Starfsfólki Landakots boðin sálgæsla: „Þetta hefur reynt gríðarlega á starfsmenn“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. nóvember 2020 18:31 Guðný Valgeirsdóttir, forstöðumaður öldrunarlækninga á Landspítalanum, segir hópsýkinguna á Landakoti hafa tekið gríðarlega á starfsmenn. MYND/LANDSPÍTALI Starfsmönnum á Landakoti hefur liðið gríðarlega illa vegna hópsýkingarinnar að sögn forstöðumanns öldrunarþjónustu Landspítalans. Öllum hafi verið boðin sálgæsla vegna áfallsins. Alls hafa nú þrettán manns látist í kjölfar hópsýkingarinnar á Landakoti. Í heildina smituðust fimmtíu sjúklingar og eru fjórir enn með Covid-19. Hópsýkingin var gríðarlegt áfall fyrir yfirmenn og alla starfsmenn á Landakoti að sögn Guðnýjar Valgeirsdóttur, forstöðumanns öldrunarþjónustu Landspítalans. „Eins og gefur að skilja þá hefur þetta reynt gríðarlega mikið á starfsfólk á Landakoti að fara í gegn um þessa hópsýkingu og við höfum reynt að standa vel saman og það hefur verið ótrúlegur samtakamáttur. Þetta var okkur mikið áfall og tekur okkur mjög sárt,“ segir Guðný. Það hafi verið sérstaklega erfitt að vera í aðstæðunum. Stuðnings- og ráðgjafateymi Landspítalans hafi aðstoðað fólkið. „Við settum inn sálgæslu og sálfræðiviðtöl fyrir þá sem veiktust og einnig þeir sem voru á staðnum hafa fengið stuðning frá Landspítalanum og það hefur hjálpað mjög mikið,“ segir Guðný. Fimmtíu starfsmenn Landakots smituðust af veirunni. „Mannauðurinn er okkur gríðarlega verðmætur og dýrmætur og það er gríðarlega mikilvægt að fá þetta fólk aftur til baka,“ segir Guðný. Hugur starfsfólks sé hjá aðstandendum sjúklinganna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Vandamál Landakots leysist ekki með nýjum spítala Félag íslenskra öldrunarlækna (FÍÖ) segir að ekki sé gert ráð fyrir starfsemi öldunarlækningadeilda á nýjum spítala við Hringbraut. 20. nóvember 2020 14:24 Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur 19. nóvember 2020 19:31 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Starfsmönnum á Landakoti hefur liðið gríðarlega illa vegna hópsýkingarinnar að sögn forstöðumanns öldrunarþjónustu Landspítalans. Öllum hafi verið boðin sálgæsla vegna áfallsins. Alls hafa nú þrettán manns látist í kjölfar hópsýkingarinnar á Landakoti. Í heildina smituðust fimmtíu sjúklingar og eru fjórir enn með Covid-19. Hópsýkingin var gríðarlegt áfall fyrir yfirmenn og alla starfsmenn á Landakoti að sögn Guðnýjar Valgeirsdóttur, forstöðumanns öldrunarþjónustu Landspítalans. „Eins og gefur að skilja þá hefur þetta reynt gríðarlega mikið á starfsfólk á Landakoti að fara í gegn um þessa hópsýkingu og við höfum reynt að standa vel saman og það hefur verið ótrúlegur samtakamáttur. Þetta var okkur mikið áfall og tekur okkur mjög sárt,“ segir Guðný. Það hafi verið sérstaklega erfitt að vera í aðstæðunum. Stuðnings- og ráðgjafateymi Landspítalans hafi aðstoðað fólkið. „Við settum inn sálgæslu og sálfræðiviðtöl fyrir þá sem veiktust og einnig þeir sem voru á staðnum hafa fengið stuðning frá Landspítalanum og það hefur hjálpað mjög mikið,“ segir Guðný. Fimmtíu starfsmenn Landakots smituðust af veirunni. „Mannauðurinn er okkur gríðarlega verðmætur og dýrmætur og það er gríðarlega mikilvægt að fá þetta fólk aftur til baka,“ segir Guðný. Hugur starfsfólks sé hjá aðstandendum sjúklinganna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Vandamál Landakots leysist ekki með nýjum spítala Félag íslenskra öldrunarlækna (FÍÖ) segir að ekki sé gert ráð fyrir starfsemi öldunarlækningadeilda á nýjum spítala við Hringbraut. 20. nóvember 2020 14:24 Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur 19. nóvember 2020 19:31 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Vandamál Landakots leysist ekki með nýjum spítala Félag íslenskra öldrunarlækna (FÍÖ) segir að ekki sé gert ráð fyrir starfsemi öldunarlækningadeilda á nýjum spítala við Hringbraut. 20. nóvember 2020 14:24
Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur 19. nóvember 2020 19:31