Segir fréttamann RÚV „lýsa pólitískri afstöðu án tengsla við staðreyndir“ Atli Ísleifsson skrifar 20. nóvember 2020 08:26 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er allt annað en ánægð með fréttaflutning RÚV um eftirfylgniskýrslu GRECO. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur gagnrýnt fréttaflutning fréttamanns RÚV um hvernig íslensk stjórnvöld hafi brugðist við tilmælum GRECO ætluðum til að draga úr spillingu. Segir ráðherra að fréttamaðurinn hafi kosið að „afflytja málið og lýsa pólitískri afstöðu án tengsla við staðreyndir “ og látið í veðri vaka að í dómsmálaráðuneytinu væri „hvorki áhugi né vilji á aðgerðum gegn spillingu.“ Þetta segir Áslaug Arna í grein í Morgunblaðinu í morgun þar sem hún vísar þar í frétt Sigrúnar Davíðsdóttur, fréttamanns RÚV, „GRECO, tvö ráðuneyti, tvær sögur“, þar sem dregin er upp ólík mynd af því hvernig forsætisráðuneytið annars vegar og dómsmálaráðuneytið hins vegar sögðu frá því hvernig brugðist hafi verið við tilmælunum frá GRECO. Ólík túlkun Samtök ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, GRECO, hafði áður beint átján tilmælum til íslenskra stjórnvalda – níu sem féllu undir verksvið forsætisráðuneytisins og níu sem væru í verkahring dómsmálaráðuneytis. Samtökin birtu svo sérstaka eftirfylgniskýrslu síðastliðinn mánudag. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu á mánudaginn var litið til þeirra tilmæla sem væri á könnu ráðuneytisins – fjögur tilmæli hafi verið innleidd, fjögur innleidd að hluta og ein ekki innleidd. Dómsmálaráðuneytið hafi hins vegar litið á heildina og kom fram í tilkynningu þeirra að „af 18 tilmælum GRECO [hafi] níu verið uppfyllt, þrjú að hluta og sex á eftir að uppfylla. „Já einmitt, þetta er heildarfjöldinn, alveg sleppt að nefna að dómsmálaráðuneytið hefur ekki uppfyllt ein einustu tilmæli. Báðar tilkynningarnar eru kórréttar. Gagnsæi getur sannarlega tekið á sig margar myndir,“ sagði Sigrún í sinni fréttaskýringu. Endurskipulagning á lögreglunni Ráðherra segir Sigrúnu hins vegar ekki segja þar alla söguna. Segir Áslaug Arna í grein sinni að talsmaður GRECO hafi í yfirferð sinni farið lofsamlegum orðum um vinnu dómsmálaráðuneytisins og lagt áherslu á að ferlið tæki tíma. Tekið væri til greina að dómsmálaráðherra hafi nýverið hafið „mjög yfirgripsmikla“ endurskipulagningu á lögreglunni og öðrum embættum löggæslu – tillögur sem miði að því að tryggja að engin pólitísk afskipti séu lögð af löggæslu. „Greiðendur útvarpsgjaldsins eiga rétt á því að greint sé rétt frá,“ segir Áslaug Arna í greininni. Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur gagnrýnt fréttaflutning fréttamanns RÚV um hvernig íslensk stjórnvöld hafi brugðist við tilmælum GRECO ætluðum til að draga úr spillingu. Segir ráðherra að fréttamaðurinn hafi kosið að „afflytja málið og lýsa pólitískri afstöðu án tengsla við staðreyndir “ og látið í veðri vaka að í dómsmálaráðuneytinu væri „hvorki áhugi né vilji á aðgerðum gegn spillingu.“ Þetta segir Áslaug Arna í grein í Morgunblaðinu í morgun þar sem hún vísar þar í frétt Sigrúnar Davíðsdóttur, fréttamanns RÚV, „GRECO, tvö ráðuneyti, tvær sögur“, þar sem dregin er upp ólík mynd af því hvernig forsætisráðuneytið annars vegar og dómsmálaráðuneytið hins vegar sögðu frá því hvernig brugðist hafi verið við tilmælunum frá GRECO. Ólík túlkun Samtök ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, GRECO, hafði áður beint átján tilmælum til íslenskra stjórnvalda – níu sem féllu undir verksvið forsætisráðuneytisins og níu sem væru í verkahring dómsmálaráðuneytis. Samtökin birtu svo sérstaka eftirfylgniskýrslu síðastliðinn mánudag. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu á mánudaginn var litið til þeirra tilmæla sem væri á könnu ráðuneytisins – fjögur tilmæli hafi verið innleidd, fjögur innleidd að hluta og ein ekki innleidd. Dómsmálaráðuneytið hafi hins vegar litið á heildina og kom fram í tilkynningu þeirra að „af 18 tilmælum GRECO [hafi] níu verið uppfyllt, þrjú að hluta og sex á eftir að uppfylla. „Já einmitt, þetta er heildarfjöldinn, alveg sleppt að nefna að dómsmálaráðuneytið hefur ekki uppfyllt ein einustu tilmæli. Báðar tilkynningarnar eru kórréttar. Gagnsæi getur sannarlega tekið á sig margar myndir,“ sagði Sigrún í sinni fréttaskýringu. Endurskipulagning á lögreglunni Ráðherra segir Sigrúnu hins vegar ekki segja þar alla söguna. Segir Áslaug Arna í grein sinni að talsmaður GRECO hafi í yfirferð sinni farið lofsamlegum orðum um vinnu dómsmálaráðuneytisins og lagt áherslu á að ferlið tæki tíma. Tekið væri til greina að dómsmálaráðherra hafi nýverið hafið „mjög yfirgripsmikla“ endurskipulagningu á lögreglunni og öðrum embættum löggæslu – tillögur sem miði að því að tryggja að engin pólitísk afskipti séu lögð af löggæslu. „Greiðendur útvarpsgjaldsins eiga rétt á því að greint sé rétt frá,“ segir Áslaug Arna í greininni.
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent