Sextán skipverjar gefa skýrslu um hópsmitið í sjóprófinu Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2020 14:37 Sjóprófið fer fram í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Bæjarins besta Sjópróf vegna hópsmits kórónuveiru sem kom upp um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefst í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Sextán skipverjar gefa skýrslu í sjóprófinu en skipstjórinn ætlar ekki að taka þátt. Deilt var um hvort að stjórnendur Hraðfrystihússins Gunnvarar gefi skýrslu við fyrirtöku í dag. Tuttugu og tveir af tuttugu og fimm skipverjum um borð í Júlíusi Geirmundssyni veiktust eða smituðust af kórónuveirunni í þriggja vikna túr í síðasta mánuði. Skipverjar byrjuðu að veikjast skömmu eftir að túrinn hófst en skipið hélt engu að síður veiðum áfram. Áhöfnin fór í sýnatöku á Ísafirði en skipinu var snúið aftur út á haf áður en niðurstöður lágu fyrir. Stéttarfélög skipverjanna kærðu framgöngu útgerðarinnar til lögreglu og kröfðust þess jafnframt að sjópróf yrði haldið. Það fer fram í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Jónas Þór Jónasson, lögmaður stéttarfélaganna, segir Vísi að eins og stendur muni sextán skipverjar auk Súsönnu Bjargar Ástvaldsdóttur, umdæmislæknis sóttvarna á Vestfjörðum, gefa skýrslu í sjóprófinu. Fimmtán þeirra smituðust af kórónuveirunni. Sjópróf er ekki hefðbundið dómsmál. Í því felst að skýrslur eru teknar um atburðina sem eru til skoðunar. Framburðurinn er svo tekinn saman en enginn dómur felldur. Jónas Þór segir að sjóprófið geti nýst sem mögulegt sönnunargagn í dómsmálum síðar meir. Sakamálarannsókn stendur enn yfir á hópsmitinu hjá lögreglu. Skipstjórinn tekur ekki þátt Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður Sveins Geirs Arnarssonar skipstjóra, vísaði í yfirlýsingu skipstjórans frá því fyrir helgi um að hann ætlaði sér ekki að taka þátt í sjóprófinu í samtali við Vísi í dag. Í yfirlýsingunni sagðist Sveinn Geir með réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmitinu. Hann ætlaði sér að bíða niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Við fyrirtöku málsins í héraðsdómi í dag var deilt um hvað fælist í sjóprófi og hvort stjórnendur útgerðarinnar gæfu skýrslu. Jónas Þór, lögmaður stéttarfélaga, sagði Vísi að forsvarsmenn Gunnvarar ætluðu sér ekki að gefa skýrslu. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður útgerðarinnar og Einars Vals Kristjánssonar, framkvæmdastjóra, segir að þeir líti svo á að lög standi ekki til þess að framkvæmdastjórinn gefi skýrslu í málinu. Hann vildi ekki tjá sig um það að öðru leyti. Ríkisútvarpið greindi frá því í gærkvöldi að skipverjar á Júlíusi Geirmundssyni sem voru í landi þegar smitið kom upp hefðu lýst yfir vantrausti á Svein Geir skipstjóra. Þeir krefjist þess að hann verði látinn hætta. Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Tengdar fréttir Lýsa yfir vantrausti á skipstjóra sinn Skipverjar á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hafa lýst yfir vantrausti á skipstjórann Svein Geir Arnarsson. 18. nóvember 2020 00:58 Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01 Sjópróf vegna hópsmitsins á Júlíusi Geirmundssyni Ákveðið var að sjópróf skyldi fara fram vegna hópsýkingar kórónuveiru um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni þegar mál vegna þess var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Stéttarfélög áhafnarinnar fóru fram á sjópróf. 13. nóvember 2020 18:54 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Sjópróf vegna hópsmits kórónuveiru sem kom upp um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefst í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Sextán skipverjar gefa skýrslu í sjóprófinu en skipstjórinn ætlar ekki að taka þátt. Deilt var um hvort að stjórnendur Hraðfrystihússins Gunnvarar gefi skýrslu við fyrirtöku í dag. Tuttugu og tveir af tuttugu og fimm skipverjum um borð í Júlíusi Geirmundssyni veiktust eða smituðust af kórónuveirunni í þriggja vikna túr í síðasta mánuði. Skipverjar byrjuðu að veikjast skömmu eftir að túrinn hófst en skipið hélt engu að síður veiðum áfram. Áhöfnin fór í sýnatöku á Ísafirði en skipinu var snúið aftur út á haf áður en niðurstöður lágu fyrir. Stéttarfélög skipverjanna kærðu framgöngu útgerðarinnar til lögreglu og kröfðust þess jafnframt að sjópróf yrði haldið. Það fer fram í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Jónas Þór Jónasson, lögmaður stéttarfélaganna, segir Vísi að eins og stendur muni sextán skipverjar auk Súsönnu Bjargar Ástvaldsdóttur, umdæmislæknis sóttvarna á Vestfjörðum, gefa skýrslu í sjóprófinu. Fimmtán þeirra smituðust af kórónuveirunni. Sjópróf er ekki hefðbundið dómsmál. Í því felst að skýrslur eru teknar um atburðina sem eru til skoðunar. Framburðurinn er svo tekinn saman en enginn dómur felldur. Jónas Þór segir að sjóprófið geti nýst sem mögulegt sönnunargagn í dómsmálum síðar meir. Sakamálarannsókn stendur enn yfir á hópsmitinu hjá lögreglu. Skipstjórinn tekur ekki þátt Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður Sveins Geirs Arnarssonar skipstjóra, vísaði í yfirlýsingu skipstjórans frá því fyrir helgi um að hann ætlaði sér ekki að taka þátt í sjóprófinu í samtali við Vísi í dag. Í yfirlýsingunni sagðist Sveinn Geir með réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmitinu. Hann ætlaði sér að bíða niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Við fyrirtöku málsins í héraðsdómi í dag var deilt um hvað fælist í sjóprófi og hvort stjórnendur útgerðarinnar gæfu skýrslu. Jónas Þór, lögmaður stéttarfélaga, sagði Vísi að forsvarsmenn Gunnvarar ætluðu sér ekki að gefa skýrslu. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður útgerðarinnar og Einars Vals Kristjánssonar, framkvæmdastjóra, segir að þeir líti svo á að lög standi ekki til þess að framkvæmdastjórinn gefi skýrslu í málinu. Hann vildi ekki tjá sig um það að öðru leyti. Ríkisútvarpið greindi frá því í gærkvöldi að skipverjar á Júlíusi Geirmundssyni sem voru í landi þegar smitið kom upp hefðu lýst yfir vantrausti á Svein Geir skipstjóra. Þeir krefjist þess að hann verði látinn hætta.
Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Tengdar fréttir Lýsa yfir vantrausti á skipstjóra sinn Skipverjar á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hafa lýst yfir vantrausti á skipstjórann Svein Geir Arnarsson. 18. nóvember 2020 00:58 Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01 Sjópróf vegna hópsmitsins á Júlíusi Geirmundssyni Ákveðið var að sjópróf skyldi fara fram vegna hópsýkingar kórónuveiru um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni þegar mál vegna þess var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Stéttarfélög áhafnarinnar fóru fram á sjópróf. 13. nóvember 2020 18:54 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Lýsa yfir vantrausti á skipstjóra sinn Skipverjar á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hafa lýst yfir vantrausti á skipstjórann Svein Geir Arnarsson. 18. nóvember 2020 00:58
Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01
Sjópróf vegna hópsmitsins á Júlíusi Geirmundssyni Ákveðið var að sjópróf skyldi fara fram vegna hópsýkingar kórónuveiru um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni þegar mál vegna þess var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Stéttarfélög áhafnarinnar fóru fram á sjópróf. 13. nóvember 2020 18:54