Lestur landsmanna eykst milli ára Atli Ísleifsson skrifar 16. nóvember 2020 07:40 Könnunin sýnir að afkastamestu lesendurnir séu konur og barnafjölskyldur. Getty Landsmenn virðast lesa og hlusta meira á bækur í ár en í fyrra samkvæmt niðurstöðum könnunar Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Meðalfjöldi lesinna bóka er nú 2,5 á mánuði samanborið við 2,3 í fyrra. Könnunin sýnir að fleiri lesa nú eingöngu eða oftar á íslensku en í fyrri könnunum. Eru áhrif heimsfaraldurs merkjanleg á lestrarvenjur fólks; fólk á öllum aldri les meira núna en fyrir heimsfaraldurinn. Niðurstöður könnunarinnar eru birtar í dag, degi íslenskrar tungu. Í tilkynningu frá Miðstöð íslenskra bókmennta segir að könnunin á lestrarvenjum landsmanna hafi verið gerð í samvinnu við helstu aðila á bókmennasviðinu. „Niðurstöðurnar sýna að lestur hefur heldur aukist frá fyrra ári, sérstaklega notkun hljóðbóka. Afkastamestu lesendurnir eru konur og barnafjölskyldur. Yfirgnæfandi meirihluti telur opinberan stuðning við bókmenntir mikilvægan og greinilegt er að bókaauglýsingar, umfjöllun í fjölmiðlum og samtal um bækur hefur mikil áhrif á hvað fólk les. Meðalfjöldi lesinna bóka var 2,5 bækur á mánuði í samanburði við 2,3 bækur að meðaltali í lestrarkönnun í fyrra. Hlustun á hljóðbækur er meiri nú en í könnun frá fyrra ári. Svarendur með tvö eða fleiri börn á heimili lásu fleiri bækur en þeir sem ekki eru með börn á heimilinu og sami hópur notar mest bókasöfn. Heldur fleiri lesa nú eingöngu eða oftar á íslensku en öðrum tungumálum. Um 80% svarenda telur mikilvægt að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku. Aldurshópurinn 18 til 35 ára les oftar en aðrir aldurshópar á öðru tungumáli en íslensku. Mikill meirihluti þjóðarinnar eða um 76% svarenda telja mikilvægt að íslenskar bókmenntir hafi aðgang að opinberum stuðningi. Yfir helmingur svarenda fær hugmyndir að lesefni úr auglýsingum, umfjöllun í fjölmiðlum og frá vinum og ættingjum. Um helmingur landsmanna nýtir sér þjónustu bókasafna. 18% þeirra sem lesa hefðbundnar bækur, lesa meira núna en fyrir Covid-19, sem og 24% fólks á eftirlaunaaldri. Og 36% þeirra sem nota hljóðbækur hlusta meira núna en fyrir Covid-19.“ Konur lesa meira Á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta kemur fram að könnunin sýni að 72 prósent svarenda hafi lesið eða hlustað á bók eða bækur á síðastliðnum 30 dögum, samanborið við 66 prósent í fyrra. „Meðalfjöldi lesinna bóka á mánuði var 2,5 bækur í samanburði við 2,3 bækur að meðaltali í lestrarkönnun í fyrra og 2 bækur að meðaltali í lestrarkönnun fyrir tveimur árum. Konur lesa fleiri bækur en karlar, eða að jafnaði 3,1 bók og karlar 1,9 bók á mánuði. Lestur karla hefur þó aukist milli ára á meðan lestur kvenna hefur staðið í stað. Um 78% kvenna höfðu lesið eða hlustað á bók/bækur en 65% karla höfðu lesið eða hlustað á bók/bækur síðastliðna 30 daga,“ segir í tilkynningunni. Zenter rannsóknir framkvæmdi könnunina og hún fór fram dagana 6. til 11. nóvember 2020. Úrtakið var 2.200 (einstaklingar 18 ára og eldri) og var svarhlutfallið 51 prósent. Íslenska á tækniöld Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Landsmenn virðast lesa og hlusta meira á bækur í ár en í fyrra samkvæmt niðurstöðum könnunar Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Meðalfjöldi lesinna bóka er nú 2,5 á mánuði samanborið við 2,3 í fyrra. Könnunin sýnir að fleiri lesa nú eingöngu eða oftar á íslensku en í fyrri könnunum. Eru áhrif heimsfaraldurs merkjanleg á lestrarvenjur fólks; fólk á öllum aldri les meira núna en fyrir heimsfaraldurinn. Niðurstöður könnunarinnar eru birtar í dag, degi íslenskrar tungu. Í tilkynningu frá Miðstöð íslenskra bókmennta segir að könnunin á lestrarvenjum landsmanna hafi verið gerð í samvinnu við helstu aðila á bókmennasviðinu. „Niðurstöðurnar sýna að lestur hefur heldur aukist frá fyrra ári, sérstaklega notkun hljóðbóka. Afkastamestu lesendurnir eru konur og barnafjölskyldur. Yfirgnæfandi meirihluti telur opinberan stuðning við bókmenntir mikilvægan og greinilegt er að bókaauglýsingar, umfjöllun í fjölmiðlum og samtal um bækur hefur mikil áhrif á hvað fólk les. Meðalfjöldi lesinna bóka var 2,5 bækur á mánuði í samanburði við 2,3 bækur að meðaltali í lestrarkönnun í fyrra. Hlustun á hljóðbækur er meiri nú en í könnun frá fyrra ári. Svarendur með tvö eða fleiri börn á heimili lásu fleiri bækur en þeir sem ekki eru með börn á heimilinu og sami hópur notar mest bókasöfn. Heldur fleiri lesa nú eingöngu eða oftar á íslensku en öðrum tungumálum. Um 80% svarenda telur mikilvægt að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku. Aldurshópurinn 18 til 35 ára les oftar en aðrir aldurshópar á öðru tungumáli en íslensku. Mikill meirihluti þjóðarinnar eða um 76% svarenda telja mikilvægt að íslenskar bókmenntir hafi aðgang að opinberum stuðningi. Yfir helmingur svarenda fær hugmyndir að lesefni úr auglýsingum, umfjöllun í fjölmiðlum og frá vinum og ættingjum. Um helmingur landsmanna nýtir sér þjónustu bókasafna. 18% þeirra sem lesa hefðbundnar bækur, lesa meira núna en fyrir Covid-19, sem og 24% fólks á eftirlaunaaldri. Og 36% þeirra sem nota hljóðbækur hlusta meira núna en fyrir Covid-19.“ Konur lesa meira Á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta kemur fram að könnunin sýni að 72 prósent svarenda hafi lesið eða hlustað á bók eða bækur á síðastliðnum 30 dögum, samanborið við 66 prósent í fyrra. „Meðalfjöldi lesinna bóka á mánuði var 2,5 bækur í samanburði við 2,3 bækur að meðaltali í lestrarkönnun í fyrra og 2 bækur að meðaltali í lestrarkönnun fyrir tveimur árum. Konur lesa fleiri bækur en karlar, eða að jafnaði 3,1 bók og karlar 1,9 bók á mánuði. Lestur karla hefur þó aukist milli ára á meðan lestur kvenna hefur staðið í stað. Um 78% kvenna höfðu lesið eða hlustað á bók/bækur en 65% karla höfðu lesið eða hlustað á bók/bækur síðastliðna 30 daga,“ segir í tilkynningunni. Zenter rannsóknir framkvæmdi könnunina og hún fór fram dagana 6. til 11. nóvember 2020. Úrtakið var 2.200 (einstaklingar 18 ára og eldri) og var svarhlutfallið 51 prósent.
Íslenska á tækniöld Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira