Fækkar í sérsveit lögmanna Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2020 14:22 Sidney Powell og Rudy Giuliani á blaðamannafundi í síðustu viku. AP/Jacquelyn Martin Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur teymi þetta og aðrir bandamenn forsetans ekki geta sýnt fram á umfangsmikið kosningasvindl fyrir dómi. Þó ásakanirnar og meintar sannanir hafi dreifst víða og margir hafi tekið upp ákall Trumps hefur hvert dómsmálið á fætur öðru hefur tapast eða verið vísað frá. Lagabarátta Trumps og bandamanna hans hefur einkennst af töpuðum málum, frávísunum, og að lögmannafyrirtæki segi sig frá málum. Nú síðast var máli teymisins í Pennsylvaínu vísað frá. Í úrskurði sínum fór dómari málsins hörðum orðum um málsóknina en hún sneri að því að fella niður sjö milljónir atkvæða. Nú hefur teymið slitið öll tengsl við lögmanninn Sidney Powell. Hún var með Rudy Giuliani, sem leiðir viðleitni Trumps til að snúa við niðurstöðum kosninganna, á umdeildum blaðamannafundi í síðustu viku. Powell staðhæfði meðal annars á fundinum að hún sæti á fjalli sönnunargagna um kosningasvik og sagði að um umfangsmikið samsæri væri að ræða. Að því kæmu George Soros, Hillary Clinton og Hugo Chaves, fyrrverandi forseta Venesúela sem dó árið 2013. Aðspurð neitaði hún þó að framvísa þessum sönnunargögnum sem hún á að sitja. Þrátt fyrir að hún hafi verið á blaðamannafundinum í síðustu viku og að Trump hafi tíst um að hún væri í lögmannateymi hans, sem hann lýsti seinna sem sérsveit, segir framboð Trumps nú að hún sé ekki í teyminu. Á undanförnum dögum hefur Powell haldið áfram að varpa frá sér umdeildum ummælum og meðal annars sakaði hún Brian Kemp, ríkisstjóra Georgíu, og aðra embættismenn um glæpi. Hún gaf aftur í skyn að hún hefði sannanir fyrir umfangsmiklu kosningasvindli í Georgíu og að Í yfirlýsingu segist hún ætla að halda viðleitni sinni áfram, þrátt fyrir að vera ekki lengur í teymi Trumps. Samkvæmt umfjöllun Politico staðhæfði hún að grunnstoðir Bandaríkjanna væru í húfi og ekki væri hægt að leyfa erlendum aðilum né öðrum að stela atkvæðum af Trump og öðrum Repúblikönum. Fjölmiðlar vestanhafs hafa haldið því fram og haft eftir heimildarmönnum sínum að markmið Trumps sé ekki að snúa við kosningunum, þó hann yrði sáttur við það. Heldur sé það að tryggja áframhaldandi áhrif hans meðal hægri sinnaðra kjósenda í Bandaríkjunum og ítök hans í Repúblikanaflokknum. Hann vilji einnig grafa undan Biden áður en hann sest að í Hvíta húsinu í janúar. Þessi viðleitni Trumps hefur þegar vakið áhyggjur meðal háttsettra Repúblikana og hafa þeir sérstakar áhyggjur af ítrekuðum árásum forsetans fráfarandi á ríkisstjóra Georgíu og Ohio. Þeir eru báðir Repúblikanar og horfa fram á kosningar árið 2022. Repúblikanar óttast að Trump muni nota áhrif sín til að hefna sín á þeim sem hann telur vera óvini sína og troða sér inn í kosningabaráttu annarra Repbúlikana, samkvæmt heimildum Politico. Trump nýtur gífurlegra vinsælda meðal helstu kjósenda Repúblikanaflokksins og þar á meðal þeirra sem taka þátt í forvölum flokksins. Það hefur ítrekað sýnt sig að þeir frambjóðendur flokksins sem Trump líkar ekki við hafa átt í vandræðum í forvölum fyrir kosningar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47 Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50 Tilraunir Trump til að breyta úrslitum stranda á Georgíu og Michigan Langsóttar tilraunir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði urðu fyrir enn einum áföllunum í gær. 21. nóvember 2020 09:38 Lara Trump sögð vilja verða öldungadeildarþingmaður New York Times hefur eftir heimildarmönnum að Lara Trump, tengdadóttir Donald Trump, sé að velta því fyrir sér að bjóða sig fram til öldungadeildarinnar í Norður-Karólínu. 20. nóvember 2020 22:01 Fordæma aðfarir Trump sem „ólýðræðislegar“ Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. 20. nóvember 2020 14:33 Rak yfirmann deildarinnar sem hefur eftirlit með kosningum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú rekið Chris Krebs, manninn sem fór fyrir CISA, sem er undirstofnun innan heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna og fylgist með því að kosningar fari fram með réttum hætti. 18. nóvember 2020 06:47 Segir Repúblikana þrýsta á sig til að útiloka lögleg atkvæði í Georgíu Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum, segir að aðrir Repúblikanar hafi beitt hann miklum þrýstingi að undanförnu. Markmiðið sé að láta hann finna leiðir til að útiloka lögleg atkvæði frá talningu með því markmiði að snúa við naumu tapi Donald Trumps, forseta, í ríkinu. 16. nóvember 2020 23:19 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur teymi þetta og aðrir bandamenn forsetans ekki geta sýnt fram á umfangsmikið kosningasvindl fyrir dómi. Þó ásakanirnar og meintar sannanir hafi dreifst víða og margir hafi tekið upp ákall Trumps hefur hvert dómsmálið á fætur öðru hefur tapast eða verið vísað frá. Lagabarátta Trumps og bandamanna hans hefur einkennst af töpuðum málum, frávísunum, og að lögmannafyrirtæki segi sig frá málum. Nú síðast var máli teymisins í Pennsylvaínu vísað frá. Í úrskurði sínum fór dómari málsins hörðum orðum um málsóknina en hún sneri að því að fella niður sjö milljónir atkvæða. Nú hefur teymið slitið öll tengsl við lögmanninn Sidney Powell. Hún var með Rudy Giuliani, sem leiðir viðleitni Trumps til að snúa við niðurstöðum kosninganna, á umdeildum blaðamannafundi í síðustu viku. Powell staðhæfði meðal annars á fundinum að hún sæti á fjalli sönnunargagna um kosningasvik og sagði að um umfangsmikið samsæri væri að ræða. Að því kæmu George Soros, Hillary Clinton og Hugo Chaves, fyrrverandi forseta Venesúela sem dó árið 2013. Aðspurð neitaði hún þó að framvísa þessum sönnunargögnum sem hún á að sitja. Þrátt fyrir að hún hafi verið á blaðamannafundinum í síðustu viku og að Trump hafi tíst um að hún væri í lögmannateymi hans, sem hann lýsti seinna sem sérsveit, segir framboð Trumps nú að hún sé ekki í teyminu. Á undanförnum dögum hefur Powell haldið áfram að varpa frá sér umdeildum ummælum og meðal annars sakaði hún Brian Kemp, ríkisstjóra Georgíu, og aðra embættismenn um glæpi. Hún gaf aftur í skyn að hún hefði sannanir fyrir umfangsmiklu kosningasvindli í Georgíu og að Í yfirlýsingu segist hún ætla að halda viðleitni sinni áfram, þrátt fyrir að vera ekki lengur í teymi Trumps. Samkvæmt umfjöllun Politico staðhæfði hún að grunnstoðir Bandaríkjanna væru í húfi og ekki væri hægt að leyfa erlendum aðilum né öðrum að stela atkvæðum af Trump og öðrum Repúblikönum. Fjölmiðlar vestanhafs hafa haldið því fram og haft eftir heimildarmönnum sínum að markmið Trumps sé ekki að snúa við kosningunum, þó hann yrði sáttur við það. Heldur sé það að tryggja áframhaldandi áhrif hans meðal hægri sinnaðra kjósenda í Bandaríkjunum og ítök hans í Repúblikanaflokknum. Hann vilji einnig grafa undan Biden áður en hann sest að í Hvíta húsinu í janúar. Þessi viðleitni Trumps hefur þegar vakið áhyggjur meðal háttsettra Repúblikana og hafa þeir sérstakar áhyggjur af ítrekuðum árásum forsetans fráfarandi á ríkisstjóra Georgíu og Ohio. Þeir eru báðir Repúblikanar og horfa fram á kosningar árið 2022. Repúblikanar óttast að Trump muni nota áhrif sín til að hefna sín á þeim sem hann telur vera óvini sína og troða sér inn í kosningabaráttu annarra Repbúlikana, samkvæmt heimildum Politico. Trump nýtur gífurlegra vinsælda meðal helstu kjósenda Repúblikanaflokksins og þar á meðal þeirra sem taka þátt í forvölum flokksins. Það hefur ítrekað sýnt sig að þeir frambjóðendur flokksins sem Trump líkar ekki við hafa átt í vandræðum í forvölum fyrir kosningar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47 Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50 Tilraunir Trump til að breyta úrslitum stranda á Georgíu og Michigan Langsóttar tilraunir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði urðu fyrir enn einum áföllunum í gær. 21. nóvember 2020 09:38 Lara Trump sögð vilja verða öldungadeildarþingmaður New York Times hefur eftir heimildarmönnum að Lara Trump, tengdadóttir Donald Trump, sé að velta því fyrir sér að bjóða sig fram til öldungadeildarinnar í Norður-Karólínu. 20. nóvember 2020 22:01 Fordæma aðfarir Trump sem „ólýðræðislegar“ Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. 20. nóvember 2020 14:33 Rak yfirmann deildarinnar sem hefur eftirlit með kosningum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú rekið Chris Krebs, manninn sem fór fyrir CISA, sem er undirstofnun innan heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna og fylgist með því að kosningar fari fram með réttum hætti. 18. nóvember 2020 06:47 Segir Repúblikana þrýsta á sig til að útiloka lögleg atkvæði í Georgíu Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum, segir að aðrir Repúblikanar hafi beitt hann miklum þrýstingi að undanförnu. Markmiðið sé að láta hann finna leiðir til að útiloka lögleg atkvæði frá talningu með því markmiði að snúa við naumu tapi Donald Trumps, forseta, í ríkinu. 16. nóvember 2020 23:19 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47
Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50
Tilraunir Trump til að breyta úrslitum stranda á Georgíu og Michigan Langsóttar tilraunir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði urðu fyrir enn einum áföllunum í gær. 21. nóvember 2020 09:38
Lara Trump sögð vilja verða öldungadeildarþingmaður New York Times hefur eftir heimildarmönnum að Lara Trump, tengdadóttir Donald Trump, sé að velta því fyrir sér að bjóða sig fram til öldungadeildarinnar í Norður-Karólínu. 20. nóvember 2020 22:01
Fordæma aðfarir Trump sem „ólýðræðislegar“ Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. 20. nóvember 2020 14:33
Rak yfirmann deildarinnar sem hefur eftirlit með kosningum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú rekið Chris Krebs, manninn sem fór fyrir CISA, sem er undirstofnun innan heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna og fylgist með því að kosningar fari fram með réttum hætti. 18. nóvember 2020 06:47
Segir Repúblikana þrýsta á sig til að útiloka lögleg atkvæði í Georgíu Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum, segir að aðrir Repúblikanar hafi beitt hann miklum þrýstingi að undanförnu. Markmiðið sé að láta hann finna leiðir til að útiloka lögleg atkvæði frá talningu með því markmiði að snúa við naumu tapi Donald Trumps, forseta, í ríkinu. 16. nóvember 2020 23:19
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent