Sverrir Ingi: Held að dómarinn hafi flautað þennan leik frá okkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. nóvember 2020 22:09 Sverrir Ingi í baráttunni í kvöld. Lars Ronbog/Getty Images Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var mjög ósáttur með 2-1 tap Íslands á Parken í Þjóðadeildinni í knattspyrnu. Fannst Sverri Inga halla verulega á Ísland er dómgæslu varðar í leiknum. „Þetta er mjög svekkjandi. Við vorum mun líklegri til að vinna leikinn eftir að við jöfnum en þeir fá vítaspyrnu í restina sem ég er ekki búinn að sjá aftur. Fannst hún mjög ódýr og ég veit ekki alveg hvað Hörður Björgvin (Magnússon) á að gera við hendina á sér, hann er svona 30 sentimetra frá honum.“ „Svo hef ég heyrt að fyrra vítið hafi verið pjúra rangstaða þannig að ég held bara að dómarinn hafi flautað leikinn frá okkur,“ sagði súr Sverrir Ingi í leikslok. „Við vorum í vandræðum fyrstu tuttugu mínútur leiksins, unnum okkur svo vel inn í leikinn og pressuðum þá virkilega vel í seinni hálfleik. Skorum á endanum frábært mark og erum bara mun líklegri til að vinna leikinn ef eitthvað er. Okkur leið virkilega vel á vellinum, vorum inn í leiknum og það er bara drullufúlt að tapa þessu,“ sagði miðvörðurinn öflugi um leikinn í heild sinni. Um breiddina í liðinu „Það kom fullt af mönnum inn í liðið í dag, stigu upp og gerðu vel. Við sem höfum verið að spila minna undanfarin ár þurfum að nýta tækifærið þegar við komum inn og gefa af okkur. Við erum að spila þrjá leiki á aðeins sex dögum svo við verðum að nýta hópinn,:“ „Við erum með meiri breidd en oft áður. Þurfum samt að halda áfram, við eigum virkilega erfiðan leik á miðvikudag en getum það með okkur í þann leik að frammistaðan í kvöld var mjög góð,“ sagði Sverrir Ingi að lokum. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Leik lokið: Danmörk - Ísland 2-1 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu í Þjóðadeildinni Annan leikinn í röð fékk Ísland á sig sigurmark í uppbótartíma. Strákarnir urðu að sætta sig við 2-1 tap fyrir Dani. 15. nóvember 2020 21:38 Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39 Hamrén: Viðar hlustaði á mig Svíinn kvaðst stoltur af íslenska landsliðinu þrátt fyrir tapið fyrir því danska á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 22:04 Viðar Örn: Þeir refsa ef þú gerir ein mistök Markaskorari Íslands var súr eftir tapið gegn Dönum en Viðar Örn Kjartansson var á því að Ísland hefði átt allavega stig skilið úr leik kvöldsins sem tapaðist 2-1. 15. nóvember 2020 21:57 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var mjög ósáttur með 2-1 tap Íslands á Parken í Þjóðadeildinni í knattspyrnu. Fannst Sverri Inga halla verulega á Ísland er dómgæslu varðar í leiknum. „Þetta er mjög svekkjandi. Við vorum mun líklegri til að vinna leikinn eftir að við jöfnum en þeir fá vítaspyrnu í restina sem ég er ekki búinn að sjá aftur. Fannst hún mjög ódýr og ég veit ekki alveg hvað Hörður Björgvin (Magnússon) á að gera við hendina á sér, hann er svona 30 sentimetra frá honum.“ „Svo hef ég heyrt að fyrra vítið hafi verið pjúra rangstaða þannig að ég held bara að dómarinn hafi flautað leikinn frá okkur,“ sagði súr Sverrir Ingi í leikslok. „Við vorum í vandræðum fyrstu tuttugu mínútur leiksins, unnum okkur svo vel inn í leikinn og pressuðum þá virkilega vel í seinni hálfleik. Skorum á endanum frábært mark og erum bara mun líklegri til að vinna leikinn ef eitthvað er. Okkur leið virkilega vel á vellinum, vorum inn í leiknum og það er bara drullufúlt að tapa þessu,“ sagði miðvörðurinn öflugi um leikinn í heild sinni. Um breiddina í liðinu „Það kom fullt af mönnum inn í liðið í dag, stigu upp og gerðu vel. Við sem höfum verið að spila minna undanfarin ár þurfum að nýta tækifærið þegar við komum inn og gefa af okkur. Við erum að spila þrjá leiki á aðeins sex dögum svo við verðum að nýta hópinn,:“ „Við erum með meiri breidd en oft áður. Þurfum samt að halda áfram, við eigum virkilega erfiðan leik á miðvikudag en getum það með okkur í þann leik að frammistaðan í kvöld var mjög góð,“ sagði Sverrir Ingi að lokum.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Leik lokið: Danmörk - Ísland 2-1 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu í Þjóðadeildinni Annan leikinn í röð fékk Ísland á sig sigurmark í uppbótartíma. Strákarnir urðu að sætta sig við 2-1 tap fyrir Dani. 15. nóvember 2020 21:38 Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39 Hamrén: Viðar hlustaði á mig Svíinn kvaðst stoltur af íslenska landsliðinu þrátt fyrir tapið fyrir því danska á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 22:04 Viðar Örn: Þeir refsa ef þú gerir ein mistök Markaskorari Íslands var súr eftir tapið gegn Dönum en Viðar Örn Kjartansson var á því að Ísland hefði átt allavega stig skilið úr leik kvöldsins sem tapaðist 2-1. 15. nóvember 2020 21:57 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Leik lokið: Danmörk - Ísland 2-1 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu í Þjóðadeildinni Annan leikinn í röð fékk Ísland á sig sigurmark í uppbótartíma. Strákarnir urðu að sætta sig við 2-1 tap fyrir Dani. 15. nóvember 2020 21:38
Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39
Hamrén: Viðar hlustaði á mig Svíinn kvaðst stoltur af íslenska landsliðinu þrátt fyrir tapið fyrir því danska á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 22:04
Viðar Örn: Þeir refsa ef þú gerir ein mistök Markaskorari Íslands var súr eftir tapið gegn Dönum en Viðar Örn Kjartansson var á því að Ísland hefði átt allavega stig skilið úr leik kvöldsins sem tapaðist 2-1. 15. nóvember 2020 21:57