Kviknaði í íbúð mannsins sem birti árásina á Facebook Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2020 11:02 Skjáskot úr myndbandinu. Rannsókn er hafin á eldsupptökum í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík í gærkvöldi. Íbúðin er heimili manns sem birti myndband af líkamsárás á Facebook um helgina. Enginn var heima þegar slökkvilið mætti á vettvang og sinnti slökkvistarfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á sunnudag tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gekk í skrokk á öðrum manni. Myndbandið var í birtingu á Facebook í vel á annan sólarhring en hefur nú verið fjarlægt. Hefndaraðgerð? Karlmaðurinn er íbúi í húsinu þar sem eldurinn kviknaði í gær. Vangaveltur hafa því verið uppi um hvort um einhvers konar hefndaraðgerð er að ræða. Íbúi í húsinu sagðist í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi telja að einhverju hefði verið kastað inn í íbúðina. Fjölmargir íbúar búa í húsinu sem er fjölbýli á fimm hæðum. Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir málið í rannsókn. Talsverðar skemmdir hafi orðið á íbúðinni en tæknideild eigi eftir að skilja bráðabirgðaniðurstöðum um upptök eldsins. Það gerist að líkindum síðar í dag. Elín Agnes segir annars lítið um málið að segja á þessu stigi. Enginn sé í haldi lögreglu sem stendur. Á almennum nótum sé lykilatriði að komast að því við rannsókn eldsupptaka hvort um íkveikju sé að ræða eða ekki. Endurteknar líkamsárásir Myndbandið af slagsmálunum um helgina vakti mikla athygli. Árásarmaðurinn og íbúinn í húsinu er lærður í bardagaíþróttum og hefur unnið til verðlauna þar. Í myndbandinu virtist hann vera að refsa tvítugum karlmanni með spörkum og höggum. Árásarmaðurinn hefur áður komist í fréttirnar fyrir slagsmál. Þannig greindi DV frá því vorið mars 2019 að hann hefði ráðist að tilefnislausu á karlmann fyrir utan skemmtistaðinn SPOT í Kópavogi að loknu balli. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu stóð að líkamsárásin hefði átt sér stað á heimili árásarmannsins. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Lögregla handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. 16. nóvember 2020 16:12 Vel gekk að slökkva eld í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst skömmu fyrir sjö í kvöld útkall vegna elds í íbúð í blokk í Úlfarsárdal. 17. nóvember 2020 20:02 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Rannsókn er hafin á eldsupptökum í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík í gærkvöldi. Íbúðin er heimili manns sem birti myndband af líkamsárás á Facebook um helgina. Enginn var heima þegar slökkvilið mætti á vettvang og sinnti slökkvistarfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á sunnudag tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gekk í skrokk á öðrum manni. Myndbandið var í birtingu á Facebook í vel á annan sólarhring en hefur nú verið fjarlægt. Hefndaraðgerð? Karlmaðurinn er íbúi í húsinu þar sem eldurinn kviknaði í gær. Vangaveltur hafa því verið uppi um hvort um einhvers konar hefndaraðgerð er að ræða. Íbúi í húsinu sagðist í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi telja að einhverju hefði verið kastað inn í íbúðina. Fjölmargir íbúar búa í húsinu sem er fjölbýli á fimm hæðum. Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir málið í rannsókn. Talsverðar skemmdir hafi orðið á íbúðinni en tæknideild eigi eftir að skilja bráðabirgðaniðurstöðum um upptök eldsins. Það gerist að líkindum síðar í dag. Elín Agnes segir annars lítið um málið að segja á þessu stigi. Enginn sé í haldi lögreglu sem stendur. Á almennum nótum sé lykilatriði að komast að því við rannsókn eldsupptaka hvort um íkveikju sé að ræða eða ekki. Endurteknar líkamsárásir Myndbandið af slagsmálunum um helgina vakti mikla athygli. Árásarmaðurinn og íbúinn í húsinu er lærður í bardagaíþróttum og hefur unnið til verðlauna þar. Í myndbandinu virtist hann vera að refsa tvítugum karlmanni með spörkum og höggum. Árásarmaðurinn hefur áður komist í fréttirnar fyrir slagsmál. Þannig greindi DV frá því vorið mars 2019 að hann hefði ráðist að tilefnislausu á karlmann fyrir utan skemmtistaðinn SPOT í Kópavogi að loknu balli. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu stóð að líkamsárásin hefði átt sér stað á heimili árásarmannsins.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Lögregla handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. 16. nóvember 2020 16:12 Vel gekk að slökkva eld í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst skömmu fyrir sjö í kvöld útkall vegna elds í íbúð í blokk í Úlfarsárdal. 17. nóvember 2020 20:02 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Lögregla handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. 16. nóvember 2020 16:12
Vel gekk að slökkva eld í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst skömmu fyrir sjö í kvöld útkall vegna elds í íbúð í blokk í Úlfarsárdal. 17. nóvember 2020 20:02