„Ég veit bara ekki hvað hún amma mín hefði sagt“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 13. nóvember 2020 14:09 Margrét Kristín Blöndal segir það vera bæði siðferðislega og borgaralega skyldu þjóðarinnar að segja „hingað og ekki lengra“. Hún hefur ekki glatað voninni um að senegalska fjölskyldan fái að dvelja hér á landi Stuðningsfólk senegölsku fjölskyldunnar, sem að óbreyttu á að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra undirskriftarlista fyrir hádegi sem tæplega tuttugu og eitt þúsund manns höfðu skrifað undir þar sem brottvísuninni er mótmælt. Hjónin frá Senegal hafa búið á Íslandi í hátt í sjö ár og barist fyrir dvalarleyfi allan þann tíma en án árangurs. Dætur þeirra, Marta sem er sex ára og María sem er þriggja ára eru báðar fæddar hér á landi og þekkja ekkert annað en Ísland. Í lok október kom síðasti úrskurður í máli þeirra en að óbreyttu á að vísa þeim úr landi. Lögmaður fjölskyldunnar hefur óskað eftir endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála. Margrét Kristín Blöndal, söngkona, hefur talsvert látið sig málið varða. Hún hefur ekki glatað voninni um að fjölskyldan fái að dvelja hér. Í morgun var sótt um ríkisborgararétt fyrir systurnar. „Dómsmálaráðherra hefur sagt opinberlega að henni finnist þetta vera óboðlegur tími, að skapa sér tilveru í sjö ár og bíða jafnframt eftir úrskurði um það hvort maður fái að vera eða fara og ég veit ekki betur en að Bjarni Benediktsson, hafi tjáð sig um málið líka um daginn og sagt að þetta sé óeðlilegt þannig að ég er vongóð, absalútt!“ Margréti sýnist stjórnvöld ekki hafa náð að framfylgja þjóðarvilja. „Þessi misskildi lestur á þjóðarvilja er með ólíkindum. Íslendingar eru ekki þess konar þjóð að hún bjóði fólk svona óvelkomið eins og þessi vinnubrögð virðast sýna. Ég hef verið að undra mig á þessum lestri yfirvaldsins á vilja almennings vegna þess að þessar 21 þúsund undirskriftir komu í einum grænum hvínandi hvelli. Íslensk stjórnvöld verð að fara að hugsa sig verulega um í þessum málaflokki því siðleysið fer út fyrir allan þjófabálk“. Áherslur í innflytjendamálum rími ekki við gildismat íslensku þjóðarinnar sem vilji almennt bjóða fólk velkomið hér á landi og fagnar fjölbreytileika. „Ég tala bara sem húsmóðir í Vesturbænum, þetta bara er ekki til siðs hér. Ég veit bara ekki hvað hún amma mín hefði sagt. Þetta er ekki hægt.“ Margréti finnst nógu mikið hafa verið lagt á herðar fjölskyldunnar. Hún hafi mátt búa við réttindaleysi og óöryggi í öll þessi ár. „Það er bara ekki hægt að beita fólk þessu ofbeldi, þetta er ekkert annað en ofbeldi að ætla að fara að svipta fólk öruggri tilveru, sem er í rauninni ekki örugg vegna þess að þau hafa engin réttindi hér og hafa ekki haft nein réttindi í sjö ár, þá myndi ég náttúrulega bara líta á það þannig að yfirvöld skulduðu þessari fjölskyldu, ekki bara afsökunarbeiðni, heldur ættu þau að rigga upp ríkisborgararétti í einum grænum hvelli“. Meðferð yfirvalda á systrunum Maríu og Mörtu hafi sérstaklega farið fyrir brjóstið á henni. „Það er bara einhver lína þarna. Þegar við erum að tala um börn þá er það er okkar borgaralega skilyrðislausa skylda að segja hingað og ekki lengra þegar á að fara að fremja slíkt ofbeldi á börnum“. Senegal Hælisleitendur Tengdar fréttir Afhentu Áslaugu undirskriftalista vegna senegölsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk í dag afhentan undirskriftalista með tæplega 21 þúsund undirskriftum til að mótmæla brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem dvalið hefur hér á landi í sjö ár. 13. nóvember 2020 12:13 Enn beini ég orðum að forsætis- og dómsmálaráðherra en það er sannarlega, af gefnu tilefni Eins og rifjað hefur verið upp ítrekað að undanförnu hefur forsætisráðherra vor lýst einu og öðru yfir. 10. nóvember 2020 15:15 „Erum að senda Íslending úr landi“ Ekki er nóg að setja háleit markmið í löggjöf ef ekki er raunverulegur vilji hjá framkvæmdarvaldinu til að framfylgja henni af mannúð, og meta matskennd atriði í þá átt. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. nóvember 2020 16:50 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Stuðningsfólk senegölsku fjölskyldunnar, sem að óbreyttu á að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra undirskriftarlista fyrir hádegi sem tæplega tuttugu og eitt þúsund manns höfðu skrifað undir þar sem brottvísuninni er mótmælt. Hjónin frá Senegal hafa búið á Íslandi í hátt í sjö ár og barist fyrir dvalarleyfi allan þann tíma en án árangurs. Dætur þeirra, Marta sem er sex ára og María sem er þriggja ára eru báðar fæddar hér á landi og þekkja ekkert annað en Ísland. Í lok október kom síðasti úrskurður í máli þeirra en að óbreyttu á að vísa þeim úr landi. Lögmaður fjölskyldunnar hefur óskað eftir endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála. Margrét Kristín Blöndal, söngkona, hefur talsvert látið sig málið varða. Hún hefur ekki glatað voninni um að fjölskyldan fái að dvelja hér. Í morgun var sótt um ríkisborgararétt fyrir systurnar. „Dómsmálaráðherra hefur sagt opinberlega að henni finnist þetta vera óboðlegur tími, að skapa sér tilveru í sjö ár og bíða jafnframt eftir úrskurði um það hvort maður fái að vera eða fara og ég veit ekki betur en að Bjarni Benediktsson, hafi tjáð sig um málið líka um daginn og sagt að þetta sé óeðlilegt þannig að ég er vongóð, absalútt!“ Margréti sýnist stjórnvöld ekki hafa náð að framfylgja þjóðarvilja. „Þessi misskildi lestur á þjóðarvilja er með ólíkindum. Íslendingar eru ekki þess konar þjóð að hún bjóði fólk svona óvelkomið eins og þessi vinnubrögð virðast sýna. Ég hef verið að undra mig á þessum lestri yfirvaldsins á vilja almennings vegna þess að þessar 21 þúsund undirskriftir komu í einum grænum hvínandi hvelli. Íslensk stjórnvöld verð að fara að hugsa sig verulega um í þessum málaflokki því siðleysið fer út fyrir allan þjófabálk“. Áherslur í innflytjendamálum rími ekki við gildismat íslensku þjóðarinnar sem vilji almennt bjóða fólk velkomið hér á landi og fagnar fjölbreytileika. „Ég tala bara sem húsmóðir í Vesturbænum, þetta bara er ekki til siðs hér. Ég veit bara ekki hvað hún amma mín hefði sagt. Þetta er ekki hægt.“ Margréti finnst nógu mikið hafa verið lagt á herðar fjölskyldunnar. Hún hafi mátt búa við réttindaleysi og óöryggi í öll þessi ár. „Það er bara ekki hægt að beita fólk þessu ofbeldi, þetta er ekkert annað en ofbeldi að ætla að fara að svipta fólk öruggri tilveru, sem er í rauninni ekki örugg vegna þess að þau hafa engin réttindi hér og hafa ekki haft nein réttindi í sjö ár, þá myndi ég náttúrulega bara líta á það þannig að yfirvöld skulduðu þessari fjölskyldu, ekki bara afsökunarbeiðni, heldur ættu þau að rigga upp ríkisborgararétti í einum grænum hvelli“. Meðferð yfirvalda á systrunum Maríu og Mörtu hafi sérstaklega farið fyrir brjóstið á henni. „Það er bara einhver lína þarna. Þegar við erum að tala um börn þá er það er okkar borgaralega skilyrðislausa skylda að segja hingað og ekki lengra þegar á að fara að fremja slíkt ofbeldi á börnum“.
Senegal Hælisleitendur Tengdar fréttir Afhentu Áslaugu undirskriftalista vegna senegölsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk í dag afhentan undirskriftalista með tæplega 21 þúsund undirskriftum til að mótmæla brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem dvalið hefur hér á landi í sjö ár. 13. nóvember 2020 12:13 Enn beini ég orðum að forsætis- og dómsmálaráðherra en það er sannarlega, af gefnu tilefni Eins og rifjað hefur verið upp ítrekað að undanförnu hefur forsætisráðherra vor lýst einu og öðru yfir. 10. nóvember 2020 15:15 „Erum að senda Íslending úr landi“ Ekki er nóg að setja háleit markmið í löggjöf ef ekki er raunverulegur vilji hjá framkvæmdarvaldinu til að framfylgja henni af mannúð, og meta matskennd atriði í þá átt. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. nóvember 2020 16:50 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Afhentu Áslaugu undirskriftalista vegna senegölsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk í dag afhentan undirskriftalista með tæplega 21 þúsund undirskriftum til að mótmæla brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem dvalið hefur hér á landi í sjö ár. 13. nóvember 2020 12:13
Enn beini ég orðum að forsætis- og dómsmálaráðherra en það er sannarlega, af gefnu tilefni Eins og rifjað hefur verið upp ítrekað að undanförnu hefur forsætisráðherra vor lýst einu og öðru yfir. 10. nóvember 2020 15:15
„Erum að senda Íslending úr landi“ Ekki er nóg að setja háleit markmið í löggjöf ef ekki er raunverulegur vilji hjá framkvæmdarvaldinu til að framfylgja henni af mannúð, og meta matskennd atriði í þá átt. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. nóvember 2020 16:50