Hjólaði þvert yfir Ísland og hljóp Laugaveginn daginn eftir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. nóvember 2020 08:00 Chris Burkard segir að samband sitt við Ísland verði sífellt sterkara. Vísir/Vilhelm „Fyrsta ferðin mín hingað var árið 2006 og ég man að þá var allt ótrúlega dýrt. Ég kom hingað fyrir Mens Journal, stórt tímarit í New York því þeir voru að gera grein um brimbrettakappann Timmy Turner,“ segir ljósmyndarinn og ævintýramaðurinn Chris Burkard um það hvernig ást hans á Íslandi byrjaði. Brimbrettakappinn Timmy hafði fengið slæma sýkingu og endað í aðgerð á heila. Hann var að koma aftur til baka í sportið, en gat ekki farið á brimbretti í heitu vatni og þess vegna voru ljósmyndirnar teknar á Íslandi. „Við vissum að öldurnar hér væru flottar og menningin frábær,“ útskýrir Burkard. „Við vorum hér í 14 daga og flökkuðum frá Húsavík að Vík í Mýrdal. Það var svo mikið frelsi hérna og hrá fegurð. Ég ólst upp í litlum bæ í Kaliforníu og hafði aldrei séð neitt þessu líkt áður. Mér leið eins og ég væri að fletta í gegnum síðurnar á National Geographic og tímaritin sem ég skoðaði alltaf í æsku. Þetta bara náði mér. Þegar ég var að fara, á því augnabliki, fann ég að ég þyrfti að finna mér afsökun til þess að koma aftur.“ Eitthvað einstakt Þegar blaðamaður settist niður með ljósmyndaranum núna í haust var hann í Íslandsheimsókn 43 á þessum 15 árum. „Það sem ég hef gert í gegnum árin er að finna mér ástæður til þess að koma hingað, hvort sem þær eru persónulegar eða vegna vinnu.“ Chris féll fyrir Íslandi í fyrstu ferð.Jordan Rosen Photography Árið 2019 kom Burkard til landsins til þess að keppa í WOW Cyclothon og kom þar fyrstur í mark og sló einstaklingsmet keppninnar í leiðinni. „Sú reynsla breytti mér. Það er eitthvað einstakt við að geta ekki stokkið inn í bíl þegar veðrið verður vont eða fundið þér gistingu. Þú gefur þig algjörlega á vald landsins og alls sem það hefur upp á að bjóða. Það var það sem WOW Cyclothon snerist um fyrir mig.“ Chris við Egilsstaði þegar hann keppti í WOW Cyclothon árið 2019.Vísir/Vilhelm Burkard vildi upplifa landið, veðrið og vindana án truflana. Með því að hjóla einn hringinn í kringum Ísland náði hann því markmiði. Hann lauk keppni á tímanum 52:36:19 og sló þannig fyrra met um rúmar þrjár klukkustundir. Þetta gerði hann með því að sofa ekkert á leiðinni. „Þetta var svo persónuleg reynsla og upplifun fyrir mig því þú gerir þetta ekki fyrir peninga eða neitt slíkt, bara fyrir sjálfan þig. Þá fór ég að velta fyrir mér hvort það væri til enn fallegri lína yfir landið sem gæti komið þér að hjarta landsins, í gegnum hálendið.“ 975 kílómetrar á níu dögum Á þessu ári kom hann því hingað til þess að fylgja eftir því ævintýri og hjólaði í þetta skipti þvert yfir Ísland með góðum hópi fólks. „Margir koma í hjólaferðir til Íslands en margar leiðarnar sem fólk hjólar eru ekki eins afskekktar og ég vildi. Svo þegar við byrjuðum að velja leið, í gegnum svæðið sem er oft kallað „stóra tómið,“ vildum við komast alveg að hjarta landsins. Svo við teiknuðum leið frá Dalatanga á Austurlandi yfir að klettunum við Látrabjarg á Vesturlandi.“ Chris, Adam, Emily og Eric á hjólum sínum þegar þau þveruðu Ísland.Jordan Rosen Photography Burkard segir að hópurinn hafi reynt að gera leiðina eins beina og mögulegt væri, en vildu hjóla framhjá eins mörgum jöklum á leiðinni eins og mögulegt væri. Hópurinn hjólaði þvert yfir hálendi Íslands á níu dögum og lögðu þau að baki 975 kílómetra leið yfir eyðisanda og ár. „Ég vonaðist til þess að geta búið til nýja leið, sem gæti vonandi hvatt aðra til að prófa að upplifa hana líka. Ég hef á vissan hátt tekið þátt í ferðamannaiðnaðinum á Íslandi síðustu ár og veit að það eru takmörk fyrir því hvað Suðurlandið þolir mikið svo fólk þarf að skoða aðra staði sem þarf líka á ferðamönnunum og peningunum að halda. Austustu og Vestustu oddar landsins eru mögnuð svæði. Samt get ég talið á fingrum annarrar handar hvað ég sá marga bíla þar.“ Eins og í eyðimörk Upptökuvélar og myndavélar spiluðu því stórt hlutverk í ferðalaginu og hjálpaði mikið að veðurguðirnir bænheyrðu þau. Íslenskir tökumenn voru með þeim í för og í vikunni birti hann stutta heimildarmynd um ferðalagið á Instagram, þar sem hann er með yfir 3,6 milljónir fylgjenda. Myndin kallast A Line In The Sand og má horfa á hana á Instagram síðunni hans og á Youtube í spilaranum hér fyrir neðan. „Ég hef aldrei fengið svona góðan veðurglugga hér á Íslandi,“ segir Burkard og hlær. „Þetta var ótrúlegt. Veðrið var svo gott, næstum því of gott. Það sem kom mér mest á óvart hvað það komu langar vegalengdir þar sem ekki var hægt að ná í vatn. Þetta var eins á eyðimörk, á svo fallegan hátt. Það komu sandstormar og ef þú hefðir lokað augunum gætir þú trúað því að þú værir í Sahara eyðimörkinni.“ Chris segir að það hafi verið mögnuð upplifun að sjá jökulárnar seitla framhjá þeim.Jordan Rosen Photography Skipti strax yfir í hlaupaskóna Burkard varð líka hissa á því hvað hann komst nálægt jöklunum í þessari ferð. „Augljóslega er hægt að keyra á jöklunum á réttum bílum, en það var ótrúlegt að sjá hvað við komumst nálægt á hjólunum. Það var svo falleg reynsla. Á einum tímapunkti vorum við að hjóla á þurrum árvegi á mjög flötu svæði. Svo byrjaði sólin að hita upp jökulinn og þá byrjaði vatnið að streyma hægt á móti okkur, eins og agnarsmá tveggja sentímetra flóðbylgja. Við stoppuðum bara og horfðum, allt munstrið á jörðinni byrjaði að fyllast af vatni og það var svo fallegt. Þetta var eins og fæðing jökulár. Þetta er held ég eini staðurinn þar sem þetta gerist með þessum hætti, byrjar og hættir á hverjum degi. Þetta var mögnuð reynsla sem ég gleymi aldri. Landslagið er svo lifandi.“ Chris segir að það hafi komið sér á óvart hversu langir kaflar voru án vatns á leiðinni.Jordan Rosen Photography Eftir þessa hjólreiðaferð ákvað Burkard að hlaupa Laugaveginn í fyrsta skipti, en hlaupaleiðin er vinsæl hjá Ultra hlaupurum og er keppt í 55 kílómetra leið á hverju sumri. Burkard tók þó ekki þátt í keppninni þar sem hann var hér á öðrum árstíma. „Daginn eftir að við lukum ferðinni vildi ég hlaupa Laugaveginn, frá Landmannalaugum í Þórsmörk og svo frá Þórsmörk að Skógum. Þetta voru um það bil 82 kílómetrar og ég held að í lokin hafi ég verið þreyttari en eftir hjólaleiðina, WOW Cyclathon og allt annað. Konan mín spurði hvort ég væri brjálaður, að gera þetta svona í beinu framhaldi af hinu en það er eitthvað aðdráttarafl, sem togar í mig að upplifa þetta. Ég hef aldrei fundið þetta áður.“ Kvikmyndatökumenn fylgdu hópnum eftir og var Burkard nú að birta stutta heimildarmynd á Instagram um verkefnið.Jordan Rosen Photography Mannfólkið ekki það mikilvægasta Burkard hljóp þessa leið með góðum vini sínum og tók þetta þá 13 klukkustundir. „Ég hef aldrei gert þetta áður því miður. Ég hef komið á alla þessa staði en að hlaupa í þessu landslagi var magnað.“ Í bæði hjólaferðalaginu og þessu langa hlaupi, upplifði Burkard að hann væri mjög lítill í samanburði við umhverfið. Hann segir að í svona ævintýrum upplifi hann ákveðið varnarleysi. Burkard viðurkennir að þeim hafi orðið mjög kalt á Eyjafjallajökli undir lok hlaupsins, en sem betur fer hafi þeir verið með aukaföt. „Þú finnur hvað þú ert smávægilegur og það er góð tilfinning. Því sem manneskjur förum við í gegnum stóran hluta lífsins haldandi að við séum það mikilvægasta á þessari jörð.“ Burkard virðist ekki fá nóg af landinu. Höfn á Hornafirði er alltaf í miklu uppáhaldi hjá honum, þó að þar sé oft þoka og vont veður. „Ég held að mín uppáhalds minning frá Íslandi sé samt þegar ég tók eiginkonuna og móður mína hingað. Til að sýna þeim marga af mínum uppáhaldsstöðum, fegurðina og ástæðu þess að ég hef eytt svo miklum tíma hér.“ Burkard er heillaður af þokunni og segir að staðir eins og Hornafjörður séu í uppáhaldi.Jordan Rosen Photography Fær aldrei nóg Eftirminnilegasta verkefnið hans á Íslandi var að fljúga yfir jökulárnar og taka myndir fyrir bókina At Glaciers End, sem hann gaf út á síðasta ári. Burkard tók sjö ár í að vinna að þessu verkefni áður en hann tók myndirnar saman í bók. „Það var frábært að kynnast landinu frá öðru sjónarhorni. Ég hef svo mikla þrá til þess.“ Árið 2015 kom hann til landsins til þess að mynda ferðalag söngvarans Justin Bieber, sem vakti athygli og varð að tónlistarmyndbandi við lagið I‘ll Show You. Þó að Burkard hafi komið í 43 heimsóknir til landsins, hefur það aldrei verið í þeim tilgangi að vera í fríi. „Mér finnst svo slæmt að fljúga hingað að ástæðulausu með tilheyrandi kolefnsfótspori.“ Þetta gæti þó breyst í náinni framtíð þar sem Burkard lætur sig dreyma um að finna leið til að geta búið á Íslandi hluta ársins. „Ég held að ég fái aldrei leið á landinu. Það verður alltaf ástæða eða tilgangur til að koma hingað. Áhuginn á að uppgötva nýja og afskekkta staði veldur því að ég kem alltaf aftur. Það eru alltaf fleiri steinar sem á eftir að snúa við og eitthvað sem ég á eftir að upplifa.“ Hópurinn baðaði sig í náttúrulaugum á ferðalaginu.Jordan Rosen Photography „Ísland er svo aðgengilegt fyrir svo marga. Ég vonast til að geta sýnt fólki þetta svo það átti sig á því að hér er hægt að lenda í bæði stórum og smáum ævintýrum, ef þú ert tilbúinn til þess og opinn fyrir því. Ég ferðast um allan heim vegna vinnunnar og hef fengið að upplifa ótrúlega staði en það sem dregur mig hingað er meira en bara landslagið. Það er fólkið, menningin og hvernig náttúran og kúltúrinn hér blandast saman á einhvern magnaðan hátt.“ Eins og ástarsamband Burkard segir að í fyrstu Íslandsheimsókninni hafi hann keyrt um þjóðveginn á 90 kílómetra hraða á klukkustund en stoppað við hvern einasta foss til að mynda. Á degi tíu hafi hann þó verið hættur að stoppa við þá alla. „Á vissan hátt hefur sá neisti fölnað en í staðinn kom annars konar virðing.“ Í byrjun var allt svo nýtt og magnað, en nú hugsar hann meira um það hvernig hægt sé að hjálpa til við að vernda þessi fallegu svæði og náttúruna. „Hvernig get ég sagt frá þessum stöðum á upplýstan hátt og hjálpað öðrum að skilja það. Vonandi get ég einn daginn orðið hluti af þessari menningu í stað þess að vera alltaf hér sem ferðamaður.“ View this post on Instagram A post shared by ChrisBurkard (@chrisburkard) Hann á vissan hátt setur þetta upp eins og ástarsamband sem þróast milli tveggja einstaklinga. „Hrifningin í byrjun er orðin að dýpri ást. Í byrjun er allt nýtt og spennandi en svo byrjar þú að kunna að meta hliðar sem þú vissir ekki einu sinni af. Fyrir þá sem vilja virkilega eyða tíma hér þá er svo margt nýtt sem hægt er að kynnast eins og tónlistin, listin og allir hinir hlutar landsins.“ Nefnir hann í því samhengi að Kiasmos hefur verið í uppáhaldi hjá honum í langan tíma, dúett Ólafs Arnalds og hins færeyska Janus Rasmussen. „Ég heyrði fyrst um Ísland vegna tónlist Bjarkar fyrir 20 árum. Ég var heillaður því tónlist hennar var svo stórkostleg. Ég gat ekki séð fyrir mér fyrir hvernig svona hæfileikaríkur einstaklingur gæti komið frá svona litlu landi. En svo þegar ég fór að kynna mér það þá var mikið af hæfileikaríku fólki frá Íslandi. Ef Íslenskir tónlistarmenn eins og Of Monsters and Men spila í Kaliforníu þá reyni ég að mæta. Ég er mikill aðdáandi íslenskrar listar og íslenskrar tónlistar. Í öllum myndum sem ég hef gert hef ég reynt að fá leyfi fyrir notkun á íslenskum lögum.“ Chris Burkard á Umhverfisráðstefnu hér á landi í einni af Íslandsheimsóknunum. Vísir/Vilhelm Íslenskur innblástur Burkard segir að það dýrasta við framleiðsluna á brimbrettamyndinni hans Under an Artic Sky hafi verið að fá að nota tónlistina frá Sigurrós. „En okkur fannst að það hefði verið svo mikil synd að gera mynd á Íslandi án þess að hafa þar íslenska tónlist. Við vildum flytja fólk þangað í huganum. Ég gæti talað endalaust um íslenska list, tónlist og menningu. Eins og verk Ragnars Axelssonar, ég sá þau þegar ég kom fyrst til Íslands og ég hafði aldrei séð nokkru þessu líkt, þessi hljóðlátu, dökku augnablik sem hann nær veittu mér innblástur.“ Hann segir að til að fólk fái að kynnast Íslandi vel, þurfi það að ferðast á fáfarnari staði en Gullna hringinn. „Þú verður að fletta nokkrum lögum af.“ Í einni af Íslandsheimsóknunum gerði Burkard bíómynd um vin sinn Ella Þór, sem er íslenskur ljósmyndari, brimbrettakappi og einstæður faðir. „Fyrir áratug drukknaði hann næstum því á kajak í á og breytti það honum og ferlinum hans. Hann hætti að sigla á kajak og fann ástríðu fyrir brimbrettum. Fæðing Unnar dóttur hans gaf honum svo nýtt hugarfar og nýja ástæðu til að lifa fyrir,“ segir Burkard um myndina. „Þetta var skemmtilegt verkefni og sem faðir hafði ég mikla ástríðu fyrir þessu.“ Myndin er komin á Youtube og hefur einnig verið sýnd víða á kvikmyndahátíðum. Burkard segir að ef hann ætti að lýsa sínu markmiði í lífinu í einni setningu væri það að segja sögur sem skipta máli. Hægt er að sjá myndina Unnur í spilaranum hér fyrir neðan. Hjólreiðar Hlaup Helgarviðtal Íslandsvinir Fjallamennska Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
„Fyrsta ferðin mín hingað var árið 2006 og ég man að þá var allt ótrúlega dýrt. Ég kom hingað fyrir Mens Journal, stórt tímarit í New York því þeir voru að gera grein um brimbrettakappann Timmy Turner,“ segir ljósmyndarinn og ævintýramaðurinn Chris Burkard um það hvernig ást hans á Íslandi byrjaði. Brimbrettakappinn Timmy hafði fengið slæma sýkingu og endað í aðgerð á heila. Hann var að koma aftur til baka í sportið, en gat ekki farið á brimbretti í heitu vatni og þess vegna voru ljósmyndirnar teknar á Íslandi. „Við vissum að öldurnar hér væru flottar og menningin frábær,“ útskýrir Burkard. „Við vorum hér í 14 daga og flökkuðum frá Húsavík að Vík í Mýrdal. Það var svo mikið frelsi hérna og hrá fegurð. Ég ólst upp í litlum bæ í Kaliforníu og hafði aldrei séð neitt þessu líkt áður. Mér leið eins og ég væri að fletta í gegnum síðurnar á National Geographic og tímaritin sem ég skoðaði alltaf í æsku. Þetta bara náði mér. Þegar ég var að fara, á því augnabliki, fann ég að ég þyrfti að finna mér afsökun til þess að koma aftur.“ Eitthvað einstakt Þegar blaðamaður settist niður með ljósmyndaranum núna í haust var hann í Íslandsheimsókn 43 á þessum 15 árum. „Það sem ég hef gert í gegnum árin er að finna mér ástæður til þess að koma hingað, hvort sem þær eru persónulegar eða vegna vinnu.“ Chris féll fyrir Íslandi í fyrstu ferð.Jordan Rosen Photography Árið 2019 kom Burkard til landsins til þess að keppa í WOW Cyclothon og kom þar fyrstur í mark og sló einstaklingsmet keppninnar í leiðinni. „Sú reynsla breytti mér. Það er eitthvað einstakt við að geta ekki stokkið inn í bíl þegar veðrið verður vont eða fundið þér gistingu. Þú gefur þig algjörlega á vald landsins og alls sem það hefur upp á að bjóða. Það var það sem WOW Cyclothon snerist um fyrir mig.“ Chris við Egilsstaði þegar hann keppti í WOW Cyclothon árið 2019.Vísir/Vilhelm Burkard vildi upplifa landið, veðrið og vindana án truflana. Með því að hjóla einn hringinn í kringum Ísland náði hann því markmiði. Hann lauk keppni á tímanum 52:36:19 og sló þannig fyrra met um rúmar þrjár klukkustundir. Þetta gerði hann með því að sofa ekkert á leiðinni. „Þetta var svo persónuleg reynsla og upplifun fyrir mig því þú gerir þetta ekki fyrir peninga eða neitt slíkt, bara fyrir sjálfan þig. Þá fór ég að velta fyrir mér hvort það væri til enn fallegri lína yfir landið sem gæti komið þér að hjarta landsins, í gegnum hálendið.“ 975 kílómetrar á níu dögum Á þessu ári kom hann því hingað til þess að fylgja eftir því ævintýri og hjólaði í þetta skipti þvert yfir Ísland með góðum hópi fólks. „Margir koma í hjólaferðir til Íslands en margar leiðarnar sem fólk hjólar eru ekki eins afskekktar og ég vildi. Svo þegar við byrjuðum að velja leið, í gegnum svæðið sem er oft kallað „stóra tómið,“ vildum við komast alveg að hjarta landsins. Svo við teiknuðum leið frá Dalatanga á Austurlandi yfir að klettunum við Látrabjarg á Vesturlandi.“ Chris, Adam, Emily og Eric á hjólum sínum þegar þau þveruðu Ísland.Jordan Rosen Photography Burkard segir að hópurinn hafi reynt að gera leiðina eins beina og mögulegt væri, en vildu hjóla framhjá eins mörgum jöklum á leiðinni eins og mögulegt væri. Hópurinn hjólaði þvert yfir hálendi Íslands á níu dögum og lögðu þau að baki 975 kílómetra leið yfir eyðisanda og ár. „Ég vonaðist til þess að geta búið til nýja leið, sem gæti vonandi hvatt aðra til að prófa að upplifa hana líka. Ég hef á vissan hátt tekið þátt í ferðamannaiðnaðinum á Íslandi síðustu ár og veit að það eru takmörk fyrir því hvað Suðurlandið þolir mikið svo fólk þarf að skoða aðra staði sem þarf líka á ferðamönnunum og peningunum að halda. Austustu og Vestustu oddar landsins eru mögnuð svæði. Samt get ég talið á fingrum annarrar handar hvað ég sá marga bíla þar.“ Eins og í eyðimörk Upptökuvélar og myndavélar spiluðu því stórt hlutverk í ferðalaginu og hjálpaði mikið að veðurguðirnir bænheyrðu þau. Íslenskir tökumenn voru með þeim í för og í vikunni birti hann stutta heimildarmynd um ferðalagið á Instagram, þar sem hann er með yfir 3,6 milljónir fylgjenda. Myndin kallast A Line In The Sand og má horfa á hana á Instagram síðunni hans og á Youtube í spilaranum hér fyrir neðan. „Ég hef aldrei fengið svona góðan veðurglugga hér á Íslandi,“ segir Burkard og hlær. „Þetta var ótrúlegt. Veðrið var svo gott, næstum því of gott. Það sem kom mér mest á óvart hvað það komu langar vegalengdir þar sem ekki var hægt að ná í vatn. Þetta var eins á eyðimörk, á svo fallegan hátt. Það komu sandstormar og ef þú hefðir lokað augunum gætir þú trúað því að þú værir í Sahara eyðimörkinni.“ Chris segir að það hafi verið mögnuð upplifun að sjá jökulárnar seitla framhjá þeim.Jordan Rosen Photography Skipti strax yfir í hlaupaskóna Burkard varð líka hissa á því hvað hann komst nálægt jöklunum í þessari ferð. „Augljóslega er hægt að keyra á jöklunum á réttum bílum, en það var ótrúlegt að sjá hvað við komumst nálægt á hjólunum. Það var svo falleg reynsla. Á einum tímapunkti vorum við að hjóla á þurrum árvegi á mjög flötu svæði. Svo byrjaði sólin að hita upp jökulinn og þá byrjaði vatnið að streyma hægt á móti okkur, eins og agnarsmá tveggja sentímetra flóðbylgja. Við stoppuðum bara og horfðum, allt munstrið á jörðinni byrjaði að fyllast af vatni og það var svo fallegt. Þetta var eins og fæðing jökulár. Þetta er held ég eini staðurinn þar sem þetta gerist með þessum hætti, byrjar og hættir á hverjum degi. Þetta var mögnuð reynsla sem ég gleymi aldri. Landslagið er svo lifandi.“ Chris segir að það hafi komið sér á óvart hversu langir kaflar voru án vatns á leiðinni.Jordan Rosen Photography Eftir þessa hjólreiðaferð ákvað Burkard að hlaupa Laugaveginn í fyrsta skipti, en hlaupaleiðin er vinsæl hjá Ultra hlaupurum og er keppt í 55 kílómetra leið á hverju sumri. Burkard tók þó ekki þátt í keppninni þar sem hann var hér á öðrum árstíma. „Daginn eftir að við lukum ferðinni vildi ég hlaupa Laugaveginn, frá Landmannalaugum í Þórsmörk og svo frá Þórsmörk að Skógum. Þetta voru um það bil 82 kílómetrar og ég held að í lokin hafi ég verið þreyttari en eftir hjólaleiðina, WOW Cyclathon og allt annað. Konan mín spurði hvort ég væri brjálaður, að gera þetta svona í beinu framhaldi af hinu en það er eitthvað aðdráttarafl, sem togar í mig að upplifa þetta. Ég hef aldrei fundið þetta áður.“ Kvikmyndatökumenn fylgdu hópnum eftir og var Burkard nú að birta stutta heimildarmynd á Instagram um verkefnið.Jordan Rosen Photography Mannfólkið ekki það mikilvægasta Burkard hljóp þessa leið með góðum vini sínum og tók þetta þá 13 klukkustundir. „Ég hef aldrei gert þetta áður því miður. Ég hef komið á alla þessa staði en að hlaupa í þessu landslagi var magnað.“ Í bæði hjólaferðalaginu og þessu langa hlaupi, upplifði Burkard að hann væri mjög lítill í samanburði við umhverfið. Hann segir að í svona ævintýrum upplifi hann ákveðið varnarleysi. Burkard viðurkennir að þeim hafi orðið mjög kalt á Eyjafjallajökli undir lok hlaupsins, en sem betur fer hafi þeir verið með aukaföt. „Þú finnur hvað þú ert smávægilegur og það er góð tilfinning. Því sem manneskjur förum við í gegnum stóran hluta lífsins haldandi að við séum það mikilvægasta á þessari jörð.“ Burkard virðist ekki fá nóg af landinu. Höfn á Hornafirði er alltaf í miklu uppáhaldi hjá honum, þó að þar sé oft þoka og vont veður. „Ég held að mín uppáhalds minning frá Íslandi sé samt þegar ég tók eiginkonuna og móður mína hingað. Til að sýna þeim marga af mínum uppáhaldsstöðum, fegurðina og ástæðu þess að ég hef eytt svo miklum tíma hér.“ Burkard er heillaður af þokunni og segir að staðir eins og Hornafjörður séu í uppáhaldi.Jordan Rosen Photography Fær aldrei nóg Eftirminnilegasta verkefnið hans á Íslandi var að fljúga yfir jökulárnar og taka myndir fyrir bókina At Glaciers End, sem hann gaf út á síðasta ári. Burkard tók sjö ár í að vinna að þessu verkefni áður en hann tók myndirnar saman í bók. „Það var frábært að kynnast landinu frá öðru sjónarhorni. Ég hef svo mikla þrá til þess.“ Árið 2015 kom hann til landsins til þess að mynda ferðalag söngvarans Justin Bieber, sem vakti athygli og varð að tónlistarmyndbandi við lagið I‘ll Show You. Þó að Burkard hafi komið í 43 heimsóknir til landsins, hefur það aldrei verið í þeim tilgangi að vera í fríi. „Mér finnst svo slæmt að fljúga hingað að ástæðulausu með tilheyrandi kolefnsfótspori.“ Þetta gæti þó breyst í náinni framtíð þar sem Burkard lætur sig dreyma um að finna leið til að geta búið á Íslandi hluta ársins. „Ég held að ég fái aldrei leið á landinu. Það verður alltaf ástæða eða tilgangur til að koma hingað. Áhuginn á að uppgötva nýja og afskekkta staði veldur því að ég kem alltaf aftur. Það eru alltaf fleiri steinar sem á eftir að snúa við og eitthvað sem ég á eftir að upplifa.“ Hópurinn baðaði sig í náttúrulaugum á ferðalaginu.Jordan Rosen Photography „Ísland er svo aðgengilegt fyrir svo marga. Ég vonast til að geta sýnt fólki þetta svo það átti sig á því að hér er hægt að lenda í bæði stórum og smáum ævintýrum, ef þú ert tilbúinn til þess og opinn fyrir því. Ég ferðast um allan heim vegna vinnunnar og hef fengið að upplifa ótrúlega staði en það sem dregur mig hingað er meira en bara landslagið. Það er fólkið, menningin og hvernig náttúran og kúltúrinn hér blandast saman á einhvern magnaðan hátt.“ Eins og ástarsamband Burkard segir að í fyrstu Íslandsheimsókninni hafi hann keyrt um þjóðveginn á 90 kílómetra hraða á klukkustund en stoppað við hvern einasta foss til að mynda. Á degi tíu hafi hann þó verið hættur að stoppa við þá alla. „Á vissan hátt hefur sá neisti fölnað en í staðinn kom annars konar virðing.“ Í byrjun var allt svo nýtt og magnað, en nú hugsar hann meira um það hvernig hægt sé að hjálpa til við að vernda þessi fallegu svæði og náttúruna. „Hvernig get ég sagt frá þessum stöðum á upplýstan hátt og hjálpað öðrum að skilja það. Vonandi get ég einn daginn orðið hluti af þessari menningu í stað þess að vera alltaf hér sem ferðamaður.“ View this post on Instagram A post shared by ChrisBurkard (@chrisburkard) Hann á vissan hátt setur þetta upp eins og ástarsamband sem þróast milli tveggja einstaklinga. „Hrifningin í byrjun er orðin að dýpri ást. Í byrjun er allt nýtt og spennandi en svo byrjar þú að kunna að meta hliðar sem þú vissir ekki einu sinni af. Fyrir þá sem vilja virkilega eyða tíma hér þá er svo margt nýtt sem hægt er að kynnast eins og tónlistin, listin og allir hinir hlutar landsins.“ Nefnir hann í því samhengi að Kiasmos hefur verið í uppáhaldi hjá honum í langan tíma, dúett Ólafs Arnalds og hins færeyska Janus Rasmussen. „Ég heyrði fyrst um Ísland vegna tónlist Bjarkar fyrir 20 árum. Ég var heillaður því tónlist hennar var svo stórkostleg. Ég gat ekki séð fyrir mér fyrir hvernig svona hæfileikaríkur einstaklingur gæti komið frá svona litlu landi. En svo þegar ég fór að kynna mér það þá var mikið af hæfileikaríku fólki frá Íslandi. Ef Íslenskir tónlistarmenn eins og Of Monsters and Men spila í Kaliforníu þá reyni ég að mæta. Ég er mikill aðdáandi íslenskrar listar og íslenskrar tónlistar. Í öllum myndum sem ég hef gert hef ég reynt að fá leyfi fyrir notkun á íslenskum lögum.“ Chris Burkard á Umhverfisráðstefnu hér á landi í einni af Íslandsheimsóknunum. Vísir/Vilhelm Íslenskur innblástur Burkard segir að það dýrasta við framleiðsluna á brimbrettamyndinni hans Under an Artic Sky hafi verið að fá að nota tónlistina frá Sigurrós. „En okkur fannst að það hefði verið svo mikil synd að gera mynd á Íslandi án þess að hafa þar íslenska tónlist. Við vildum flytja fólk þangað í huganum. Ég gæti talað endalaust um íslenska list, tónlist og menningu. Eins og verk Ragnars Axelssonar, ég sá þau þegar ég kom fyrst til Íslands og ég hafði aldrei séð nokkru þessu líkt, þessi hljóðlátu, dökku augnablik sem hann nær veittu mér innblástur.“ Hann segir að til að fólk fái að kynnast Íslandi vel, þurfi það að ferðast á fáfarnari staði en Gullna hringinn. „Þú verður að fletta nokkrum lögum af.“ Í einni af Íslandsheimsóknunum gerði Burkard bíómynd um vin sinn Ella Þór, sem er íslenskur ljósmyndari, brimbrettakappi og einstæður faðir. „Fyrir áratug drukknaði hann næstum því á kajak í á og breytti það honum og ferlinum hans. Hann hætti að sigla á kajak og fann ástríðu fyrir brimbrettum. Fæðing Unnar dóttur hans gaf honum svo nýtt hugarfar og nýja ástæðu til að lifa fyrir,“ segir Burkard um myndina. „Þetta var skemmtilegt verkefni og sem faðir hafði ég mikla ástríðu fyrir þessu.“ Myndin er komin á Youtube og hefur einnig verið sýnd víða á kvikmyndahátíðum. Burkard segir að ef hann ætti að lýsa sínu markmiði í lífinu í einni setningu væri það að segja sögur sem skipta máli. Hægt er að sjá myndina Unnur í spilaranum hér fyrir neðan.
Hjólreiðar Hlaup Helgarviðtal Íslandsvinir Fjallamennska Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira