Lara Trump sögð vilja verða öldungadeildarþingmaður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2020 22:01 Lara flytur lofræðu um tengdaföður sinn á landsfundi Repúblikanaflokksins í haust. epa/Chip Somodevilla New York Times hefur eftir heimildarmönnum að Lara Trump, tengdadóttir Donald Trump, sé að velta því fyrir sér að bjóða sig fram til öldungadeildarinnar í Norður-Karólínu. Margir aðrir þungavigtarmenn innan repúblikanaflokksins eru sagðir hafa augastað á sætinu en flokksbróðir þeirra, Richard Burr, tilkynnti að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Kjörtímabili Burr lýkur árið 2022 en niðurstöður forsetakosninganna gefa til kynna að bæði repúblikanar og demókratar eigi séns á sætinu, þar sem Trump vann ríkið með aðeins 1,3% mun. Lara og Eric eiga m.a. dótturina Karólínu, sem er nefnd eftir heimaríki Löru.epa/David Maxwell Mercedes Schlapp, ráðgjafi í kosningateymi forsetans, ferðaðist með Löru þar sem hún mætti fyrir tendaföður sinn í aðdraganda kosninganna og segir hana vera mjög sjarmerandi og hafa nef fyrir stjórnmálum. Þá sé hún þekkt nafn í Norður-Karólínu, heimaríki sínu. Hefur stutt forsetann í einu og öllu Lara Trump er 38 ára og var áður einkaþjálfari og sjónvarpsframleiðandi. Hún giftist Eric Trump í Mar-a-Lago árið 2014. Menn hafa löngum velt vöngum yfir því hvort börn Donald Trump freisti þess að nýta sér þá stemningu sem Trump hefur myndað í bandarískum stjórnmálum og sækjast eftir opinberum embættum. En svo kann að fara að tengdadóttirin verði sú fyrsta sem lætur á það reyna að bjóða sig fram undir Trump-nafninu. Einn helsti munurinn á Löru og Ivönku Trump, dóttur forsetans, er sá að Ivanka hefur upp að vissu marki haldið sig til hlés þegar faðir hennar hefur farið mikinn í að fordæma hinn og þennan, á meðan Lara hefur stutt forsetann með ráðum og dáðum. Hefur hún m.a. sagt að bandaríska kosningakerfið sé meingallað og sviksamlegt og gert úr því skóna að Joe Biden, kjörinn forseti, þjáist af heilabilun. Hin heilaga þrenning Meðal þeirra repúblikana sem taldir eru líklegir til að falast eftir öldungadeildarsætinu eru Mark Walker, sem forsetinn hefur hvatt til að feta í fótspor Burr, og Pat McCrory, fyrrum ríkisstjóri. Þá hefur Mark Meadows, núverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, einnig verið nefndur til sögunnar. Omarosa Manigault var meðal keppenda í raunveruleikaþættinum The Apprentice, þar sem Donald Trump rak mann og annan, og starfaði um tíma í Hvíta húsinu. Hún greindi hins vegar frá því árið 2018 að Lara hefði boðið sér 15 þúsund dali á mánuði fyrir að þegja um tíma sinn sem einn af ráðgjöfum forsetans.epa/Erik S. Lesser Þrátt fyrir að búa að töluverðri reynslu í stjórnmálum þykir ljóst að enginn þessara kandídata er jafn þekktur og Lara í Norður-Karónlínu né eru þeir taldir geta safnað jafn miklu fé og hún. „Hún yrði magnaður kandidat,“ segir Kellyanne Conway, fyrrum ráðgjafi Donald Trump. „Hún býr að hinni heilögu þrenningu; hún getur aflað fjár, vakið athygli á helstu málefnum og vakið athygli á kosningabaráttu sinni. Ólíkt mörgum dæmigerðum stjórnmálamönnum þá tengir hún við fólk og er manneskja sem hlustað er á.“ Ítarlega frétt um málið má finna á nytimes.com. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
New York Times hefur eftir heimildarmönnum að Lara Trump, tengdadóttir Donald Trump, sé að velta því fyrir sér að bjóða sig fram til öldungadeildarinnar í Norður-Karólínu. Margir aðrir þungavigtarmenn innan repúblikanaflokksins eru sagðir hafa augastað á sætinu en flokksbróðir þeirra, Richard Burr, tilkynnti að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Kjörtímabili Burr lýkur árið 2022 en niðurstöður forsetakosninganna gefa til kynna að bæði repúblikanar og demókratar eigi séns á sætinu, þar sem Trump vann ríkið með aðeins 1,3% mun. Lara og Eric eiga m.a. dótturina Karólínu, sem er nefnd eftir heimaríki Löru.epa/David Maxwell Mercedes Schlapp, ráðgjafi í kosningateymi forsetans, ferðaðist með Löru þar sem hún mætti fyrir tendaföður sinn í aðdraganda kosninganna og segir hana vera mjög sjarmerandi og hafa nef fyrir stjórnmálum. Þá sé hún þekkt nafn í Norður-Karólínu, heimaríki sínu. Hefur stutt forsetann í einu og öllu Lara Trump er 38 ára og var áður einkaþjálfari og sjónvarpsframleiðandi. Hún giftist Eric Trump í Mar-a-Lago árið 2014. Menn hafa löngum velt vöngum yfir því hvort börn Donald Trump freisti þess að nýta sér þá stemningu sem Trump hefur myndað í bandarískum stjórnmálum og sækjast eftir opinberum embættum. En svo kann að fara að tengdadóttirin verði sú fyrsta sem lætur á það reyna að bjóða sig fram undir Trump-nafninu. Einn helsti munurinn á Löru og Ivönku Trump, dóttur forsetans, er sá að Ivanka hefur upp að vissu marki haldið sig til hlés þegar faðir hennar hefur farið mikinn í að fordæma hinn og þennan, á meðan Lara hefur stutt forsetann með ráðum og dáðum. Hefur hún m.a. sagt að bandaríska kosningakerfið sé meingallað og sviksamlegt og gert úr því skóna að Joe Biden, kjörinn forseti, þjáist af heilabilun. Hin heilaga þrenning Meðal þeirra repúblikana sem taldir eru líklegir til að falast eftir öldungadeildarsætinu eru Mark Walker, sem forsetinn hefur hvatt til að feta í fótspor Burr, og Pat McCrory, fyrrum ríkisstjóri. Þá hefur Mark Meadows, núverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, einnig verið nefndur til sögunnar. Omarosa Manigault var meðal keppenda í raunveruleikaþættinum The Apprentice, þar sem Donald Trump rak mann og annan, og starfaði um tíma í Hvíta húsinu. Hún greindi hins vegar frá því árið 2018 að Lara hefði boðið sér 15 þúsund dali á mánuði fyrir að þegja um tíma sinn sem einn af ráðgjöfum forsetans.epa/Erik S. Lesser Þrátt fyrir að búa að töluverðri reynslu í stjórnmálum þykir ljóst að enginn þessara kandídata er jafn þekktur og Lara í Norður-Karónlínu né eru þeir taldir geta safnað jafn miklu fé og hún. „Hún yrði magnaður kandidat,“ segir Kellyanne Conway, fyrrum ráðgjafi Donald Trump. „Hún býr að hinni heilögu þrenningu; hún getur aflað fjár, vakið athygli á helstu málefnum og vakið athygli á kosningabaráttu sinni. Ólíkt mörgum dæmigerðum stjórnmálamönnum þá tengir hún við fólk og er manneskja sem hlustað er á.“ Ítarlega frétt um málið má finna á nytimes.com.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent