Sara Sigmunds elskar Lewis Hamilton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2020 08:30 Sara Sigmundsdóttir er mikil aðdáandi Lewis Hamilton. Samsett/Instagram&Getty Heimsmeistarinn í formúlu eitt á sér mikinn aðdáenda í einni stærstu stjörnu CrossFit íþróttarinnar. Sara Sigmundsdóttir felur ekki aðdáun sína á sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. Lewis Hamilton tryggði sér á dögunum sinn sjöunda heimsmeistaratitil í formúlu eitt en hann vann þá titilinn fjórða árið í röð. Hamilton jafnaði með þessu met Michael Schumacher sem vann líka sjö heimsmeistaratitla frá 1994 til 2004. Í viðtali við Dan Williams, eiganda og stofnanda WIT Fitness á dögunum þá nefndi íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir Lewis Hamilton þegar hún var spurð út í hvaða íþróttamaður í CrossFit eða annarri íþrótti hefði mestu áhrif á hana. „Ég elska Lewis Hamilton og ekki aðeins sem íþróttamann heldur líka fyrir hans gildi og breytingarnar sem hann er að berjast fyrir til að gera heiminn betri,“ sagði Sara Sigmundsdóttir. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) „Hann er eitthvað annað og hann er svo auðmjúkur,“ sagði Sara sem fór að fylgjast með formúlunni eftir að hafa horft á heimildarmyndina um hana. „Ég horfði á formúlu eitt þættina og þeir eru svo góðir. Ég hafði aldrei horft á formúlu eitt og spurði sjálfa mig af hverju ég ætti að horfa á sjónvarpsþátt um hana. Ég prófaði að horfa á hann og ég gat ekki hætt,“ sagði Sara. „Ég held að ég sé búinn að horfa þrisvar sinnum á þættina. Hann sýnir þar alltaf hversu þakklátur hann er fyrir vinnu liðsfélaga sinna. Hann er ekki þessi sjálfumglaði gæi sem heldur að hann eigi heiminn af því að hann er svona stórkostlegur ökumaður. Hann er alltaf að segja að hann gæti ekki gert þetta án liðsins síns,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) „Þess vegna elska ég hann og hefur þessi réttu gildi. Ég horfi mikið upp til hans og ég elska líka Serenu Williams. Hún er ótrúleg og hún hefur séð til þess ásamt Rondu Rousey að vöðvastæltar íþróttakonur eru viðurkenndar. Með frammistöðu þeirra hafa þær sýnt öllum hinum að vera stoltar af vöðvunum sínum og ekki skamma sín fyrir neitt,“ sagði Sara. „Þegar ég var að byrja að æfa þá sagði ég við vin minn að ef ég fær vöðva á hálsinn þá mun ég hætta því mér fannst það svo ógeðslegt. Svo byrjaði ég í CrossFit og elskaði það að vera komin með vöðva á hálsinn,“ sagði Sara. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Formúla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Leik lokið: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira
Heimsmeistarinn í formúlu eitt á sér mikinn aðdáenda í einni stærstu stjörnu CrossFit íþróttarinnar. Sara Sigmundsdóttir felur ekki aðdáun sína á sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. Lewis Hamilton tryggði sér á dögunum sinn sjöunda heimsmeistaratitil í formúlu eitt en hann vann þá titilinn fjórða árið í röð. Hamilton jafnaði með þessu met Michael Schumacher sem vann líka sjö heimsmeistaratitla frá 1994 til 2004. Í viðtali við Dan Williams, eiganda og stofnanda WIT Fitness á dögunum þá nefndi íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir Lewis Hamilton þegar hún var spurð út í hvaða íþróttamaður í CrossFit eða annarri íþrótti hefði mestu áhrif á hana. „Ég elska Lewis Hamilton og ekki aðeins sem íþróttamann heldur líka fyrir hans gildi og breytingarnar sem hann er að berjast fyrir til að gera heiminn betri,“ sagði Sara Sigmundsdóttir. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) „Hann er eitthvað annað og hann er svo auðmjúkur,“ sagði Sara sem fór að fylgjast með formúlunni eftir að hafa horft á heimildarmyndina um hana. „Ég horfði á formúlu eitt þættina og þeir eru svo góðir. Ég hafði aldrei horft á formúlu eitt og spurði sjálfa mig af hverju ég ætti að horfa á sjónvarpsþátt um hana. Ég prófaði að horfa á hann og ég gat ekki hætt,“ sagði Sara. „Ég held að ég sé búinn að horfa þrisvar sinnum á þættina. Hann sýnir þar alltaf hversu þakklátur hann er fyrir vinnu liðsfélaga sinna. Hann er ekki þessi sjálfumglaði gæi sem heldur að hann eigi heiminn af því að hann er svona stórkostlegur ökumaður. Hann er alltaf að segja að hann gæti ekki gert þetta án liðsins síns,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) „Þess vegna elska ég hann og hefur þessi réttu gildi. Ég horfi mikið upp til hans og ég elska líka Serenu Williams. Hún er ótrúleg og hún hefur séð til þess ásamt Rondu Rousey að vöðvastæltar íþróttakonur eru viðurkenndar. Með frammistöðu þeirra hafa þær sýnt öllum hinum að vera stoltar af vöðvunum sínum og ekki skamma sín fyrir neitt,“ sagði Sara. „Þegar ég var að byrja að æfa þá sagði ég við vin minn að ef ég fær vöðva á hálsinn þá mun ég hætta því mér fannst það svo ógeðslegt. Svo byrjaði ég í CrossFit og elskaði það að vera komin með vöðva á hálsinn,“ sagði Sara. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Formúla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Leik lokið: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira