Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Birgir Olgeirsson skrifar 14. nóvember 2020 22:01 Reynir Vilhjálmsson, landslagsarkitekt. Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. Reynir Vilhjálmsson hefur á ferli sínum hannað nokkur af helstu útivistarsvæðum Reykjavíkurborgar. Þar á meðal Miklatún, Fossvogsdal og Laugardal. Hann átti þátt í skipulagi Árbæjar- og Bakkahverfanna, en Árbæjarlónið sáluga skildi þau hverfi að. Orkuveitan ákvað að tæma lónið til frambúðar því árlegar tæmingar vegna laxgengdar þóttu ekki æskilegar lífríkinu. Reynir er verulega ósáttur. „Ég er ekki einn um þá skoðun. Allir mínir nágrannar eru nákvæmlega sömu skoðunar. Sumir alveg miður sín og hefur haft talsverð áhrif á geðheilsu okkar hérna,“ segir Reynir. Það hafi verið stór hluti af lífi íbúa að fylgjast með álftum vaxa og dafna við lónið. „Árbæjarlóninu fylgir svo mikið lífríki og er svo mikill partur af því að búa hérna. Álftin er eins og gamall frændi sem kemur alltaf á vorin. Og við fylgjumst mjög vel með hvernig henni vegnar. Hvað hún kemur upp mörgum ungum. Svo er hún viðloðandi allan veturinn. Nú sjáum við enga álft. Hún myndi vera á lóninu ef það væri ekki tæmt.“ Hann segir lýðheilsu íbúa svæðisins byggja á náttúrufari í dalnum. „Þegar þú syndir í Árbæjarlaug þá horfir þú niður dalinn og endar niður í þessu lóni. Þú gengur stígana fyrir ofan, undir til dæmis Breiðholtshvarfinu, og horfir niður, þá liggur lónið þarna og breiðir úr sér og það kemur ró yfir sviði. Þú veist það að vatnsflöturinn sækir himininn niður í sig og þannig færðu miklu stærra svið. Þetta hefur geysileg umhverfisáhrif að tæma lónið.“ Stíflan er 100 ára gömul og telur Reynir hana eigi að vernda. „Nú er þetta mannvirki allt friðað og ég spyr bara: Er lónið ekki partur af þessu mannvirki? Getur maður ráðist á svona mannvirki og tæmt það?“ Hann bendir einnig á að þó rafstöðin sem fylgir stíflunni sé ekki keyrð lengur, þá geti komandi tímar þurft á því að halda. „Það eru öll tæki til staðar til að halda raforkunni. Þó það væri ekki bara nema sem sýningargrip. Þetta er ein af okkur stærstu og merkustu minjum um byggð á Reykjavíkursvæðinu. Árbæjarsafnið er hérna við hliðina. Lónið, og rafstöðin og tengingin þar á milli með falltoppnum, þetta þarf að horfa á í samhengi.“ Reykjavík Umhverfismál Orkumál Skipulag Tengdar fréttir Álftarparið á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn Álftarparið sem heldur til á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn. Hræ, sem virðist vera af álftarunga, má sjá liggja hálfmarandi í kafi í árkvísl við Árbæjarstíflu. 14. júlí 2020 23:31 Álftin á Árbæjarlóni rekur gæsirnar burt Álftarparið á Árbæjarlóni er sérlegur gleðigjafi þeirra sem leið eiga um Elliðaárdal þessa dagana, en um þetta leyti árs kemur venjulega í ljós hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 11. júní 2019 22:55 Þrír álftarungar á Árbæjarlóni Íbúar hverfanna við Elliðaárdal, sem reglulega ganga um dalinn, fylgjast jafnan spenntir með varpi álftarparsins við Árbæjarlón á vorin og í sumarbyrjun, hvort og hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 31. maí 2019 15:43 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. Reynir Vilhjálmsson hefur á ferli sínum hannað nokkur af helstu útivistarsvæðum Reykjavíkurborgar. Þar á meðal Miklatún, Fossvogsdal og Laugardal. Hann átti þátt í skipulagi Árbæjar- og Bakkahverfanna, en Árbæjarlónið sáluga skildi þau hverfi að. Orkuveitan ákvað að tæma lónið til frambúðar því árlegar tæmingar vegna laxgengdar þóttu ekki æskilegar lífríkinu. Reynir er verulega ósáttur. „Ég er ekki einn um þá skoðun. Allir mínir nágrannar eru nákvæmlega sömu skoðunar. Sumir alveg miður sín og hefur haft talsverð áhrif á geðheilsu okkar hérna,“ segir Reynir. Það hafi verið stór hluti af lífi íbúa að fylgjast með álftum vaxa og dafna við lónið. „Árbæjarlóninu fylgir svo mikið lífríki og er svo mikill partur af því að búa hérna. Álftin er eins og gamall frændi sem kemur alltaf á vorin. Og við fylgjumst mjög vel með hvernig henni vegnar. Hvað hún kemur upp mörgum ungum. Svo er hún viðloðandi allan veturinn. Nú sjáum við enga álft. Hún myndi vera á lóninu ef það væri ekki tæmt.“ Hann segir lýðheilsu íbúa svæðisins byggja á náttúrufari í dalnum. „Þegar þú syndir í Árbæjarlaug þá horfir þú niður dalinn og endar niður í þessu lóni. Þú gengur stígana fyrir ofan, undir til dæmis Breiðholtshvarfinu, og horfir niður, þá liggur lónið þarna og breiðir úr sér og það kemur ró yfir sviði. Þú veist það að vatnsflöturinn sækir himininn niður í sig og þannig færðu miklu stærra svið. Þetta hefur geysileg umhverfisáhrif að tæma lónið.“ Stíflan er 100 ára gömul og telur Reynir hana eigi að vernda. „Nú er þetta mannvirki allt friðað og ég spyr bara: Er lónið ekki partur af þessu mannvirki? Getur maður ráðist á svona mannvirki og tæmt það?“ Hann bendir einnig á að þó rafstöðin sem fylgir stíflunni sé ekki keyrð lengur, þá geti komandi tímar þurft á því að halda. „Það eru öll tæki til staðar til að halda raforkunni. Þó það væri ekki bara nema sem sýningargrip. Þetta er ein af okkur stærstu og merkustu minjum um byggð á Reykjavíkursvæðinu. Árbæjarsafnið er hérna við hliðina. Lónið, og rafstöðin og tengingin þar á milli með falltoppnum, þetta þarf að horfa á í samhengi.“
Reykjavík Umhverfismál Orkumál Skipulag Tengdar fréttir Álftarparið á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn Álftarparið sem heldur til á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn. Hræ, sem virðist vera af álftarunga, má sjá liggja hálfmarandi í kafi í árkvísl við Árbæjarstíflu. 14. júlí 2020 23:31 Álftin á Árbæjarlóni rekur gæsirnar burt Álftarparið á Árbæjarlóni er sérlegur gleðigjafi þeirra sem leið eiga um Elliðaárdal þessa dagana, en um þetta leyti árs kemur venjulega í ljós hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 11. júní 2019 22:55 Þrír álftarungar á Árbæjarlóni Íbúar hverfanna við Elliðaárdal, sem reglulega ganga um dalinn, fylgjast jafnan spenntir með varpi álftarparsins við Árbæjarlón á vorin og í sumarbyrjun, hvort og hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 31. maí 2019 15:43 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Álftarparið á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn Álftarparið sem heldur til á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn. Hræ, sem virðist vera af álftarunga, má sjá liggja hálfmarandi í kafi í árkvísl við Árbæjarstíflu. 14. júlí 2020 23:31
Álftin á Árbæjarlóni rekur gæsirnar burt Álftarparið á Árbæjarlóni er sérlegur gleðigjafi þeirra sem leið eiga um Elliðaárdal þessa dagana, en um þetta leyti árs kemur venjulega í ljós hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 11. júní 2019 22:55
Þrír álftarungar á Árbæjarlóni Íbúar hverfanna við Elliðaárdal, sem reglulega ganga um dalinn, fylgjast jafnan spenntir með varpi álftarparsins við Árbæjarlón á vorin og í sumarbyrjun, hvort og hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 31. maí 2019 15:43