„Glæfralegur“ framúrakstur og langt yfir hámarkshraða rétt fyrir banaslysið Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 09:35 Frá vettvangi slyssins á Þingvallavegi í júlí 2018. Vísir/Jóhann K. Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. Þá lýsa vitni „glæfralegum framúrakstri“ jeppans og annars bíls eftir veginum áður en slysið varð. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið sem birt var á föstudag. Hinn jeppinn hægði á sér Slysið varð síðdegis 21. júlí 2018. Tveir voru í annarri bifreiðinni, bíl af gerðinni Suzuki, ökumaður og farþegi í framsæti. Ökumaðurinn hugðist taka vinstri beygju við vegamótin við Æsustaðaveg, hægði á sér og gaf stefnuljós til vinstri. Nokkrir bílar voru fyrir aftan bifreiðina. Á sama tíma var annarri bifreið, jeppa af gerðinni Mitsubishi, ekið í sömu átt á talsverðri ferð fyrir aftan bílaröðina. Haft er eftir vitnum í skýrslu nefndarinnar að Mitsubishi-bílnum hafi verið ekið á eftir öðrum jeppa af talsvert meiri hraða en annarri umferð á veginum „Vitni greina frá glæfralegum framúrakstri beggja bifreiða áður en slysið varð,“ segir jafnframt í skýrslunni. Báðum þessum bílum var ekið fram úr nokkrum bifreiðum rétt fyrir slysið en ökumaður fremri jeppans er sagður hafa hægt á sér og farið yfir á réttan vegarhelming. Ökumaður Mitsubishi-jeppans hélt framúrakstrinum hins vegar áfram og ók harkalega á Suzuki-bifreiðina sem var að beygja fremst í bílaröðinni. Ók allt að 50 kílómetrum of hratt Því er lýst í skýrslunni að Suzuki-bíllinn hafi kastast áfram og hafnað ofan í skurði. Jeppinn rann áfram og endaði á ljósastaur hinum megin vegarins. Farþeginn í framsæti Suzuki-bílsins rann úr öryggisbelti sem hann var spenntur í, kastaðist í aftursætið og lést af völdum höfuðáverka. Ökumaðurinn var einnig spenntur í belti og slasaðist alvarlega. Ökumaður Mitsubishi-jeppans var janframt í belti og hlaut áverka. Fram kemur í skýrslunni að Mitsubishi-jeppinn hafi ekki verið með gilda skoðun þegar slysið varð en ekkert kom þó fram við rannsókn á bílnum sem skýrt getur orsök slyssins. Það er hins vegar niðurstaða hraðaútreikninga sérfræðings að jeppanum hafi verið ekið á bilinu 102-124 kílómetra hraða rétt áður en hann lenti á Suzuki-bílnum. Hámarkshraði á veginum er 70 km/klst. Hraði síðarnefnda bílsins, sem var við það að taka beygju, var á bilinu 30-50 km/klst. Fagna endurbótum á veginum Nefndin metur það svo að orsakir slyssins megi rekja til þess að ökumaður jeppans ók fram úr bílaröð án þess að ganga úr skugga um mögulega umferð út af veginum. Þá hafi hann ekið töluvert yfir hámarkshraða. Nefndin beinir því til ökumanna að þeir sýni fyllstu aðgæslu við framúrakstur og ítrekar einnig mikilvægi þess að ökumenn virði hámarkshraða og aðstæður hverju sinni. Þá fagnar nefndin endurbótum sem gerðar voru á yfirborðsmerkingum á veginum eftir slysið en framúrakstur var bannaður á veginum með óbrotinni miðlínu. Nefndin fagnar einnig áformum um að setja niður tvö hringtorg á svæðinu og hvetur umsjónarfólk framkvæmdanna til að flýta þeim eins og kostur er. Íbúar í Mosfellsdal, þar sem slysið varð, höfðu árin áður ítrekað kallað eftir úrbótum á Þingvallavegi, hvar umferðarþungi hafði aukist til muna samhliða fjölgun ferðamanna. Samgönguslys Mosfellsbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. Þá lýsa vitni „glæfralegum framúrakstri“ jeppans og annars bíls eftir veginum áður en slysið varð. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið sem birt var á föstudag. Hinn jeppinn hægði á sér Slysið varð síðdegis 21. júlí 2018. Tveir voru í annarri bifreiðinni, bíl af gerðinni Suzuki, ökumaður og farþegi í framsæti. Ökumaðurinn hugðist taka vinstri beygju við vegamótin við Æsustaðaveg, hægði á sér og gaf stefnuljós til vinstri. Nokkrir bílar voru fyrir aftan bifreiðina. Á sama tíma var annarri bifreið, jeppa af gerðinni Mitsubishi, ekið í sömu átt á talsverðri ferð fyrir aftan bílaröðina. Haft er eftir vitnum í skýrslu nefndarinnar að Mitsubishi-bílnum hafi verið ekið á eftir öðrum jeppa af talsvert meiri hraða en annarri umferð á veginum „Vitni greina frá glæfralegum framúrakstri beggja bifreiða áður en slysið varð,“ segir jafnframt í skýrslunni. Báðum þessum bílum var ekið fram úr nokkrum bifreiðum rétt fyrir slysið en ökumaður fremri jeppans er sagður hafa hægt á sér og farið yfir á réttan vegarhelming. Ökumaður Mitsubishi-jeppans hélt framúrakstrinum hins vegar áfram og ók harkalega á Suzuki-bifreiðina sem var að beygja fremst í bílaröðinni. Ók allt að 50 kílómetrum of hratt Því er lýst í skýrslunni að Suzuki-bíllinn hafi kastast áfram og hafnað ofan í skurði. Jeppinn rann áfram og endaði á ljósastaur hinum megin vegarins. Farþeginn í framsæti Suzuki-bílsins rann úr öryggisbelti sem hann var spenntur í, kastaðist í aftursætið og lést af völdum höfuðáverka. Ökumaðurinn var einnig spenntur í belti og slasaðist alvarlega. Ökumaður Mitsubishi-jeppans var janframt í belti og hlaut áverka. Fram kemur í skýrslunni að Mitsubishi-jeppinn hafi ekki verið með gilda skoðun þegar slysið varð en ekkert kom þó fram við rannsókn á bílnum sem skýrt getur orsök slyssins. Það er hins vegar niðurstaða hraðaútreikninga sérfræðings að jeppanum hafi verið ekið á bilinu 102-124 kílómetra hraða rétt áður en hann lenti á Suzuki-bílnum. Hámarkshraði á veginum er 70 km/klst. Hraði síðarnefnda bílsins, sem var við það að taka beygju, var á bilinu 30-50 km/klst. Fagna endurbótum á veginum Nefndin metur það svo að orsakir slyssins megi rekja til þess að ökumaður jeppans ók fram úr bílaröð án þess að ganga úr skugga um mögulega umferð út af veginum. Þá hafi hann ekið töluvert yfir hámarkshraða. Nefndin beinir því til ökumanna að þeir sýni fyllstu aðgæslu við framúrakstur og ítrekar einnig mikilvægi þess að ökumenn virði hámarkshraða og aðstæður hverju sinni. Þá fagnar nefndin endurbótum sem gerðar voru á yfirborðsmerkingum á veginum eftir slysið en framúrakstur var bannaður á veginum með óbrotinni miðlínu. Nefndin fagnar einnig áformum um að setja niður tvö hringtorg á svæðinu og hvetur umsjónarfólk framkvæmdanna til að flýta þeim eins og kostur er. Íbúar í Mosfellsdal, þar sem slysið varð, höfðu árin áður ítrekað kallað eftir úrbótum á Þingvallavegi, hvar umferðarþungi hafði aukist til muna samhliða fjölgun ferðamanna.
Samgönguslys Mosfellsbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira