Reynslubolta í launadeilu við RÚV sagt upp störfum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2020 15:17 Þrír fréttamenn hjá RÚV misstu starfið í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Félag fréttamanna, stéttarfélag stórs hlutfalls fréttamanna á Ríkisútvarpinu, telur það sæta furðu að yfirstjórn Ríkisútvarpsins láti niðurskurð hjá stofnuninni bitna á fréttastofunni. Þremur fréttamönnum var sagt upp í síðustu viku og hafa níu stöðugildi tapast með tilfæringum starfsmanna og lægra starfshlutfalli. Einn þeirra sem sagt var upp hefur starfað í aldarfjórðung á fréttastofunni og sagður eiga inni réttmæt laun. Alma Ómarsdóttir, formaður Félags fréttamanna, segir í yfirlýsingu til fjölmiðla, sem sjá má í heild að neðan, að félagið gagnrýni niðurskurðinn sem fréttastofan standi frammi fyrir. Á sama tíma og neyðarástand ríki í samfélaginu og auknar kröfur séu um stöðugar og traustar fréttir skjóti skökku við að skorið sé niður á fréttastofunni. „Það gefur auga leið að fækkun um níu stöðugildi rýrir gæði og vinnslu frétta. Þegar dregið er úr getu fjölmiðla til að stunda gagnrýna blaðamennsku er hætta á að aðgengi almennings að nákvæmum og greinargóðum upplýsingum skerðist. Þetta er sérstaklega hættulegt á tímum upplýsingaóreiðu.“ Í baráttu fyrir réttmætum kjörum Uppsagnir þriggja fréttamanna hafa þegar tekið gildi en fram hefur komið í fjölmiðlum að Jóhann Hlíðar Harðarson, reynslumikill fréttamaður á RÚV og áður Stöð 2, hefur verið sagt upp en hann var í ársleyfi frá störfum. Þá var fækkað um einn í starfsteymi fréttastofunnar á Akureyri og missti Úlla Árdal starfið sitt. Þá var Pálma Jónassyni sagt upp en hann hefur starfað á fréttastofunni í rúmlega aldarfjórðung. „Sá hefur átt í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna, sem hann sannarlega hefur átt rétt á. Félagið setur spurningamerki við að starfsmaður sem barist hefur fyrir réttmætum kjörum sínum fái uppsagnarbréf áður en það mál er til lykta leitt,“ segir Alma í yfirlýsingunni. Aðspurð segir Alma um tíu fréttamenn í félaginu eiga í samskonar ágreiningi við yfirstjórn RÚV um vangoldin laun. Félagið harmi uppsagnir þessara vönduðu fréttamanna og skorar á yfirstjórn RÚV að endurskoða boðaðan niðurskurð á fréttastofunni og skorar á stjórnvöld að sjá til þess að geta RÚV til að sinna almannavarnahlutverki sínu verði ekki skert. Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri. Fréttastofa sendi Stefáni Eiríkssyni fyrirspurn í síðustu viku varðandi breytingarnar hjá RÚV vegna niðurskurðarins. Hann sagði fleiri hagræðingaraðgerðir að baki og í gangi. „Ástæðan er sú að við stöndum frammi fyrir miklu tekjufalli, bæði vegna þess að tekjur vegna auglýsinga hafa dregist saman auk þess sem tekjuáætlun fjárlaga gerir ráð fyrir lakari innheimtu á útvarpsgjaldi á næsta ári sem nemur mörg hundruð milljónum króna. Af þessum ástæðum hefur verið gripið til margvíslegra hagræðingaraðgerða hjá RÚV undanfarnar vikur og mánuði á öllum sviðum, bæði með breytingum og tilfærslu á starfsfólki, með samdrætti og hagræðingu í stoðdeildum, fækkun í yfirstjórn, niðurlagningu og sameiningu sviða, lækkun á starfshlutfalli, með því að ráða ekki í stöður sem losna og uppsögnum starfsfólks,“ segir Stefán. Fréttastofa fylgdi fyrirspurninn eftir og spurt hve margir hafi misst vinnuna, verið lækkaðir í starfshlutfalli, fluttir á milli deilda eða ekki fengið endurráðningu. Fram kom að um tíu beinar uppsagnir hafi verið hjá RÚV undanfarna fimm mánuði. „Til að byrja með var fyrst og fremst horft til stjórnenda og stoðþjónustu í þeirri hagræðingu en óhjákvæmilegt reyndist á síðari stigum að grípa einnig til uppsagna hjá fréttastofu og í dagskrárgerð. Þessum aðgerðum til viðbótar hefur starfshlutfall verið lækkað hjá amk. fimm manns um 30-50% á sama tímabili. Jafnframt hafa fimm starfsmenn óskað eftir því að lækka starfshlutfall sitt um helming, en fólk sem farið er að nálgast eftirlaunaaldur hefur frá því í vor staðið til boða samningur um lækkun starfshlutfall gegn því að halda fullum launum fyrstu þrjá mánuðina. Auk alls framangreinds hefur verið gripið til annarra hagræðingaraðgerða eins og t.d. að ráða ekki í stöður sem hafa losnað bæði varanlega og tímabundið, endurnýja ekki tímabundna samninga, með tilfærslu fólks milli sviða, samdrætti í aðkeyptri þjónustu, endurskoðun og uppsögn ýmissa samninga (t.d. á sviði hugbúnaðarmála) og margt fleira mætti nefna.“ Yfirlýsing frá Félagi fréttamanna Félag fréttamanna gagnrýnir þann niðurskurð sem fréttastofa RÚV stendur nú frammi fyrir. Á sama tíma og neyðarástand ríkir í samfélaginu og aukin krafa er gerð um stöðugar og traustar fréttir þá skýtur skökku við að skorið sé niður á fréttastofunni. Það gefur auga leið að fækkun um níu stöðugildi rýrir gæði og vinnslu frétta. Þegar dregið er úr getu fjölmiðla til að stunda gagnrýna blaðamennsku er hætta á að aðgengi almennings að nákvæmum og greinargóðum upplýsingum skerðist. Þetta er sérstaklega hættulegt á tímum upplýsingaóreiðu. RÚV er hluti af almannavarnakerfinu en er þar eina stofnunin þar sem ekki er veitt meira fé til rekstursins vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, heldur er þvert á móti skorið niður í framlögum til stofnunarinnar. Þá telur Félag fréttamanna sæta furðu að yfirstjórn RÚV láti þann niðurskurð bitna á fréttastofunni, á sama tíma og störf hennar hafa sjaldan verið jafn mikilvæg í samfélaginu. Uppsagnir þriggja fréttamanna hafa þegar tekið gildi. Um áramótin verður starfshlutfall nokkurra skert og samningar við aðra ekki framlengdir, þannig að allt í allt tapast níu stöðugildi, eða tæplega fimmtungur fréttamanna á fréttastofunni. Félag fréttamanna harmar uppsagnir vandaðra fréttamanna, þar á meðal starfsmanns með rúmlega aldarfjórðungs starfsaldur hjá stofnuninni. Sá hefur átt í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna, sem hann sannarlega hefur átt rétt á. Félagið setur spurningamerki við að starfsmaður sem barist hefur fyrir réttmætum kjörum sínum fái uppsagnarbréf áður en það mál er til lykta leitt. Félag fréttamanna skorar á yfirstjórn RÚV að endurskoða boðaðan niðurskurð á fréttastofunni og skorar á stjórnvöld að sjá til þess að geta RÚV til að sinna almannavarnahlutverki sínu verði ekki skert. Fyrir hönd Félags fréttamanna, Alma Ómarsdóttir formaður Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir Uppsagnir og breytingar á fréttastofu RÚV Nokkrum starfsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum og verið er að gera breytingar innanhúss þar sem fólk er fært í ný verkefni og stöður þeirra lagðar niður. 18. nóvember 2020 13:16 Breytingarnar hafa áhrif á störf reynslumikilla fréttamanna Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, segir hagræðingaraðgerðirnar sem gripið hefur verið til á fréttastofunni vera vegna niðurskurðar. Þess mesta sem fréttastofan hafi staðið frammi fyrir síðan árið 2013. 18. nóvember 2020 15:11 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Félag fréttamanna, stéttarfélag stórs hlutfalls fréttamanna á Ríkisútvarpinu, telur það sæta furðu að yfirstjórn Ríkisútvarpsins láti niðurskurð hjá stofnuninni bitna á fréttastofunni. Þremur fréttamönnum var sagt upp í síðustu viku og hafa níu stöðugildi tapast með tilfæringum starfsmanna og lægra starfshlutfalli. Einn þeirra sem sagt var upp hefur starfað í aldarfjórðung á fréttastofunni og sagður eiga inni réttmæt laun. Alma Ómarsdóttir, formaður Félags fréttamanna, segir í yfirlýsingu til fjölmiðla, sem sjá má í heild að neðan, að félagið gagnrýni niðurskurðinn sem fréttastofan standi frammi fyrir. Á sama tíma og neyðarástand ríki í samfélaginu og auknar kröfur séu um stöðugar og traustar fréttir skjóti skökku við að skorið sé niður á fréttastofunni. „Það gefur auga leið að fækkun um níu stöðugildi rýrir gæði og vinnslu frétta. Þegar dregið er úr getu fjölmiðla til að stunda gagnrýna blaðamennsku er hætta á að aðgengi almennings að nákvæmum og greinargóðum upplýsingum skerðist. Þetta er sérstaklega hættulegt á tímum upplýsingaóreiðu.“ Í baráttu fyrir réttmætum kjörum Uppsagnir þriggja fréttamanna hafa þegar tekið gildi en fram hefur komið í fjölmiðlum að Jóhann Hlíðar Harðarson, reynslumikill fréttamaður á RÚV og áður Stöð 2, hefur verið sagt upp en hann var í ársleyfi frá störfum. Þá var fækkað um einn í starfsteymi fréttastofunnar á Akureyri og missti Úlla Árdal starfið sitt. Þá var Pálma Jónassyni sagt upp en hann hefur starfað á fréttastofunni í rúmlega aldarfjórðung. „Sá hefur átt í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna, sem hann sannarlega hefur átt rétt á. Félagið setur spurningamerki við að starfsmaður sem barist hefur fyrir réttmætum kjörum sínum fái uppsagnarbréf áður en það mál er til lykta leitt,“ segir Alma í yfirlýsingunni. Aðspurð segir Alma um tíu fréttamenn í félaginu eiga í samskonar ágreiningi við yfirstjórn RÚV um vangoldin laun. Félagið harmi uppsagnir þessara vönduðu fréttamanna og skorar á yfirstjórn RÚV að endurskoða boðaðan niðurskurð á fréttastofunni og skorar á stjórnvöld að sjá til þess að geta RÚV til að sinna almannavarnahlutverki sínu verði ekki skert. Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri. Fréttastofa sendi Stefáni Eiríkssyni fyrirspurn í síðustu viku varðandi breytingarnar hjá RÚV vegna niðurskurðarins. Hann sagði fleiri hagræðingaraðgerðir að baki og í gangi. „Ástæðan er sú að við stöndum frammi fyrir miklu tekjufalli, bæði vegna þess að tekjur vegna auglýsinga hafa dregist saman auk þess sem tekjuáætlun fjárlaga gerir ráð fyrir lakari innheimtu á útvarpsgjaldi á næsta ári sem nemur mörg hundruð milljónum króna. Af þessum ástæðum hefur verið gripið til margvíslegra hagræðingaraðgerða hjá RÚV undanfarnar vikur og mánuði á öllum sviðum, bæði með breytingum og tilfærslu á starfsfólki, með samdrætti og hagræðingu í stoðdeildum, fækkun í yfirstjórn, niðurlagningu og sameiningu sviða, lækkun á starfshlutfalli, með því að ráða ekki í stöður sem losna og uppsögnum starfsfólks,“ segir Stefán. Fréttastofa fylgdi fyrirspurninn eftir og spurt hve margir hafi misst vinnuna, verið lækkaðir í starfshlutfalli, fluttir á milli deilda eða ekki fengið endurráðningu. Fram kom að um tíu beinar uppsagnir hafi verið hjá RÚV undanfarna fimm mánuði. „Til að byrja með var fyrst og fremst horft til stjórnenda og stoðþjónustu í þeirri hagræðingu en óhjákvæmilegt reyndist á síðari stigum að grípa einnig til uppsagna hjá fréttastofu og í dagskrárgerð. Þessum aðgerðum til viðbótar hefur starfshlutfall verið lækkað hjá amk. fimm manns um 30-50% á sama tímabili. Jafnframt hafa fimm starfsmenn óskað eftir því að lækka starfshlutfall sitt um helming, en fólk sem farið er að nálgast eftirlaunaaldur hefur frá því í vor staðið til boða samningur um lækkun starfshlutfall gegn því að halda fullum launum fyrstu þrjá mánuðina. Auk alls framangreinds hefur verið gripið til annarra hagræðingaraðgerða eins og t.d. að ráða ekki í stöður sem hafa losnað bæði varanlega og tímabundið, endurnýja ekki tímabundna samninga, með tilfærslu fólks milli sviða, samdrætti í aðkeyptri þjónustu, endurskoðun og uppsögn ýmissa samninga (t.d. á sviði hugbúnaðarmála) og margt fleira mætti nefna.“ Yfirlýsing frá Félagi fréttamanna Félag fréttamanna gagnrýnir þann niðurskurð sem fréttastofa RÚV stendur nú frammi fyrir. Á sama tíma og neyðarástand ríkir í samfélaginu og aukin krafa er gerð um stöðugar og traustar fréttir þá skýtur skökku við að skorið sé niður á fréttastofunni. Það gefur auga leið að fækkun um níu stöðugildi rýrir gæði og vinnslu frétta. Þegar dregið er úr getu fjölmiðla til að stunda gagnrýna blaðamennsku er hætta á að aðgengi almennings að nákvæmum og greinargóðum upplýsingum skerðist. Þetta er sérstaklega hættulegt á tímum upplýsingaóreiðu. RÚV er hluti af almannavarnakerfinu en er þar eina stofnunin þar sem ekki er veitt meira fé til rekstursins vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, heldur er þvert á móti skorið niður í framlögum til stofnunarinnar. Þá telur Félag fréttamanna sæta furðu að yfirstjórn RÚV láti þann niðurskurð bitna á fréttastofunni, á sama tíma og störf hennar hafa sjaldan verið jafn mikilvæg í samfélaginu. Uppsagnir þriggja fréttamanna hafa þegar tekið gildi. Um áramótin verður starfshlutfall nokkurra skert og samningar við aðra ekki framlengdir, þannig að allt í allt tapast níu stöðugildi, eða tæplega fimmtungur fréttamanna á fréttastofunni. Félag fréttamanna harmar uppsagnir vandaðra fréttamanna, þar á meðal starfsmanns með rúmlega aldarfjórðungs starfsaldur hjá stofnuninni. Sá hefur átt í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna, sem hann sannarlega hefur átt rétt á. Félagið setur spurningamerki við að starfsmaður sem barist hefur fyrir réttmætum kjörum sínum fái uppsagnarbréf áður en það mál er til lykta leitt. Félag fréttamanna skorar á yfirstjórn RÚV að endurskoða boðaðan niðurskurð á fréttastofunni og skorar á stjórnvöld að sjá til þess að geta RÚV til að sinna almannavarnahlutverki sínu verði ekki skert. Fyrir hönd Félags fréttamanna, Alma Ómarsdóttir formaður
Yfirlýsing frá Félagi fréttamanna Félag fréttamanna gagnrýnir þann niðurskurð sem fréttastofa RÚV stendur nú frammi fyrir. Á sama tíma og neyðarástand ríkir í samfélaginu og aukin krafa er gerð um stöðugar og traustar fréttir þá skýtur skökku við að skorið sé niður á fréttastofunni. Það gefur auga leið að fækkun um níu stöðugildi rýrir gæði og vinnslu frétta. Þegar dregið er úr getu fjölmiðla til að stunda gagnrýna blaðamennsku er hætta á að aðgengi almennings að nákvæmum og greinargóðum upplýsingum skerðist. Þetta er sérstaklega hættulegt á tímum upplýsingaóreiðu. RÚV er hluti af almannavarnakerfinu en er þar eina stofnunin þar sem ekki er veitt meira fé til rekstursins vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, heldur er þvert á móti skorið niður í framlögum til stofnunarinnar. Þá telur Félag fréttamanna sæta furðu að yfirstjórn RÚV láti þann niðurskurð bitna á fréttastofunni, á sama tíma og störf hennar hafa sjaldan verið jafn mikilvæg í samfélaginu. Uppsagnir þriggja fréttamanna hafa þegar tekið gildi. Um áramótin verður starfshlutfall nokkurra skert og samningar við aðra ekki framlengdir, þannig að allt í allt tapast níu stöðugildi, eða tæplega fimmtungur fréttamanna á fréttastofunni. Félag fréttamanna harmar uppsagnir vandaðra fréttamanna, þar á meðal starfsmanns með rúmlega aldarfjórðungs starfsaldur hjá stofnuninni. Sá hefur átt í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna, sem hann sannarlega hefur átt rétt á. Félagið setur spurningamerki við að starfsmaður sem barist hefur fyrir réttmætum kjörum sínum fái uppsagnarbréf áður en það mál er til lykta leitt. Félag fréttamanna skorar á yfirstjórn RÚV að endurskoða boðaðan niðurskurð á fréttastofunni og skorar á stjórnvöld að sjá til þess að geta RÚV til að sinna almannavarnahlutverki sínu verði ekki skert. Fyrir hönd Félags fréttamanna, Alma Ómarsdóttir formaður
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir Uppsagnir og breytingar á fréttastofu RÚV Nokkrum starfsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum og verið er að gera breytingar innanhúss þar sem fólk er fært í ný verkefni og stöður þeirra lagðar niður. 18. nóvember 2020 13:16 Breytingarnar hafa áhrif á störf reynslumikilla fréttamanna Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, segir hagræðingaraðgerðirnar sem gripið hefur verið til á fréttastofunni vera vegna niðurskurðar. Þess mesta sem fréttastofan hafi staðið frammi fyrir síðan árið 2013. 18. nóvember 2020 15:11 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Uppsagnir og breytingar á fréttastofu RÚV Nokkrum starfsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum og verið er að gera breytingar innanhúss þar sem fólk er fært í ný verkefni og stöður þeirra lagðar niður. 18. nóvember 2020 13:16
Breytingarnar hafa áhrif á störf reynslumikilla fréttamanna Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, segir hagræðingaraðgerðirnar sem gripið hefur verið til á fréttastofunni vera vegna niðurskurðar. Þess mesta sem fréttastofan hafi staðið frammi fyrir síðan árið 2013. 18. nóvember 2020 15:11