Selja olíuvinnsluleyfi á verndarsvæði á lokadögum Trump sem forseta Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2020 16:20 Trump forseti tekur í hönd Don Young, öldungadeildarþingmanns frá Alaska, til að fagna því að þeir opnuðu friðland í Alaska fyrir olíu- og gasvinnslu árið 2017. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, ætlar að byrja að selja leyfi til olíuvinnslu á verndarsvæði í Alaska þrátt fyrir að nú séu aðeins um tveir mánuðir þar til ný ríkisstjórn tekur við völdum. Leyfin opna stórt svæði við Norður-Íshafið fyrir olíu- og gasvinnslu. Trump forseti hefur lengi haft hug á að leyfa jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum að hefja vinnslu á Norðurskautsdýraverndarsvæðinu í Alaska. Það er ein stærstu ósnortnu víðerni Bandaríkjanna, um átta milljón hektarar lands. Leyfin sem nú verða seld ná til um 600.000 hektara lands við Norður-Íshafsströnd Alaska. Landnýtingarstofnun Bandaríkjanna auglýsti í dag eftir umsóknum frá olíu- og gasfyrirtækjum um leyfi fyrir leit á svæðum sem þau telja henta til leitar og vinnslu, að sögn New York Times. Sala á fyrstu leyfunum gæti í fyrsta lagi átt sér stað í kringum 17. janúar, aðeins þremur dögum áður en Joe Biden, verðandi forseti, tekur við embætti. Líklegt er talið að stofnunin líti fram hjá umsögnum sem berast og opni allt svæðið fyrir leit- og vinnslu þegar í stað. Vanalega hefur það tekið mánuði að fara yfir umsagnir og tilgreina hvaða svæði skulu seld undir olíu- eða gasvinnslu. Verði leyfin seld gæti ríkisstjórn Biden tekið söluna til endurskoðunar. Að henni lokinni gæti hún kosið að draga leyfin til baka. Frá Norðurskautsdýraverndarsvæðinu í Alaska, einum stærstu ósnortnu víðernum sem eftir eru í Bandaríkjunum.Vísir/EPA Trump og repúblikanar á Bandaríkjaþingi afnámu friðun á strandlengju verndarsvæðisins árið 2017. Talið er að milljónir tunna af olíu geti verið að finna á svæðinu. Engu að síður er óljóst hversu mikil áhugi er á svæðinu hjá fyrirtækjum í iðnaðinum. Minnst tíu ár gæti tekið að hefja olíuvinnslu en þá er búist við því að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti gæti hafa dregist saman vegna aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hagsmunasamtök olíufyrirtækja fögnuðu engu að síður ákvörðun Trump-stjórnarinnar um að byrja söluferlið. Það muni skapa vel borguð störf í Alaska. Donald Trump Bandaríkin Norðurslóðir Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Afneitarar settir yfir loftslagsskýrslu á lokametrum Trump-stjórnarinnar Tveimur vísindamönnum sem hafna vísindalegum skilningi á loftslagsbreytingum hefur verið falið að stýra umfangsmestu loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar á lokamánuðum ríkisstjórnar Donalds Trump forseta. 17. nóvember 2020 11:01 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, ætlar að byrja að selja leyfi til olíuvinnslu á verndarsvæði í Alaska þrátt fyrir að nú séu aðeins um tveir mánuðir þar til ný ríkisstjórn tekur við völdum. Leyfin opna stórt svæði við Norður-Íshafið fyrir olíu- og gasvinnslu. Trump forseti hefur lengi haft hug á að leyfa jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum að hefja vinnslu á Norðurskautsdýraverndarsvæðinu í Alaska. Það er ein stærstu ósnortnu víðerni Bandaríkjanna, um átta milljón hektarar lands. Leyfin sem nú verða seld ná til um 600.000 hektara lands við Norður-Íshafsströnd Alaska. Landnýtingarstofnun Bandaríkjanna auglýsti í dag eftir umsóknum frá olíu- og gasfyrirtækjum um leyfi fyrir leit á svæðum sem þau telja henta til leitar og vinnslu, að sögn New York Times. Sala á fyrstu leyfunum gæti í fyrsta lagi átt sér stað í kringum 17. janúar, aðeins þremur dögum áður en Joe Biden, verðandi forseti, tekur við embætti. Líklegt er talið að stofnunin líti fram hjá umsögnum sem berast og opni allt svæðið fyrir leit- og vinnslu þegar í stað. Vanalega hefur það tekið mánuði að fara yfir umsagnir og tilgreina hvaða svæði skulu seld undir olíu- eða gasvinnslu. Verði leyfin seld gæti ríkisstjórn Biden tekið söluna til endurskoðunar. Að henni lokinni gæti hún kosið að draga leyfin til baka. Frá Norðurskautsdýraverndarsvæðinu í Alaska, einum stærstu ósnortnu víðernum sem eftir eru í Bandaríkjunum.Vísir/EPA Trump og repúblikanar á Bandaríkjaþingi afnámu friðun á strandlengju verndarsvæðisins árið 2017. Talið er að milljónir tunna af olíu geti verið að finna á svæðinu. Engu að síður er óljóst hversu mikil áhugi er á svæðinu hjá fyrirtækjum í iðnaðinum. Minnst tíu ár gæti tekið að hefja olíuvinnslu en þá er búist við því að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti gæti hafa dregist saman vegna aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hagsmunasamtök olíufyrirtækja fögnuðu engu að síður ákvörðun Trump-stjórnarinnar um að byrja söluferlið. Það muni skapa vel borguð störf í Alaska.
Donald Trump Bandaríkin Norðurslóðir Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Afneitarar settir yfir loftslagsskýrslu á lokametrum Trump-stjórnarinnar Tveimur vísindamönnum sem hafna vísindalegum skilningi á loftslagsbreytingum hefur verið falið að stýra umfangsmestu loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar á lokamánuðum ríkisstjórnar Donalds Trump forseta. 17. nóvember 2020 11:01 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Afneitarar settir yfir loftslagsskýrslu á lokametrum Trump-stjórnarinnar Tveimur vísindamönnum sem hafna vísindalegum skilningi á loftslagsbreytingum hefur verið falið að stýra umfangsmestu loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar á lokamánuðum ríkisstjórnar Donalds Trump forseta. 17. nóvember 2020 11:01