Gerður Kristný hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2020 16:20 Gerður Kristný. vísir/egill Gerður Kristný rithöfundur hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2020, sem veitt eru í tilefni af degi íslenskrar tungu, sem er í dag. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hlýtur sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls. Lilja D. Alfreðsdóttir veitti Gerði Kristnýju verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag þar sem haldin var hátíðarathöfn í tilefni dags íslenskrar tungu, sem haldinn er ár hvert þann 16. nóvember á fæðingardegi skáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Lilja D. Alfreðsdóttir veitti Gerði Kristýju verðlaunin.vísir/egill Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar eru veitt einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Í rökstuðningi dómnefndar segir að horft hafi verið til fjölhæfni Gerðar Kristnýjar við veitingu verðlaunnanna. „Ég safnaði / mér saman // Rétti af brúnir / raðaði tönnum / reyrði inn lifur / og lungu // hnoðaði hjartað / í gang“, með þessum hætti yrkir skáldið Gerður Kristný sem í dag hlýtur Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Línurnar eru sóttar í ljóðabálkinn Blóðhófni en í honum endurtúlkar Gerður Kristný hin fornu Skírnismál með því að segja sögu jötnarmeyjarinnar Gerðar frá hennar eigin sjónarhorni – það sem gjarna hafði verið túlkað sem ástarsaga hennar og Freys verður að sögu um ofbeldi. Með Blóðhófni bætti Gerður við nýrri rödd í fjölraddakór Eddukvæða, gaf fortíðinni mál, en það sama gerði hún sem blaðamaður og rithöfundur þegar hún gaf þolendum kynferðisofbeldis í samtímanum færi á að segja sögur sínar bæði á síðum Mannlífs sem Gerður Kristný ritstýrði og bókinni Myndinni af pabba – Sögu Thelmu. „Bærinn / reistur úr / raunum // Þakið úr þögn // Innviðir /klæddir úr illsku“, ef þessar línur úr Blóðhófni lýsa því sem kalla mætti launkofa þá má segja að Gerður Kristný hafi rofið þekju hans með verkum sínum. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi fær sérstaka viðurkenningu Þá fær Félag ljóðaunnenda á Austurlandi sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Í rökstuðningi dómnefndarinnar segir að félagið hafi starfað í um þrjá áratugi og vakið verðskuldaða athygli á skáldum og skáldskap landsfjórðungsins með vönduðu útgáfustarfi. Í því sambandi má nefna sýnisbókina Raddir að austan (1999) sem hefur að geyma ljóð eftir 122 þálifandi skáld og ritröðina Austfirsk ljóðskáld sem hóf göngu sína í upphafi nýrrar aldar en í henni hefur komið út amk ein ljóðabók á ári síðan. Nú fyrir skömmu gaf félagið út Hugurinn einatt hleypur minn þar sem er birtur og rakinn kveðskapur og æviferill Guðnýjar Árnadóttur, Skáld-Guðnýjar, 1813–1897, en hún var fátæk húskona og ljósmóðir á Fljótsdalshéraði og í Lóni um sína daga. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hefur með félagsstarfi sínu hlúð að grasrótinni í íslenskum skáldskap, aukið við flóru íslenskra góðskálda og haldið í heiðri minningu eldri skálda sem nú eru gengin. Félag ljóðaunnenda hefur sýnt að á Austurlandi er ekki aðeins, eyjaval, eins og Jónas Hallgrímsson orti heldur líka skáldaval. Af þeim sökum fær Félag ljóðaunnenda á Austurlandi sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Lista yfir fyrri verðlaunahafa má nálgast hér. Menning Íslenska á tækniöld Ljóðlist Bókmenntir Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Sjá meira
Gerður Kristný rithöfundur hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2020, sem veitt eru í tilefni af degi íslenskrar tungu, sem er í dag. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hlýtur sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls. Lilja D. Alfreðsdóttir veitti Gerði Kristnýju verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag þar sem haldin var hátíðarathöfn í tilefni dags íslenskrar tungu, sem haldinn er ár hvert þann 16. nóvember á fæðingardegi skáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Lilja D. Alfreðsdóttir veitti Gerði Kristýju verðlaunin.vísir/egill Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar eru veitt einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Í rökstuðningi dómnefndar segir að horft hafi verið til fjölhæfni Gerðar Kristnýjar við veitingu verðlaunnanna. „Ég safnaði / mér saman // Rétti af brúnir / raðaði tönnum / reyrði inn lifur / og lungu // hnoðaði hjartað / í gang“, með þessum hætti yrkir skáldið Gerður Kristný sem í dag hlýtur Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Línurnar eru sóttar í ljóðabálkinn Blóðhófni en í honum endurtúlkar Gerður Kristný hin fornu Skírnismál með því að segja sögu jötnarmeyjarinnar Gerðar frá hennar eigin sjónarhorni – það sem gjarna hafði verið túlkað sem ástarsaga hennar og Freys verður að sögu um ofbeldi. Með Blóðhófni bætti Gerður við nýrri rödd í fjölraddakór Eddukvæða, gaf fortíðinni mál, en það sama gerði hún sem blaðamaður og rithöfundur þegar hún gaf þolendum kynferðisofbeldis í samtímanum færi á að segja sögur sínar bæði á síðum Mannlífs sem Gerður Kristný ritstýrði og bókinni Myndinni af pabba – Sögu Thelmu. „Bærinn / reistur úr / raunum // Þakið úr þögn // Innviðir /klæddir úr illsku“, ef þessar línur úr Blóðhófni lýsa því sem kalla mætti launkofa þá má segja að Gerður Kristný hafi rofið þekju hans með verkum sínum. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi fær sérstaka viðurkenningu Þá fær Félag ljóðaunnenda á Austurlandi sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Í rökstuðningi dómnefndarinnar segir að félagið hafi starfað í um þrjá áratugi og vakið verðskuldaða athygli á skáldum og skáldskap landsfjórðungsins með vönduðu útgáfustarfi. Í því sambandi má nefna sýnisbókina Raddir að austan (1999) sem hefur að geyma ljóð eftir 122 þálifandi skáld og ritröðina Austfirsk ljóðskáld sem hóf göngu sína í upphafi nýrrar aldar en í henni hefur komið út amk ein ljóðabók á ári síðan. Nú fyrir skömmu gaf félagið út Hugurinn einatt hleypur minn þar sem er birtur og rakinn kveðskapur og æviferill Guðnýjar Árnadóttur, Skáld-Guðnýjar, 1813–1897, en hún var fátæk húskona og ljósmóðir á Fljótsdalshéraði og í Lóni um sína daga. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hefur með félagsstarfi sínu hlúð að grasrótinni í íslenskum skáldskap, aukið við flóru íslenskra góðskálda og haldið í heiðri minningu eldri skálda sem nú eru gengin. Félag ljóðaunnenda hefur sýnt að á Austurlandi er ekki aðeins, eyjaval, eins og Jónas Hallgrímsson orti heldur líka skáldaval. Af þeim sökum fær Félag ljóðaunnenda á Austurlandi sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Lista yfir fyrri verðlaunahafa má nálgast hér.
„Ég safnaði / mér saman // Rétti af brúnir / raðaði tönnum / reyrði inn lifur / og lungu // hnoðaði hjartað / í gang“, með þessum hætti yrkir skáldið Gerður Kristný sem í dag hlýtur Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Línurnar eru sóttar í ljóðabálkinn Blóðhófni en í honum endurtúlkar Gerður Kristný hin fornu Skírnismál með því að segja sögu jötnarmeyjarinnar Gerðar frá hennar eigin sjónarhorni – það sem gjarna hafði verið túlkað sem ástarsaga hennar og Freys verður að sögu um ofbeldi. Með Blóðhófni bætti Gerður við nýrri rödd í fjölraddakór Eddukvæða, gaf fortíðinni mál, en það sama gerði hún sem blaðamaður og rithöfundur þegar hún gaf þolendum kynferðisofbeldis í samtímanum færi á að segja sögur sínar bæði á síðum Mannlífs sem Gerður Kristný ritstýrði og bókinni Myndinni af pabba – Sögu Thelmu. „Bærinn / reistur úr / raunum // Þakið úr þögn // Innviðir /klæddir úr illsku“, ef þessar línur úr Blóðhófni lýsa því sem kalla mætti launkofa þá má segja að Gerður Kristný hafi rofið þekju hans með verkum sínum.
Í því sambandi má nefna sýnisbókina Raddir að austan (1999) sem hefur að geyma ljóð eftir 122 þálifandi skáld og ritröðina Austfirsk ljóðskáld sem hóf göngu sína í upphafi nýrrar aldar en í henni hefur komið út amk ein ljóðabók á ári síðan. Nú fyrir skömmu gaf félagið út Hugurinn einatt hleypur minn þar sem er birtur og rakinn kveðskapur og æviferill Guðnýjar Árnadóttur, Skáld-Guðnýjar, 1813–1897, en hún var fátæk húskona og ljósmóðir á Fljótsdalshéraði og í Lóni um sína daga. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hefur með félagsstarfi sínu hlúð að grasrótinni í íslenskum skáldskap, aukið við flóru íslenskra góðskálda og haldið í heiðri minningu eldri skálda sem nú eru gengin. Félag ljóðaunnenda hefur sýnt að á Austurlandi er ekki aðeins, eyjaval, eins og Jónas Hallgrímsson orti heldur líka skáldaval. Af þeim sökum fær Félag ljóðaunnenda á Austurlandi sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.
Menning Íslenska á tækniöld Ljóðlist Bókmenntir Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Sjá meira