Orsakir banaslyssins við Viðborðssel þríþættar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2020 11:08 Slysið varð á þjóðvegi 1 við Viðborðssel. Vísir Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að ökumaður bíls sem ekið var á gangandi vegfarenda á Suðurlandsvegi við Viðborðssel með þeim afleiðingum að hann lést hafi ekið of hratt miðað við aðstæður. Þá telur nefndin að vegfarandinn hafi ekki gætt að sér er hann gekk dökkklæddur eftir akrein þjóðvegar í myrkri og rigningu í akstursstefnu bifreiðar. Slysið varð þeim hætti að síðdegis þann 21. nóvember 2019 gekk dökkklæddur maður í austur á hægri akrein Suðurlandssvegar við Viðborðssel. Maðurinn gekk með bakið í aksturstefnu, með vasaljós, en án endurskinsmerkja. Myrkur var og rigning en á sama tíma ók ökumaður pallbíls austur Suðurlandsveg. Rétt áður en slysið varð var bifreið ekið úr gagnstæðri átt framhjá manninum. Ökumaður og farþegi þeirrar bifreiðar sögðu manninn hafa gengið eftir miðri akrein vegarins þegar þeir óku framhjá manninum. Skömmu síðar var pallbílnum ekið á manninn. Ökumaðurinn sá aldrei vegfarandann Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að ökumaður pallbílsins hafi ekki séð manninn á veginum fyrir slysið. Hægra framhorn bílsins takst á manninn sem kastaðist í götuna. Ökumaðurinn fann högg koma á bílinn og farþegi í bílnum sá að ekið hafði verið á mann. Vegfarandinn hlaut banvæna fjöláverka og lést á vettvangi. Aðstæðum á vettvangi var lýst þannig að dimmt hafi verið, vegurinn blautur og skyggni lítið. Hraði bílsins samkvæmt aksturstölvu hans var 89 kílómetrar á klukkustund. Nefnir rannsóknarnefndin að orsakir slyssins séu þríþættar. Ökumaðurinn hafi ekki séð vegfarandann, vegfarandinn hafi ekki gætt að sér er hann gekk dökkklæddur eftir akrein þjóðvegar í rigningu og myrkri í akstursstefnu bifreiða og að ökumaðurinn hafi ekið of hratt miðað við aðstæður. Brýnt að draga úr hraða í dimmu veðri Í skýrslunni er bent á að nauðsynlegt sé að allir vegfarendur geri sér grein fyrir áhrifum myrkurs og bleytu á sýn ökumanna, rigning og myrkur skerði útsýn ökumanna. Bleyta á rúðum takmarki útsýni og regndropar dreifi og endurkasti ljósi. Er því brýnt fyrir ökumönnum að nauðsynlegt sé að draga úr aksturshraða í dimmu veðri og enn frekar þegar vegur er einnig blautur, til þess að tryggja nægilega sjónvegalengd þannig að ökumaður hafi möguleika á að bregðast við og stöðva ökutæki ef hætta skapast. Þá er einnig brýnt fyrir gangandi vegfarendum að nota endurskinsmerki við göngu í myrkri þar sem þau auki sýnileika fyrir ökumönnum um marga tugi metra og gefi ökumönnum meiri möguleika á því að bregðast við tímanlega. Þá er vegfarandum einnig bent á það að ganga á móti umferðinni í vegkantinum, með því móti sé auðveldara að greina aðkomandi farartæki og lýsa á móti til að vekja á sér athygli. Hornafjörður Samgönguslys Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að ökumaður bíls sem ekið var á gangandi vegfarenda á Suðurlandsvegi við Viðborðssel með þeim afleiðingum að hann lést hafi ekið of hratt miðað við aðstæður. Þá telur nefndin að vegfarandinn hafi ekki gætt að sér er hann gekk dökkklæddur eftir akrein þjóðvegar í myrkri og rigningu í akstursstefnu bifreiðar. Slysið varð þeim hætti að síðdegis þann 21. nóvember 2019 gekk dökkklæddur maður í austur á hægri akrein Suðurlandssvegar við Viðborðssel. Maðurinn gekk með bakið í aksturstefnu, með vasaljós, en án endurskinsmerkja. Myrkur var og rigning en á sama tíma ók ökumaður pallbíls austur Suðurlandsveg. Rétt áður en slysið varð var bifreið ekið úr gagnstæðri átt framhjá manninum. Ökumaður og farþegi þeirrar bifreiðar sögðu manninn hafa gengið eftir miðri akrein vegarins þegar þeir óku framhjá manninum. Skömmu síðar var pallbílnum ekið á manninn. Ökumaðurinn sá aldrei vegfarandann Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að ökumaður pallbílsins hafi ekki séð manninn á veginum fyrir slysið. Hægra framhorn bílsins takst á manninn sem kastaðist í götuna. Ökumaðurinn fann högg koma á bílinn og farþegi í bílnum sá að ekið hafði verið á mann. Vegfarandinn hlaut banvæna fjöláverka og lést á vettvangi. Aðstæðum á vettvangi var lýst þannig að dimmt hafi verið, vegurinn blautur og skyggni lítið. Hraði bílsins samkvæmt aksturstölvu hans var 89 kílómetrar á klukkustund. Nefnir rannsóknarnefndin að orsakir slyssins séu þríþættar. Ökumaðurinn hafi ekki séð vegfarandann, vegfarandinn hafi ekki gætt að sér er hann gekk dökkklæddur eftir akrein þjóðvegar í rigningu og myrkri í akstursstefnu bifreiða og að ökumaðurinn hafi ekið of hratt miðað við aðstæður. Brýnt að draga úr hraða í dimmu veðri Í skýrslunni er bent á að nauðsynlegt sé að allir vegfarendur geri sér grein fyrir áhrifum myrkurs og bleytu á sýn ökumanna, rigning og myrkur skerði útsýn ökumanna. Bleyta á rúðum takmarki útsýni og regndropar dreifi og endurkasti ljósi. Er því brýnt fyrir ökumönnum að nauðsynlegt sé að draga úr aksturshraða í dimmu veðri og enn frekar þegar vegur er einnig blautur, til þess að tryggja nægilega sjónvegalengd þannig að ökumaður hafi möguleika á að bregðast við og stöðva ökutæki ef hætta skapast. Þá er einnig brýnt fyrir gangandi vegfarendum að nota endurskinsmerki við göngu í myrkri þar sem þau auki sýnileika fyrir ökumönnum um marga tugi metra og gefi ökumönnum meiri möguleika á því að bregðast við tímanlega. Þá er vegfarandum einnig bent á það að ganga á móti umferðinni í vegkantinum, með því móti sé auðveldara að greina aðkomandi farartæki og lýsa á móti til að vekja á sér athygli.
Hornafjörður Samgönguslys Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira