Sýkingavarnadeild fámenn og lítið mátti út af bregða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 09:55 Landakot. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjórn og forstjóri Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar í orði og gjörðum og styrkja þarf stöðu deildarinnar innan stjórnkerfis spítalans. Þá er deildin fámenn og af þeim sökum mátti lítið út af bregða til að starfsemi sýkingavarnadeildarinnar myndi ekki skerðast verulega eftir að undirbúningur hófst vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er meðal þess sem bent er á í kafla um helstu sóknarfæri á sviði sýkingavarna á Landakoti í bráðabirgðaskýrslu um hópsmit covid-19 sem þar kom upp. Skýrslan var kynnt á blaðamannafundi í gær en höfundar skýrslunnar benda á tíu atriði sem betur mættu fara. Þegar faraldurinn hófst þurftu bæði yfirlæknir og deildarstjóri sýkingavarnadeildar að sinna daglegum verkefnum sem og fjölmörgum verkefnum á vegum farsóttarnefndar. Því hafi verið ljóst að ekki mátti mikið út af bregða. Því þurfi að tryggja að almenn grunnstarfsemi deildarinnar geti haldið áfram á álagstímum. Meðal annars sá höfundar skýrslunnar sóknarfæri í því að fjölga starfsfólki sýkingavarnadeildar en hafa verði í huga að sýkingavarnir krefjist sérhæfðar þekkingar og það taki tíma að þjálfa upp stafsfólk. „Styrkja þarf fræðslu og kennslu í sýkingavörnum innan stofnunarinnar. Huga ætti að þáttum eins og að allir starfsmenn fari í gegnum kennsluefni í grundvallaratriðum sýkingavarna og jafnvel þreyti próf sem þeir þurfa að standast einu sinni á ári,“ segir meðal annars í skýrslunni. Þá er bent sérstaklega á að margt starfsfólk Landspítala sé af erlendum uppruna og auka þurfi fræðslu til þeirra og tryggja að það hafi aðgang að fræðsluefni á sínu móðurmáli. Húsnæðið gamalt og engin sérhæfð farsóttareining Þá eru gerðar nokkrar athugasemdir við húsnæðið sem skipti miklu máli þegar kemur að því að rjúfa smitleið meinvalds. „Húsnæðið er gamalt og það þyrfti að framkvæma sér úttekt hvort það sé hægt að bæta þætti eins og loftræstingu, fjölga einbýlum og salernis-og sturtuaðstöðum fyrir sjúklinga ásamt því að bæta búningsaðstöðu og sameiginleg vinnu-og neyslurými fyrir starfsmenn,“ segir meðal annars. Almennt sé þörf á fleiri herbergjum á Landspítalanum sem hafi neikvæðan loftþrýsting og eins sé þörf á að fjölga einbýlum með sérsalernum. Þá er bent á að spítalinn hefur ekki sérhæfða farsóttareiningu eða farsóttardeild innan stofnunarinnar. Eins er bent á í skýrslunni að skipta þurfi út hlífðar- og skjóltjöldum úr taui sem eru notuð til að stúka af sjúlinga, fyrir skjólveggi sem hægt sé að þrífa með daglegum þrifum stofnunarinnar. Annar möguleiki í stöðunni gæti verið að koma upp miðlægu kerfi þar sem slík hlífðartjöld væru tekin niður og hreinsuð reglulega. Einnig er lagt til að gæðaeftirlit ræstingadeildar verði aukið og bent á að bæta þurfi húsnæðisaðstöðu í sameiginlegri tækjageymslu og lagt til að sérhæfður starfsmaður hafi yfirumsjón með þrifum og sótthreinsun á tækjum. „Hópsýkingin sem kom upp á Landakoti undirstrikar nauðsyn þess að bæta mönnun svo hægt sé að tryggja hólfaskiptingu starfsmanna milli deilda á farsóttartímum. Með þetta sjónarmið í huga þá er sameiginlegur búnaður sem er geymdur inni á mismunandi deildum óheppilegur því það leiðir til þess að starfsmenn séu að fara á milli deilda að sækja sameiginlegan búnað,“ segir einnig í skýrslunni í kaflanum um sóknarfæri. Loks er bent á að bæta þurfi deild starfsmannaheilsuverndar og bent á mikilvægi þess að tryggja að allir starfsmenn séu upplýstir um nýjar verklagsreglur og viti hvar þær sé að finna. Þannig mætti gæðahandbók Landspítala til að mynda vera notendavænni og skýrari. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Framkvæmdastjórn og forstjóri Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar í orði og gjörðum og styrkja þarf stöðu deildarinnar innan stjórnkerfis spítalans. Þá er deildin fámenn og af þeim sökum mátti lítið út af bregða til að starfsemi sýkingavarnadeildarinnar myndi ekki skerðast verulega eftir að undirbúningur hófst vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er meðal þess sem bent er á í kafla um helstu sóknarfæri á sviði sýkingavarna á Landakoti í bráðabirgðaskýrslu um hópsmit covid-19 sem þar kom upp. Skýrslan var kynnt á blaðamannafundi í gær en höfundar skýrslunnar benda á tíu atriði sem betur mættu fara. Þegar faraldurinn hófst þurftu bæði yfirlæknir og deildarstjóri sýkingavarnadeildar að sinna daglegum verkefnum sem og fjölmörgum verkefnum á vegum farsóttarnefndar. Því hafi verið ljóst að ekki mátti mikið út af bregða. Því þurfi að tryggja að almenn grunnstarfsemi deildarinnar geti haldið áfram á álagstímum. Meðal annars sá höfundar skýrslunnar sóknarfæri í því að fjölga starfsfólki sýkingavarnadeildar en hafa verði í huga að sýkingavarnir krefjist sérhæfðar þekkingar og það taki tíma að þjálfa upp stafsfólk. „Styrkja þarf fræðslu og kennslu í sýkingavörnum innan stofnunarinnar. Huga ætti að þáttum eins og að allir starfsmenn fari í gegnum kennsluefni í grundvallaratriðum sýkingavarna og jafnvel þreyti próf sem þeir þurfa að standast einu sinni á ári,“ segir meðal annars í skýrslunni. Þá er bent sérstaklega á að margt starfsfólk Landspítala sé af erlendum uppruna og auka þurfi fræðslu til þeirra og tryggja að það hafi aðgang að fræðsluefni á sínu móðurmáli. Húsnæðið gamalt og engin sérhæfð farsóttareining Þá eru gerðar nokkrar athugasemdir við húsnæðið sem skipti miklu máli þegar kemur að því að rjúfa smitleið meinvalds. „Húsnæðið er gamalt og það þyrfti að framkvæma sér úttekt hvort það sé hægt að bæta þætti eins og loftræstingu, fjölga einbýlum og salernis-og sturtuaðstöðum fyrir sjúklinga ásamt því að bæta búningsaðstöðu og sameiginleg vinnu-og neyslurými fyrir starfsmenn,“ segir meðal annars. Almennt sé þörf á fleiri herbergjum á Landspítalanum sem hafi neikvæðan loftþrýsting og eins sé þörf á að fjölga einbýlum með sérsalernum. Þá er bent á að spítalinn hefur ekki sérhæfða farsóttareiningu eða farsóttardeild innan stofnunarinnar. Eins er bent á í skýrslunni að skipta þurfi út hlífðar- og skjóltjöldum úr taui sem eru notuð til að stúka af sjúlinga, fyrir skjólveggi sem hægt sé að þrífa með daglegum þrifum stofnunarinnar. Annar möguleiki í stöðunni gæti verið að koma upp miðlægu kerfi þar sem slík hlífðartjöld væru tekin niður og hreinsuð reglulega. Einnig er lagt til að gæðaeftirlit ræstingadeildar verði aukið og bent á að bæta þurfi húsnæðisaðstöðu í sameiginlegri tækjageymslu og lagt til að sérhæfður starfsmaður hafi yfirumsjón með þrifum og sótthreinsun á tækjum. „Hópsýkingin sem kom upp á Landakoti undirstrikar nauðsyn þess að bæta mönnun svo hægt sé að tryggja hólfaskiptingu starfsmanna milli deilda á farsóttartímum. Með þetta sjónarmið í huga þá er sameiginlegur búnaður sem er geymdur inni á mismunandi deildum óheppilegur því það leiðir til þess að starfsmenn séu að fara á milli deilda að sækja sameiginlegan búnað,“ segir einnig í skýrslunni í kaflanum um sóknarfæri. Loks er bent á að bæta þurfi deild starfsmannaheilsuverndar og bent á mikilvægi þess að tryggja að allir starfsmenn séu upplýstir um nýjar verklagsreglur og viti hvar þær sé að finna. Þannig mætti gæðahandbók Landspítala til að mynda vera notendavænni og skýrari.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira