Fyrirliðinn fór fögrum orðum um Hamrén sem hættir að loknum leiknum gegn Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2020 10:15 Aron Einar segir Hamrén hafa bætt íslenska liðið og samstarf þeirra hafi alltaf verið mjög gott. VÍSIR/VILHELM Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. Blaðamannafund Íslands má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Hamrén tilkynnti blaðamönnum að hann myndi hætta sem landsliðsþjálfari Íslands að loknum leikjunum tveimur gegn Danmörku og Englandi í Þjóðadeildinni. Markmiðið hefði alltaf verið að hætta eftir Evrópumótið sem fram fer næsta sumar en þar sem Íslandi mistókst að tryggja sér sæti þar þá hafi hann ákveðið að stíga til hliðar. Aron Einar, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagði Hamrén ekki vilja langar kveðjuræður en þakkaði honum þó kærilega fyrir samstarfið. Fyrirliðinn sagði það bæði og erfitt, ekki að það hafi verið erfitt að vinna með Hamrén heldur erfitt fyrir hann að koma inn á þeim tímapunkti sem hann gerði. Lykilmenn liðsins hefðu verið mikið meiddir og mögulega að spila lítið hjá félagsliðum sínum. Þá hrósaði hann Hamrén fyrir að bæta leikmenn mikið og að bæði Hamrén og Freyr Alexandersson [aðstoðarþjálfari] hefðu unnið hart að sér í þeim verkefnum sem þeir höfðu fengið. Aron sagði að samstarf Hamrén og leikmanna hefði alla tíð verið frábært og að þjálfarinn viti að leikmenn munu sjá á eftir honum. „Hann veit hvernig mér líður með að hann sé að hætta.“ Að lokum sagði Aron að leikmenn væru svekktir að Hamrén væri að hætta en lífið héldi áfram. Það væri stutt í undankeppni HM og að leikmenn þyrftu að fara einbeita sér að henni fljótlega. Klippa: Hamrén tilkynnir að hann sé hættur Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Dönum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 09:30 Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. Blaðamannafund Íslands má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Hamrén tilkynnti blaðamönnum að hann myndi hætta sem landsliðsþjálfari Íslands að loknum leikjunum tveimur gegn Danmörku og Englandi í Þjóðadeildinni. Markmiðið hefði alltaf verið að hætta eftir Evrópumótið sem fram fer næsta sumar en þar sem Íslandi mistókst að tryggja sér sæti þar þá hafi hann ákveðið að stíga til hliðar. Aron Einar, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagði Hamrén ekki vilja langar kveðjuræður en þakkaði honum þó kærilega fyrir samstarfið. Fyrirliðinn sagði það bæði og erfitt, ekki að það hafi verið erfitt að vinna með Hamrén heldur erfitt fyrir hann að koma inn á þeim tímapunkti sem hann gerði. Lykilmenn liðsins hefðu verið mikið meiddir og mögulega að spila lítið hjá félagsliðum sínum. Þá hrósaði hann Hamrén fyrir að bæta leikmenn mikið og að bæði Hamrén og Freyr Alexandersson [aðstoðarþjálfari] hefðu unnið hart að sér í þeim verkefnum sem þeir höfðu fengið. Aron sagði að samstarf Hamrén og leikmanna hefði alla tíð verið frábært og að þjálfarinn viti að leikmenn munu sjá á eftir honum. „Hann veit hvernig mér líður með að hann sé að hætta.“ Að lokum sagði Aron að leikmenn væru svekktir að Hamrén væri að hætta en lífið héldi áfram. Það væri stutt í undankeppni HM og að leikmenn þyrftu að fara einbeita sér að henni fljótlega. Klippa: Hamrén tilkynnir að hann sé hættur
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Dönum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 09:30 Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Dönum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 09:30
Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36