Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Vök Baths og mun hún hefja störf í ársbyrjun 2021. Aðalheiður er viðskiptafræðingur að mennt með M.Sc. gráðu frá Háskóla Íslands í nýsköpun og viðskiptaþróun.
Áður starfaði Aðalheiður sem deildarstjóri ráðgjafar- og þjónustu hjá Advania, vörustjóri á sölu- og markaðssviði hjá Reykjavík Excursions – Kynnisferðum. Þá var hún verkefnastjóri hjá Air Atlanta Icelandic. Hún hefur einnig setið í stjórn Stjórnvísis frá 2017 og gengt þar formennsku frá árinu 2019.
„Það er spennandi tækifæri en jafnframt krefjandi að taka við sem framkvæmdastjóri hjá Vök Baths, segir Aðalheiður.