Þýskar kórónuveiruauglýsingar vekja mikla athygli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2020 15:02 Maðurinn lýsir vetrinum árið 2020 á dramatískan hátt. Skjáskot Sófakartöflur fá uppreisn æru í nýrri auglýsingaherferð þýsku ríkisstjórnarinnar þar sem íbúar landsins eru hvattir til þess að halda sig heima í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Auglýsingarnar hafa vakið mikla athygli og þykja ansi sniðugar. Í fyrstu auglýsingunni sem gefin var út, og sjá má hér að neðan með enskum texta, má sjá eldri mann í framtíðinni rifja upp veturinn 2020 á dramatískan hátt. Myndbandið þykir minna á myndbönd sem gerð hafa verið þar sem eldri borgarar rifja upp hvernig það hafi verið að upplifa sögulega atburði á borð við seinni heimstyrjöldina, svo dæmi séu tekin. The German Govt's latest Corona advert - now subtitled in English. Quite good. pic.twitter.com/nbRZIm9RcN— Axel Antoni (@antoni_UK) November 14, 2020 „Örlög Þýskalands voru í okkar höndum, við söfnuðum öllum okkar kröftum og gerðum það sem var vænst af okkur, hið eina rétta í stöðunni,“ segir maðurinn á dramatískan hátt. „Við gerðum ekki neitt, ekki nokkurn skapaðan hlut.“ Þýsk yfirvöld hafa sagt að boðskapur auglýsingarinnar sé skýr, það að takmarka eins og hægt er að hitta aðra borgara á meðan faraldurinn gengur yfir, svo hefta megi smit eins og mögulegt er. „Sófarnir voru vígstöðvarnar og þolinmæðin var vopnið okkar.“ Alls eru auglýsingarnar þrjár. Í auglýsingu tvö má sjá sjónarhorn kærustu mannsins og í því þriðja má sjá mann líta aftur um öxl og rifja upp hversu mikið hann spilaði tölvuleiki á tímum samkomubanns vegna faraldursins. "Special times require special heroes"The sequel of the German government COVID public health advert now with English subtitles. pic.twitter.com/vQeOhoAkpW— Axel Antoni (@antoni_UK) November 15, 2020 Auglýsingarnar hafa sem fyrr segir vakið töluverða athygli og hafa á annað hundrað þúsund manns horft á textaða útgáfu af fyrstu auglýsingunni. Faraldurinn er á talsverðri siglingu í Þýskalandi þar sem tíu þúsund tilfelli greindust síðastliðinn sólarhring, 62 létust af völdum COVID-19. Alls hafa tólf þúsund manns látist af völdum COVID-19 í Þýskalandi frá því í vor. Yfirvöld hafa lokað veitingastöðum, börum og öðrum samkomustigum í von um að hefta útbreiðslu faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Sófakartöflur fá uppreisn æru í nýrri auglýsingaherferð þýsku ríkisstjórnarinnar þar sem íbúar landsins eru hvattir til þess að halda sig heima í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Auglýsingarnar hafa vakið mikla athygli og þykja ansi sniðugar. Í fyrstu auglýsingunni sem gefin var út, og sjá má hér að neðan með enskum texta, má sjá eldri mann í framtíðinni rifja upp veturinn 2020 á dramatískan hátt. Myndbandið þykir minna á myndbönd sem gerð hafa verið þar sem eldri borgarar rifja upp hvernig það hafi verið að upplifa sögulega atburði á borð við seinni heimstyrjöldina, svo dæmi séu tekin. The German Govt's latest Corona advert - now subtitled in English. Quite good. pic.twitter.com/nbRZIm9RcN— Axel Antoni (@antoni_UK) November 14, 2020 „Örlög Þýskalands voru í okkar höndum, við söfnuðum öllum okkar kröftum og gerðum það sem var vænst af okkur, hið eina rétta í stöðunni,“ segir maðurinn á dramatískan hátt. „Við gerðum ekki neitt, ekki nokkurn skapaðan hlut.“ Þýsk yfirvöld hafa sagt að boðskapur auglýsingarinnar sé skýr, það að takmarka eins og hægt er að hitta aðra borgara á meðan faraldurinn gengur yfir, svo hefta megi smit eins og mögulegt er. „Sófarnir voru vígstöðvarnar og þolinmæðin var vopnið okkar.“ Alls eru auglýsingarnar þrjár. Í auglýsingu tvö má sjá sjónarhorn kærustu mannsins og í því þriðja má sjá mann líta aftur um öxl og rifja upp hversu mikið hann spilaði tölvuleiki á tímum samkomubanns vegna faraldursins. "Special times require special heroes"The sequel of the German government COVID public health advert now with English subtitles. pic.twitter.com/vQeOhoAkpW— Axel Antoni (@antoni_UK) November 15, 2020 Auglýsingarnar hafa sem fyrr segir vakið töluverða athygli og hafa á annað hundrað þúsund manns horft á textaða útgáfu af fyrstu auglýsingunni. Faraldurinn er á talsverðri siglingu í Þýskalandi þar sem tíu þúsund tilfelli greindust síðastliðinn sólarhring, 62 létust af völdum COVID-19. Alls hafa tólf þúsund manns látist af völdum COVID-19 í Þýskalandi frá því í vor. Yfirvöld hafa lokað veitingastöðum, börum og öðrum samkomustigum í von um að hefta útbreiðslu faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira