Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2020 23:31 Jared Kushner hefur verið prímus mótor í baráttu Trump um að halda Hvíta húsinu. epa/Jim Lo Scalzo „[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ Þetta hefur CNN eftir Jill Kargman, rithöfundi og dóttur fyrrum stjórnarformanns Chanel, um endurkomu Ivönku Trump, dóttur Donald Trump Bandaríkjaforseta, og Jared Kushner, eiginmanns Ivönku og ráðgjafa forsetans, til New York. Kargman hefur verið virkur þátttakandi í félagslífi ríka fólksins í borginni og sótt fjölda viðburða þar sem Ivanka og Jared voru meðal viðstaddra. Hillary Clinton hlaut yfirburðastuðning Manhattan-búa árið 2016 og Ivanka og Jared virðast ekki þau vinsælustu í borginni um þessar mundir.epa/Justin Lane Áður en hjónin fluttu til Washington umgengust þau þotulið New York og sóttu alla flottustu viðburðina. CNN segir hins vegar alls óvíst að þau eigi afturkvæmt til borgarinnar, þar sem 9 af hverju 10 íbúum Manhattan kaus Hillary Clinton árið 2016. New Jersey eða Flórída? Parið fékk smjörþefinn af stemningunni þegar Lincoln-verkefnið svokallað kostaði risastóra auglýsingu á Times Square þar sem sjá mátti sjá brosandi Ivönku og Jared við hlið tölfræði um fjölda látinna í Covid-19 faraldrinum. Þá var myndin sett á flutningabifreiðar sem hringsóluðu hringinn í kringum Trump Tower. Hjónin eiga stóra íbúð í einu af dýrari hverfum borgarinnar en CNN hefur eftir heimildamanni að þau kunni að verja meiri tíma í New Jersey eða Flórída þegar dvöl Trump í Hvíta húsinu tekur enda. Ivanka og Jared hafa verið tíðir gestir á Met-galakvöldinu. Sú sem ræður gestalistanum er Anna Wintour, hinn alræmdi ritstjóri Vogue. Hún er harður demókrati og menn velta því nú fyrir sér hvort parið verður áfram velkomið.epa/Justin Lane Flórídaríki er sagt upplögð bækistöð fyrir Ivönku ef hún hefur hug á því að leita frama í stjórnmálum. Samkvæmt öðrum heimildamanni er ekki líklegt að Ivanka og Jared dvelji til lengri tíma í Mar-a-Lago, þar sem Ivanka á gestahús, þar sem forsetinn er mjög hrifinn af staðnum en samband Melaniu, eiginkonu hans, og Ivönku er stirt. Þá er talið ólíklegt að þau verði áfram í Washington. „Þau þekkja bara að vera við völd í DC,“ segir háttsettur repúblikani. „Bíddu bara þangað til þau fatta að það er engin að fara að svara í símann þegar þau hringja.“ Fjárhagurinn kann að ráða för Talsmenn Ivönku og Jared vildu ekki tjá sig um framtíðaráform þeirra þegar eftir því var leitað. Starfsmaður í Hvíta húsinu sagði gnótt tækifæra bíða Jared en það væri of snemmt að spá og spegúlera um hvað hann tæki sér fyrir hendur. Talið er víst að Ivanka hafi pólitískan metnað. Hún var eitt sinn álitin rödd skynseminnar í Trump-fjölskyldunni en þykir nú hafa tileinkað sér MAGA-fárið sem skapast hefur kringum föður hennar.epa/Michael Reynolds CNN segir líklegt að Charles Kushner, faðir Jared, geri ráð fyrir að hann taki aftur virkan þátt í fyrirtækjarekstri fjölskyldunnar eftir að forsetatíð tengdaföður hans rennur sitt skeið. Þá er bent á að í störfum sínum fyrir Hvíta húsið hafi Jared myndað margvísleg sambönd við aðila í Mið-Austurlöndum. Ivanka sagði sig frá öllum störfum fyrir Trump-samsteypuna þegar faðir hennar var kjörinn forseti en fær engu að síður greiðslur frá ýmsum fyrirtækjum innan samstæðunnar, t.d. Trump International Hotel Washington D.C., þar sem heilsulindin ber nafn hennar. Fjárhagsleg staða kann að verða þáttur í ákvörðun þeirrra um framtíðina þar sem Jared hefur tekið a.m.k. 30 milljónir dala að láni frá því að hann hóf störf í Hvíta húsinu en umrædd lán eru á gjalddaga 2022. Þá á Ivanka yfir höfði sér dómsmál í New York vegna markaðsmisnotkunar. Umfjöllun CNN. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
„[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ Þetta hefur CNN eftir Jill Kargman, rithöfundi og dóttur fyrrum stjórnarformanns Chanel, um endurkomu Ivönku Trump, dóttur Donald Trump Bandaríkjaforseta, og Jared Kushner, eiginmanns Ivönku og ráðgjafa forsetans, til New York. Kargman hefur verið virkur þátttakandi í félagslífi ríka fólksins í borginni og sótt fjölda viðburða þar sem Ivanka og Jared voru meðal viðstaddra. Hillary Clinton hlaut yfirburðastuðning Manhattan-búa árið 2016 og Ivanka og Jared virðast ekki þau vinsælustu í borginni um þessar mundir.epa/Justin Lane Áður en hjónin fluttu til Washington umgengust þau þotulið New York og sóttu alla flottustu viðburðina. CNN segir hins vegar alls óvíst að þau eigi afturkvæmt til borgarinnar, þar sem 9 af hverju 10 íbúum Manhattan kaus Hillary Clinton árið 2016. New Jersey eða Flórída? Parið fékk smjörþefinn af stemningunni þegar Lincoln-verkefnið svokallað kostaði risastóra auglýsingu á Times Square þar sem sjá mátti sjá brosandi Ivönku og Jared við hlið tölfræði um fjölda látinna í Covid-19 faraldrinum. Þá var myndin sett á flutningabifreiðar sem hringsóluðu hringinn í kringum Trump Tower. Hjónin eiga stóra íbúð í einu af dýrari hverfum borgarinnar en CNN hefur eftir heimildamanni að þau kunni að verja meiri tíma í New Jersey eða Flórída þegar dvöl Trump í Hvíta húsinu tekur enda. Ivanka og Jared hafa verið tíðir gestir á Met-galakvöldinu. Sú sem ræður gestalistanum er Anna Wintour, hinn alræmdi ritstjóri Vogue. Hún er harður demókrati og menn velta því nú fyrir sér hvort parið verður áfram velkomið.epa/Justin Lane Flórídaríki er sagt upplögð bækistöð fyrir Ivönku ef hún hefur hug á því að leita frama í stjórnmálum. Samkvæmt öðrum heimildamanni er ekki líklegt að Ivanka og Jared dvelji til lengri tíma í Mar-a-Lago, þar sem Ivanka á gestahús, þar sem forsetinn er mjög hrifinn af staðnum en samband Melaniu, eiginkonu hans, og Ivönku er stirt. Þá er talið ólíklegt að þau verði áfram í Washington. „Þau þekkja bara að vera við völd í DC,“ segir háttsettur repúblikani. „Bíddu bara þangað til þau fatta að það er engin að fara að svara í símann þegar þau hringja.“ Fjárhagurinn kann að ráða för Talsmenn Ivönku og Jared vildu ekki tjá sig um framtíðaráform þeirra þegar eftir því var leitað. Starfsmaður í Hvíta húsinu sagði gnótt tækifæra bíða Jared en það væri of snemmt að spá og spegúlera um hvað hann tæki sér fyrir hendur. Talið er víst að Ivanka hafi pólitískan metnað. Hún var eitt sinn álitin rödd skynseminnar í Trump-fjölskyldunni en þykir nú hafa tileinkað sér MAGA-fárið sem skapast hefur kringum föður hennar.epa/Michael Reynolds CNN segir líklegt að Charles Kushner, faðir Jared, geri ráð fyrir að hann taki aftur virkan þátt í fyrirtækjarekstri fjölskyldunnar eftir að forsetatíð tengdaföður hans rennur sitt skeið. Þá er bent á að í störfum sínum fyrir Hvíta húsið hafi Jared myndað margvísleg sambönd við aðila í Mið-Austurlöndum. Ivanka sagði sig frá öllum störfum fyrir Trump-samsteypuna þegar faðir hennar var kjörinn forseti en fær engu að síður greiðslur frá ýmsum fyrirtækjum innan samstæðunnar, t.d. Trump International Hotel Washington D.C., þar sem heilsulindin ber nafn hennar. Fjárhagsleg staða kann að verða þáttur í ákvörðun þeirrra um framtíðina þar sem Jared hefur tekið a.m.k. 30 milljónir dala að láni frá því að hann hóf störf í Hvíta húsinu en umrædd lán eru á gjalddaga 2022. Þá á Ivanka yfir höfði sér dómsmál í New York vegna markaðsmisnotkunar. Umfjöllun CNN.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira