Yfirjólasveinninn vill að sem flestir baki fyrir jólin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. nóvember 2020 21:05 Benedikt Ingi Grétarsson, yfirjólasveinn. Vísir/Tryggvi Yfirjólasveinninn í jólagarðinum í Eyjafjarðarsveit hvetur landsmenn alla til þess að spreyta sig á smákökubakstri fyrir þessi jól. Það styttist í jólin og eru jólaþyrstir gestir jólagarðsins farnir að næla sér í jólavörur, þrátt fyrir að kórónuveirutakmarkanir gildi þar eins og annars staðar. Ýtrustu reglum er fylgt, en á jólalegan hátt. „Í jólagarðinum sjálfum erum við með snjókorn sem við biðjum fólk að taka þegar það kemur inn. Það hanga bara tíu úti og það gefur auga leið þegar þau eru öll farin af snaganum þá má ekki hleypa fleirum inn í bili. Svo sótthreinsum við kornin og setjum fram þegar einhver gestur fer, þannig höldum við þessum tíu inni,“ segir Benedikt Ingi Grétarsson, yfirjólasveinn. Jólagarðurinn var kominn í jólabúninginn þegar fréttamaður leit á svæðið, eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan. „Þetta er svona pínulítið póstkort. Og þá er ekki annað en að biðja fólkið um að koma út, staldra smástund við og njóta þess að vera stödd í póstkortinu,“ segir Benedikt. Og þessi jólin ætlar fjölskylda Benedikts að skreyta eigið heimili og baka langt á undan áætlun, hann hvetur landsmenn til þess að gera slíkt hið sama „Við vonumst til þess að það verði svo mikið að gera í desember að við ætlum núna eftir helgina áður en lokaspretturinn hefst og fara heim og skreyta sjálf og gera smákökur. Nú hvet ég bara alla sem hafa áhuga og ekki áhuga að fara í smákökubakstur, það er tími til þess núna. Það ætlar enginn vera að sperra sig neitt. Bara heim og baka, það geta allir bakað og ef það mistökst þá bara byrja aftur, ekkert vesen.“ Jól Eyjafjarðarsveit Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Yfirjólasveinninn í jólagarðinum í Eyjafjarðarsveit hvetur landsmenn alla til þess að spreyta sig á smákökubakstri fyrir þessi jól. Það styttist í jólin og eru jólaþyrstir gestir jólagarðsins farnir að næla sér í jólavörur, þrátt fyrir að kórónuveirutakmarkanir gildi þar eins og annars staðar. Ýtrustu reglum er fylgt, en á jólalegan hátt. „Í jólagarðinum sjálfum erum við með snjókorn sem við biðjum fólk að taka þegar það kemur inn. Það hanga bara tíu úti og það gefur auga leið þegar þau eru öll farin af snaganum þá má ekki hleypa fleirum inn í bili. Svo sótthreinsum við kornin og setjum fram þegar einhver gestur fer, þannig höldum við þessum tíu inni,“ segir Benedikt Ingi Grétarsson, yfirjólasveinn. Jólagarðurinn var kominn í jólabúninginn þegar fréttamaður leit á svæðið, eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan. „Þetta er svona pínulítið póstkort. Og þá er ekki annað en að biðja fólkið um að koma út, staldra smástund við og njóta þess að vera stödd í póstkortinu,“ segir Benedikt. Og þessi jólin ætlar fjölskylda Benedikts að skreyta eigið heimili og baka langt á undan áætlun, hann hvetur landsmenn til þess að gera slíkt hið sama „Við vonumst til þess að það verði svo mikið að gera í desember að við ætlum núna eftir helgina áður en lokaspretturinn hefst og fara heim og skreyta sjálf og gera smákökur. Nú hvet ég bara alla sem hafa áhuga og ekki áhuga að fara í smákökubakstur, það er tími til þess núna. Það ætlar enginn vera að sperra sig neitt. Bara heim og baka, það geta allir bakað og ef það mistökst þá bara byrja aftur, ekkert vesen.“
Jól Eyjafjarðarsveit Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira