Út úr kófinu Jón Ívar Einarsson, Sigríður Á. Andersen og Þorsteinn Siglaugsson skrifa 20. nóvember 2020 07:30 Afleiðingar kórónuveirunnar og þeirra almennu samfélagslegu lokana og hindrana sem beitt hefur verið til að hægja á útbreiðslu hennar taka til allra sviða samfélagsins. Stjórnvöld hafa að einhverju leyti reynt að bregðast við þessum afleiðingum, en þó virðist vera ákveðin rörsýn á að reyna ítrekað að „stöðva veiruna“ í stað heildrænnar sýnar. Valkosturinn við núverandi stefnu er að beita hnitmiðuðum aðgerðum í stað almennra aðgerða. Hnitmiðaðar aðgerðir grundvallast á þeirri lykilstaðreynd að veiran er afar hættuleg elsta aldurshópnum en öðrum að jafnaði ekki. Hnitmiðaðar aðgerðir hafa jafnframt þann kost að þær valda ekki eins miklum samfélagslegum áhrifum og lokanir og samskiptahindranir, þótt vitanlega kosti þær bæði fé og fyrirhöfn. Lokun landamæra fyrir ferðamönnum ein og sér hefur að mati þeirra sem til þekkja í ferðaþjónustu valdið atvinnumissi í það minnsta tíu þúsund manns. Sé miðað við erlendar rannsóknir má búast við að þessi aðgerð hafi jafnvel bein áhrif á heilsufar og lífslíkur fólks. Þau smit sem forðað er með lokuninni eru hins vegar fá, sérstaklega í samanburði við innanlandssmit. Og sú viðbára sumra að lokunin hafi engin áhrif haft á ferðamannastraum er fyrirsláttur einn, líkt og sést þegar tölur eru skoðaðar og gögn um ferðamenn í nágrannalöndunum og víðar. Lokanir skóla og tómstundastarfs og truflun á námsferli barna og unglinga er stórskaðleg. Stöðvun heilbrigðisþjónustu á einkastofum með vísan til óljósra áhrifa þeirra á hið ríkisrekna heilbrigðiskerfi hefur valdið mörgum tjóni og mögulega dauðsföllum. Sá kostnaður og tekjutap sem ríkissjóður hefur þurft að bera, og mun áfram þurfa að bera verði fram haldið sem horfir, mun veikja heilbrigðiskerfið, velferðarþjónustuna og menntakerfið á næstu árum. Við undirrituð höfum á undanförnum vikum og mánuðum gert opinberlega grein fyrir áhyggjum okkar af þessari stöðu og velt vöngum yfir leiðum út úr henni. Ýmsir hafa sett sig í samband við okkur og lýst vilja sínum til að taka þátt í að reyna að vinda ofan af þessari stefnu. Þessi hópur hefur sett saman yfirlýsingu sem nú í vikunni var birt á vefsíðunni kofid.is, undir yfirskriftinni „Út úr kófinu“. Markmið okkar er tvíþætt. Annars vegar að opna umræðuna. Hins vegar að hafa frumkvæði að skynsamlegum tillögum til lausnar. Eðlilega grundvallast slíkar tillögur á því að beita hnitmiðuðum og markvissum aðgerðum í stað þeirra aðgerða sem nú er beitt. Yfirlýsing hópsins hefur þegar vakið nokkra umræðu. Í gær brugðust Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir við yfirlýsingu okkar, með þeim orðum að þau væru ósammála þeim skoðunum og röksemdum sem þar koma fram. En jafnframt viðurkenndu þau að hafa ekki lesið yfirlýsinguna. Við vorum svolítið hissa á þessu. Markviss vernd viðkvæmra hópa er grunnstefið í þeirri nálgun sem við teljum skynsamlegt að beita. Þessari stefnu var lýst af þremur af helstu sérfræðingum heims í faraldursfræðum nú í október í svonefndri Great Barrington yfirlýsingu. Alma, Þórólfur og Víðir Reynisson rituðu grein í Fréttablaðið fyrir fáum vikum þar sem þau brugðust við þessum tillögum, en þær eru þó raunar í megindráttum samhljóða þeirri stefnu sem sóttvarnarlæknir lýsti sjálfur í upphafi faraldursins. Í greininni færa þau rök gegn óheftri útbreiðslu veirunnar og heimfæra þau svo upp á stefnu yfirlýsingarinnar, sem snýst einmitt alls ekki um óhefta útbreiðslu heldur markvissa og skipulagða vernd viðkvæmra hópa meðan faraldurinn gengur yfir og þar til bóluefni og lyf koma til sögunnar. Með þeim hætti megi lágmarka fjölda dauðsfalla, forðast ofurálag á heilbrigðiskerfið og ná að komast út úr kófinu. Nýlegar fréttir um jákvæðar frumniðurstöður rannsókna á bóluefnum lofa vissulega góðu og vonandi verða þau jafn örugg og áhrifarík og virðist í fyrstu. Hins vegar mun að öllum líkindum taka marga mánuði að fá nægjanlegt bóluefni til landsins til að ráða niðurlögum faraldursins, e.t.v. eins langan tíma og við höfum nú þegar verið í kófinu. Það er því enn mikilvægt að huga að heildaráhrifum faraldursins og neikvæðra áhrifa af aðgerðum gegn covid. Opin umræða og raunsæ upplýsingagjöf er fyrsta skrefið út úr kófinu. Nauðsynlegt er að stemma stigu við ranghugmyndum og ofsahræðslu. Það gerist aðeins með vandaðri upplýsingagjöf og að því markmiði munum við vinna ótrauð. Um síðustu helgi héldum við opinn fund þar sem Dr. Martin Kulldorff, einn höfunda Great Barrington yfirlýsingarinnar var gestur okkar. Af viðbrögðunum að dæma var þetta gagnlegur fundur og ljóst að eftirspurn er eftir breiðari umræðu en átt hefur sér stað hér á landi hingað til. Ekki síður gagnlegt væri að fá að eiga spjall við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Ölmu Möller landlækni á svipuðum nótum innan skamms. Dr. Jón Ívar Einarsson, prófessor við Harvard Medical School Sigríður Á. Andersen, alþingismaður Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sigríður Á. Andersen Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Afleiðingar kórónuveirunnar og þeirra almennu samfélagslegu lokana og hindrana sem beitt hefur verið til að hægja á útbreiðslu hennar taka til allra sviða samfélagsins. Stjórnvöld hafa að einhverju leyti reynt að bregðast við þessum afleiðingum, en þó virðist vera ákveðin rörsýn á að reyna ítrekað að „stöðva veiruna“ í stað heildrænnar sýnar. Valkosturinn við núverandi stefnu er að beita hnitmiðuðum aðgerðum í stað almennra aðgerða. Hnitmiðaðar aðgerðir grundvallast á þeirri lykilstaðreynd að veiran er afar hættuleg elsta aldurshópnum en öðrum að jafnaði ekki. Hnitmiðaðar aðgerðir hafa jafnframt þann kost að þær valda ekki eins miklum samfélagslegum áhrifum og lokanir og samskiptahindranir, þótt vitanlega kosti þær bæði fé og fyrirhöfn. Lokun landamæra fyrir ferðamönnum ein og sér hefur að mati þeirra sem til þekkja í ferðaþjónustu valdið atvinnumissi í það minnsta tíu þúsund manns. Sé miðað við erlendar rannsóknir má búast við að þessi aðgerð hafi jafnvel bein áhrif á heilsufar og lífslíkur fólks. Þau smit sem forðað er með lokuninni eru hins vegar fá, sérstaklega í samanburði við innanlandssmit. Og sú viðbára sumra að lokunin hafi engin áhrif haft á ferðamannastraum er fyrirsláttur einn, líkt og sést þegar tölur eru skoðaðar og gögn um ferðamenn í nágrannalöndunum og víðar. Lokanir skóla og tómstundastarfs og truflun á námsferli barna og unglinga er stórskaðleg. Stöðvun heilbrigðisþjónustu á einkastofum með vísan til óljósra áhrifa þeirra á hið ríkisrekna heilbrigðiskerfi hefur valdið mörgum tjóni og mögulega dauðsföllum. Sá kostnaður og tekjutap sem ríkissjóður hefur þurft að bera, og mun áfram þurfa að bera verði fram haldið sem horfir, mun veikja heilbrigðiskerfið, velferðarþjónustuna og menntakerfið á næstu árum. Við undirrituð höfum á undanförnum vikum og mánuðum gert opinberlega grein fyrir áhyggjum okkar af þessari stöðu og velt vöngum yfir leiðum út úr henni. Ýmsir hafa sett sig í samband við okkur og lýst vilja sínum til að taka þátt í að reyna að vinda ofan af þessari stefnu. Þessi hópur hefur sett saman yfirlýsingu sem nú í vikunni var birt á vefsíðunni kofid.is, undir yfirskriftinni „Út úr kófinu“. Markmið okkar er tvíþætt. Annars vegar að opna umræðuna. Hins vegar að hafa frumkvæði að skynsamlegum tillögum til lausnar. Eðlilega grundvallast slíkar tillögur á því að beita hnitmiðuðum og markvissum aðgerðum í stað þeirra aðgerða sem nú er beitt. Yfirlýsing hópsins hefur þegar vakið nokkra umræðu. Í gær brugðust Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir við yfirlýsingu okkar, með þeim orðum að þau væru ósammála þeim skoðunum og röksemdum sem þar koma fram. En jafnframt viðurkenndu þau að hafa ekki lesið yfirlýsinguna. Við vorum svolítið hissa á þessu. Markviss vernd viðkvæmra hópa er grunnstefið í þeirri nálgun sem við teljum skynsamlegt að beita. Þessari stefnu var lýst af þremur af helstu sérfræðingum heims í faraldursfræðum nú í október í svonefndri Great Barrington yfirlýsingu. Alma, Þórólfur og Víðir Reynisson rituðu grein í Fréttablaðið fyrir fáum vikum þar sem þau brugðust við þessum tillögum, en þær eru þó raunar í megindráttum samhljóða þeirri stefnu sem sóttvarnarlæknir lýsti sjálfur í upphafi faraldursins. Í greininni færa þau rök gegn óheftri útbreiðslu veirunnar og heimfæra þau svo upp á stefnu yfirlýsingarinnar, sem snýst einmitt alls ekki um óhefta útbreiðslu heldur markvissa og skipulagða vernd viðkvæmra hópa meðan faraldurinn gengur yfir og þar til bóluefni og lyf koma til sögunnar. Með þeim hætti megi lágmarka fjölda dauðsfalla, forðast ofurálag á heilbrigðiskerfið og ná að komast út úr kófinu. Nýlegar fréttir um jákvæðar frumniðurstöður rannsókna á bóluefnum lofa vissulega góðu og vonandi verða þau jafn örugg og áhrifarík og virðist í fyrstu. Hins vegar mun að öllum líkindum taka marga mánuði að fá nægjanlegt bóluefni til landsins til að ráða niðurlögum faraldursins, e.t.v. eins langan tíma og við höfum nú þegar verið í kófinu. Það er því enn mikilvægt að huga að heildaráhrifum faraldursins og neikvæðra áhrifa af aðgerðum gegn covid. Opin umræða og raunsæ upplýsingagjöf er fyrsta skrefið út úr kófinu. Nauðsynlegt er að stemma stigu við ranghugmyndum og ofsahræðslu. Það gerist aðeins með vandaðri upplýsingagjöf og að því markmiði munum við vinna ótrauð. Um síðustu helgi héldum við opinn fund þar sem Dr. Martin Kulldorff, einn höfunda Great Barrington yfirlýsingarinnar var gestur okkar. Af viðbrögðunum að dæma var þetta gagnlegur fundur og ljóst að eftirspurn er eftir breiðari umræðu en átt hefur sér stað hér á landi hingað til. Ekki síður gagnlegt væri að fá að eiga spjall við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Ölmu Möller landlækni á svipuðum nótum innan skamms. Dr. Jón Ívar Einarsson, prófessor við Harvard Medical School Sigríður Á. Andersen, alþingismaður Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun