Fluttur frá Bandaríkjunum og neyddur til að taka þátt í áróðri Ríkis íslam Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2020 22:07 Matthew ásamt móður sinni og stjúpföður. BBC/PBS Bandarískur drengur sem ferðaðist með móður sinni og stjúpföður til Sýrlands árið 2015, þar sem síðastnefndi gekk til liðs við Ríki íslam, er kominn aftur til Bandaríkjanna. Stjúpfaðirinn féll í drónaárás en móðir drengsins situr í fangelsi fyrir að hafa fjármagnað hryðjuverkastarfsemi. Drengurinn, sem aðeins er nefndur Matthew í umfjöllun, var átta ára þegar fjölskyldan flutti frá Bandríkjunum en hann var m.a. látinn koma fram í áróðursmyndskeiði Ríkis íslam, þar sem hann var látinn ógna Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Ég var svo ungur að ég skildi eiginlega ekkert af þessu,“ hefur BBC eftir Matthew, sem hefur fengið meðferð til að takast á við lífsreynslu sína og líður ágætlega í dag. Neyddur til að leika í óhugnanlegum myndskeiðum „Við fórum um mjög myrkt svæði. Það var nótt og það var mikið af gaddavír... Það komst ekki mikið fyrir í höfðinu á mér annað en: ég verð að flýja,“ sagði Matthew í samtali við Panorama á BBC og Fronline á PBS. Fjölskyldan ferðaðist frá Bandaríkjunum til Sanliurfa í Tyrklandi og þaðan til Raqqa. Þar fékk Moussa Elhassani, stjúpfaðir Matthew, herþjálfun og gerðist leyniskytta. „Það var mikill hávaði,“ segir Matthew um Raqqa. „Venjulega byssuskot. Stundum einstaka sprenging, en langt í burtu. Þannig að við höfðum ekki áhyggjur af því.“ Árið 2017 sendi móðir Matthew, Samantha Sally, systur sinni í Bandaríkjunum hins vegar tölvupóst, þar sem hún bað um peninga til að hjálpa fjölskyldunni að komast burt. Með fylgdu óhugnanleg myndskeið þar sem Matthew kom við sögu. Í einu neyddi Elhassani drenginn til að setja saman sjálfsvígssprengjubelti og lét hann leika það hvernig hann myndi þykjast fagna bandarískum bjargvættum en myrða þá svo með því að virkja beltið. Á öðru eggjaði stjúpfaðir hans Matthew til að taka sundur hlaðinn AK-47 riffil á minna en einni mínútu. Grét af gleði þegar stjúpinn dó Í ágúst 2017 var Raqqa rústir einar en það var þá sem Matthew, þá tíu ára, var látinn taka þátt í myndskeiðinu þar sem Bandaríkjaforseta var ógnað. „Skilaboð mín til Trump; strengjabrúðu gyðinganna: Allah hefur lofað okkur sigri og heitið þér ósigri. Þessi barátta mun ekki enda í Raqqa eða Mósúl. Hann mun enda á þinni jörð... Vertu viðbúinn, bardaginn er rétt að hefjast.“ Matthew sagði stjúpföður sinn hafa verið orðinn afar andlega óstöðugan á þessum tíma. Stuttu seinna lést hann. „Ég var glaður, því mér líkaði ekki við hann, augljóslega. Ég hefði kannski ekki átt að vera það, því að manneskja dó, en ég var glaður. Við grétum öll af gleði.“ Sally greiddi fólksmyglurum fyrir að koma henni og börnum hennar fjórum úr borginni. Skömmu síðar samþykkti hún að segja sögu fjölskyldunnar í viðtölum við Panorama. Matthew í áróðursmyndskeiði Ríkis íslam. Keyptu unglingsstúlkur sem þræla Sally sagðist hafa verið tilneydd til að fylgja eiginmanni sínum, sem hefði orðið ofbeldisfullur í hennar garð þegar þau komu til Raqqa. Þá viðurkenndi hún að þau hefðu keypt tvær táningsstúlkur og haldið sem þræla og að Elhassani hefði nauðgað þeim reglulega. Blaðamenn Panorama og Frontline komust hins vegar að því að þvert á það sem Sally hélt fram við endurkomuna til Bandaríkjanna hefði hún haft fulla vitneskju um það sem eiginmaður hennar hafði í hyggju þegar fjölskyldan hélt til Sýrlands og að hún hefði sjálf farið nokkrar ferðir til Hong Kong til að koma peningum úr landi. Eftir ár gekkst Sally við sekt sinni og var dæmd í meira en sex ára fangelsi. Þá kom í ljós að hún hafði hjálpað til við framleiðslu myndskeiðanna af Matthew. „Þetta er eins og að vera í þröngum fötum eða þröngum sokkum allan daginn og fara svo úr og líða vel og fara í heitt bað,“ svaraði Matthew um það hvernig honum liði að vera kominn heim. „Þetta var mikill léttir. Góð tilfinning.“ Matthew dvelur nú hjá föður sínum. BBC fjallar um málið. Sýrland Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Bandarískur drengur sem ferðaðist með móður sinni og stjúpföður til Sýrlands árið 2015, þar sem síðastnefndi gekk til liðs við Ríki íslam, er kominn aftur til Bandaríkjanna. Stjúpfaðirinn féll í drónaárás en móðir drengsins situr í fangelsi fyrir að hafa fjármagnað hryðjuverkastarfsemi. Drengurinn, sem aðeins er nefndur Matthew í umfjöllun, var átta ára þegar fjölskyldan flutti frá Bandríkjunum en hann var m.a. látinn koma fram í áróðursmyndskeiði Ríkis íslam, þar sem hann var látinn ógna Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Ég var svo ungur að ég skildi eiginlega ekkert af þessu,“ hefur BBC eftir Matthew, sem hefur fengið meðferð til að takast á við lífsreynslu sína og líður ágætlega í dag. Neyddur til að leika í óhugnanlegum myndskeiðum „Við fórum um mjög myrkt svæði. Það var nótt og það var mikið af gaddavír... Það komst ekki mikið fyrir í höfðinu á mér annað en: ég verð að flýja,“ sagði Matthew í samtali við Panorama á BBC og Fronline á PBS. Fjölskyldan ferðaðist frá Bandaríkjunum til Sanliurfa í Tyrklandi og þaðan til Raqqa. Þar fékk Moussa Elhassani, stjúpfaðir Matthew, herþjálfun og gerðist leyniskytta. „Það var mikill hávaði,“ segir Matthew um Raqqa. „Venjulega byssuskot. Stundum einstaka sprenging, en langt í burtu. Þannig að við höfðum ekki áhyggjur af því.“ Árið 2017 sendi móðir Matthew, Samantha Sally, systur sinni í Bandaríkjunum hins vegar tölvupóst, þar sem hún bað um peninga til að hjálpa fjölskyldunni að komast burt. Með fylgdu óhugnanleg myndskeið þar sem Matthew kom við sögu. Í einu neyddi Elhassani drenginn til að setja saman sjálfsvígssprengjubelti og lét hann leika það hvernig hann myndi þykjast fagna bandarískum bjargvættum en myrða þá svo með því að virkja beltið. Á öðru eggjaði stjúpfaðir hans Matthew til að taka sundur hlaðinn AK-47 riffil á minna en einni mínútu. Grét af gleði þegar stjúpinn dó Í ágúst 2017 var Raqqa rústir einar en það var þá sem Matthew, þá tíu ára, var látinn taka þátt í myndskeiðinu þar sem Bandaríkjaforseta var ógnað. „Skilaboð mín til Trump; strengjabrúðu gyðinganna: Allah hefur lofað okkur sigri og heitið þér ósigri. Þessi barátta mun ekki enda í Raqqa eða Mósúl. Hann mun enda á þinni jörð... Vertu viðbúinn, bardaginn er rétt að hefjast.“ Matthew sagði stjúpföður sinn hafa verið orðinn afar andlega óstöðugan á þessum tíma. Stuttu seinna lést hann. „Ég var glaður, því mér líkaði ekki við hann, augljóslega. Ég hefði kannski ekki átt að vera það, því að manneskja dó, en ég var glaður. Við grétum öll af gleði.“ Sally greiddi fólksmyglurum fyrir að koma henni og börnum hennar fjórum úr borginni. Skömmu síðar samþykkti hún að segja sögu fjölskyldunnar í viðtölum við Panorama. Matthew í áróðursmyndskeiði Ríkis íslam. Keyptu unglingsstúlkur sem þræla Sally sagðist hafa verið tilneydd til að fylgja eiginmanni sínum, sem hefði orðið ofbeldisfullur í hennar garð þegar þau komu til Raqqa. Þá viðurkenndi hún að þau hefðu keypt tvær táningsstúlkur og haldið sem þræla og að Elhassani hefði nauðgað þeim reglulega. Blaðamenn Panorama og Frontline komust hins vegar að því að þvert á það sem Sally hélt fram við endurkomuna til Bandaríkjanna hefði hún haft fulla vitneskju um það sem eiginmaður hennar hafði í hyggju þegar fjölskyldan hélt til Sýrlands og að hún hefði sjálf farið nokkrar ferðir til Hong Kong til að koma peningum úr landi. Eftir ár gekkst Sally við sekt sinni og var dæmd í meira en sex ára fangelsi. Þá kom í ljós að hún hafði hjálpað til við framleiðslu myndskeiðanna af Matthew. „Þetta er eins og að vera í þröngum fötum eða þröngum sokkum allan daginn og fara svo úr og líða vel og fara í heitt bað,“ svaraði Matthew um það hvernig honum liði að vera kominn heim. „Þetta var mikill léttir. Góð tilfinning.“ Matthew dvelur nú hjá föður sínum. BBC fjallar um málið.
Sýrland Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira