Helgi Valur spilar fertugur í Pepsi Max: Engin pressa frá konunni um að hætta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 10:30 Helgi Valur Daníelsson náði aðeins að spila þrjá leiki með Fylki í Pepsi Max deild karla sumarið 2020 en hann fótbrotnaði í leik á móti Gróttu. Vísir/Vilhelm Margir héldu að fótboltaferill Helga Vals Daníelssonar væri á enda þegar hann fótbrotnaði illa í leik í Pepsi Max deildinni síðasta sumar. Guðjón Guðmundsson hitti Helga Val og fékk vita meira um ákvörðun hans að spila með Fylki í Pepsi Max deild karla sumarið 2021. Helgi Valur Daníelsson heldur upp á fertugsafmælið í júlí í sumar og mun því væntanlega spila í Pepsi Max deildinni á fimmtugsaldri. Hann tók stóra ákvörðun með að snúa aftur og taka eitt tímabil í viðbót en af hverju? „Það var fyrst og fremst svekkelsi að missa í rauninni af öllu tímabilinu eftir að hafa gengið í gegnum langan vetur og vor með allt sem var í gangi. Ég var ótrúlega spenntur fyrir sumrinu og það var gaman að spila síðast sumar sem gekk vel,“ sagði Helgi Valur. „Mér fannst liðið vera á réttri leið og fannst að þetta ætti eftir að vera gott sumar sem það svo varð. Mér fannst leiðinlegt að taka ekki þátt eins mikið og ég gat. Ég lít því á næsta sumar sem möguleika á að njóta þess að spila aftur,“ sagði Helgi Valur. Helgi Valur spilaði á sínum tíma 33 landsleiki fyrir Íslands en hann kom heim árið 2018 eftir farsælan feril í atvinnumennsku. Hann hafði þá ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þá heillaði að taka slaginn með Fylki. En var það erfið ákvörðun? Helgi Valur Daníelsson borinn fótbrotinn af velli í Gróttuleiknum í sumar.Vísir/Vilhelm „Nei í rauninni ekki. Ég var búinn að vera að pæla í því í tvö ár að hætta. Það er erfitt að skipta alveg þegar maður er búinn að vera í fótbolta allt sitt líf. Ég hékk í þessu á meðan ég fékk fína samninga og ég reyndi að njóta þess en ég bara gerði það ekki,“ sagði Helgi Valur. „Það er kannski ástæðan fyrir því að ég hef svo gaman af þessu núna að maður getur bara spilað í X mörg ár í fótbolta og ég hef því notið þess enn meira eftir að ég byrjaði aftur,“ sagði Helgi Valur. Það er ekki létt verk fyrir 39 ára gamlan mann að halda sér í standi. „Ég held að þetta sé nú að breytast og að menn geti alveg spilað lengur. Það er haldið vel utan um leikmenn og á meðan álagið er rétt þá eru aðstæðurnar þannig að menn geta spilað ef þeir hafa hug til þess. Eins og er þá er ég í réttu standi andlega til þess að spila áfram. Það er engin pressa að heiman frá konunni að hætta. Ég held að þetta gangi alveg þó að ég sé 39 ára,“ sagði Helgi Valur. Er þetta þá hugarástand? „Menn verða kannski þreyttir og það er pressa frá öðrum hlutum í lífinu varðandi vinnu og fjölskyldu sem fær menn til að missa áhugann. Sem ég gerði á sínum tíma en meðan maður er í réttu hugarástandi þá getur maður haldið áfram,“ sagði Helgi Valur. Helgi Valur spilar áfram á næsta tímabili! #FylkirStoltirAlltaf https://t.co/3SqclxqOBW pic.twitter.com/aOaM6laS3j— Fylkir FC (@FylkirFC) November 9, 2020 Hvernig sér Helgi Valur Fylkisliðið fyrir sér á næsta sumri? „Ég er búinn að vera mjög ánægður með þjálfarteymið eftir að þeir komu og uppbygginguna. Þeir eru að finna stráka sem eru að koma til okkar frá minni liðum. Við fengum Dodda frá Vesta (Þórður Gunnar Hafþórsson) og Arnór Gauta (Jónsson) frá Aftureldingu og fleiri. Við erum með mjög spennandi leikmann eins og Bretann Djair. Ég sé að við getum tekið skref fram á við á næsta tímabili,“ sagði Helgi Valur og bætti við: „Ég veit ekki alveg með Óla (Ólaf Inga Skúlason) hvort að hann sé hættur eða ekki. Ég vona að hann haldi áfram en verður í kringum þetta áfram sem þjálfari. Það fer smá reynsla þar ég held að við höfum gott að því að hafa náð að spila á svo mörgum ungum leikmönnum. Þess vegna tel ég að við getum tekið skref á næsta ári og gert alvöru atlögu að Evrópusæti eins og við vorum nálægt því að gera í ár,“ sagði Helgi Valur. Það má finna allt innslagið frá Gaupa hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi ræddi við Helga Val Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Margir héldu að fótboltaferill Helga Vals Daníelssonar væri á enda þegar hann fótbrotnaði illa í leik í Pepsi Max deildinni síðasta sumar. Guðjón Guðmundsson hitti Helga Val og fékk vita meira um ákvörðun hans að spila með Fylki í Pepsi Max deild karla sumarið 2021. Helgi Valur Daníelsson heldur upp á fertugsafmælið í júlí í sumar og mun því væntanlega spila í Pepsi Max deildinni á fimmtugsaldri. Hann tók stóra ákvörðun með að snúa aftur og taka eitt tímabil í viðbót en af hverju? „Það var fyrst og fremst svekkelsi að missa í rauninni af öllu tímabilinu eftir að hafa gengið í gegnum langan vetur og vor með allt sem var í gangi. Ég var ótrúlega spenntur fyrir sumrinu og það var gaman að spila síðast sumar sem gekk vel,“ sagði Helgi Valur. „Mér fannst liðið vera á réttri leið og fannst að þetta ætti eftir að vera gott sumar sem það svo varð. Mér fannst leiðinlegt að taka ekki þátt eins mikið og ég gat. Ég lít því á næsta sumar sem möguleika á að njóta þess að spila aftur,“ sagði Helgi Valur. Helgi Valur spilaði á sínum tíma 33 landsleiki fyrir Íslands en hann kom heim árið 2018 eftir farsælan feril í atvinnumennsku. Hann hafði þá ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þá heillaði að taka slaginn með Fylki. En var það erfið ákvörðun? Helgi Valur Daníelsson borinn fótbrotinn af velli í Gróttuleiknum í sumar.Vísir/Vilhelm „Nei í rauninni ekki. Ég var búinn að vera að pæla í því í tvö ár að hætta. Það er erfitt að skipta alveg þegar maður er búinn að vera í fótbolta allt sitt líf. Ég hékk í þessu á meðan ég fékk fína samninga og ég reyndi að njóta þess en ég bara gerði það ekki,“ sagði Helgi Valur. „Það er kannski ástæðan fyrir því að ég hef svo gaman af þessu núna að maður getur bara spilað í X mörg ár í fótbolta og ég hef því notið þess enn meira eftir að ég byrjaði aftur,“ sagði Helgi Valur. Það er ekki létt verk fyrir 39 ára gamlan mann að halda sér í standi. „Ég held að þetta sé nú að breytast og að menn geti alveg spilað lengur. Það er haldið vel utan um leikmenn og á meðan álagið er rétt þá eru aðstæðurnar þannig að menn geta spilað ef þeir hafa hug til þess. Eins og er þá er ég í réttu standi andlega til þess að spila áfram. Það er engin pressa að heiman frá konunni að hætta. Ég held að þetta gangi alveg þó að ég sé 39 ára,“ sagði Helgi Valur. Er þetta þá hugarástand? „Menn verða kannski þreyttir og það er pressa frá öðrum hlutum í lífinu varðandi vinnu og fjölskyldu sem fær menn til að missa áhugann. Sem ég gerði á sínum tíma en meðan maður er í réttu hugarástandi þá getur maður haldið áfram,“ sagði Helgi Valur. Helgi Valur spilar áfram á næsta tímabili! #FylkirStoltirAlltaf https://t.co/3SqclxqOBW pic.twitter.com/aOaM6laS3j— Fylkir FC (@FylkirFC) November 9, 2020 Hvernig sér Helgi Valur Fylkisliðið fyrir sér á næsta sumri? „Ég er búinn að vera mjög ánægður með þjálfarteymið eftir að þeir komu og uppbygginguna. Þeir eru að finna stráka sem eru að koma til okkar frá minni liðum. Við fengum Dodda frá Vesta (Þórður Gunnar Hafþórsson) og Arnór Gauta (Jónsson) frá Aftureldingu og fleiri. Við erum með mjög spennandi leikmann eins og Bretann Djair. Ég sé að við getum tekið skref fram á við á næsta tímabili,“ sagði Helgi Valur og bætti við: „Ég veit ekki alveg með Óla (Ólaf Inga Skúlason) hvort að hann sé hættur eða ekki. Ég vona að hann haldi áfram en verður í kringum þetta áfram sem þjálfari. Það fer smá reynsla þar ég held að við höfum gott að því að hafa náð að spila á svo mörgum ungum leikmönnum. Þess vegna tel ég að við getum tekið skref á næsta ári og gert alvöru atlögu að Evrópusæti eins og við vorum nálægt því að gera í ár,“ sagði Helgi Valur. Það má finna allt innslagið frá Gaupa hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi ræddi við Helga Val
Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira