það eru langir biðlistar. Nú reikna ég bara með að fólk byrji að hringja út í sína viðskiptavini, það eru allir mættir við símann og byrjaðir að plana, ekki bara mál viðskiptavina heldur líka starfsmanna. Það er gefið mál að það geta ekki allir verið inni í einu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir „Flestir geri ráð fyrir erfiðum vetri“ Þótt kórónufaraldurinn hafi vissulega lamað íslenskt atvinnulíf eru margir að stækka við sig og bera sig vel í framleiðslu og sölu. Viðmælendur spá þó þungum vetri. 30. september 2020 09:02 Skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun 6. október 2020 23:25 Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Flestir geri ráð fyrir erfiðum vetri“ Þótt kórónufaraldurinn hafi vissulega lamað íslenskt atvinnulíf eru margir að stækka við sig og bera sig vel í framleiðslu og sölu. Viðmælendur spá þó þungum vetri. 30. september 2020 09:02
Skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun 6. október 2020 23:25
Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50