Margir skipverjanna enn óvinnufærir eftir hópsýkinguna Vésteinn Örn Pétursson og Birgir Olgeirsson skrifa 23. nóvember 2020 19:48 Jónas Þór Jónasson lögmaður stéttarfélaga skipverjanna. Vísir Margir skipverjanna á Júlíusi Geirmundssyni eru enn óvinnufærir eftir að hafa veikst af kórónuveirunni um borð fyrr í vetur. Sjópróf voru við Héraðsdóm Vestfjarða á Ísafirði í dag vegna málsins. Skipverjar sögðust þar ekki hafa verið neyddir til að vinna á meðan þeir voru veikir. Þeir hafi hins vegar ekki haft samvisku í að liggja lengi í koju á meðan vaktin var undirmönnuð. Lögmaður stéttarfélaga sjómannanna sem fóru fram á sjópróf segir að færa þurfi vinnumenningu á skipum og viðhorf til sjómanna á annan stall. „Þetta er mórall sem er búinn að vera um borð í íslenskum fiskiskipum um áratugaskeið. Menn vita það, eins og kom fram í sjóprófunum í dag, að ef þú hlýðir ekki fyrirmælum eða ferð inn í koju veikur eða vinnur ekki þína vinnu, þá eru miklar líkur á því að þú missir plássið,“ segir Jónas Þór Jónasson, lögmaður stéttarfélaganna. Hann segir þá liggja ljóst fyrir að sjómennirnir hafi veikst mismikið en það segi þó ekki alla söguna. Sumir sjómannanna glími enn við eftirköst þess að hafa sýkst af kórónuveirunni. Sumir séu enn óvinnufærir og kunni að hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni. Við sýnatöku reyndust 22 af 25 skipverjum Júlíusar Geirmundssonar smitaðir af kórónuveirunni eða með mótefni við henni.Vísir/Hafþór „Við megum ekki leyfa okkur að tala um þetta á óviðurkvæmilegan hátt eða af einhverju léttúð. Við þurfum að taka þetta mjög alvarlega og vonandi verður þetta mál til þess að við getum komið þessum málum, varðandi kúltúr og framkomu gagnvart skipverjum á íslenskum fiskiskipum á annan stall. Fulltrúar Hraðfrystihússins Gunnvarar, útgerðarinnar sem gerir út Júlíus Geirmundsson, hafa ekki viljað tjá sig um málið við fréttastofu, þar sem það er einnig til rannsóknar hjá lögreglu. Þar hefur skipstjóri skipsins stöðu sakbornings. Lögreglan á Vestfjörðum hefur gefið út að rannsókn málsins sé á lokastigi og að innan tíðar komi í ljós hvort lengra verði farið með málið. Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki má segja frá vitnisburði skipverja fyrr en í lok dags Sjópróf stendur nú yfir í Héraðsdómi Vestfjarða þar sem á annan tug skipverja ár á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni gefa skýrslu. 23. nóvember 2020 12:26 Sextán skipverjar gefa skýrslu um hópsmitið í sjóprófinu Sjópróf vegna hópsmits kórónuveiru sem kom upp um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefst í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Sextán skipverjar gefa skýrslu í sjóprófinu en skipstjórinn ætlar ekki að taka þátt. 18. nóvember 2020 14:37 Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Margir skipverjanna á Júlíusi Geirmundssyni eru enn óvinnufærir eftir að hafa veikst af kórónuveirunni um borð fyrr í vetur. Sjópróf voru við Héraðsdóm Vestfjarða á Ísafirði í dag vegna málsins. Skipverjar sögðust þar ekki hafa verið neyddir til að vinna á meðan þeir voru veikir. Þeir hafi hins vegar ekki haft samvisku í að liggja lengi í koju á meðan vaktin var undirmönnuð. Lögmaður stéttarfélaga sjómannanna sem fóru fram á sjópróf segir að færa þurfi vinnumenningu á skipum og viðhorf til sjómanna á annan stall. „Þetta er mórall sem er búinn að vera um borð í íslenskum fiskiskipum um áratugaskeið. Menn vita það, eins og kom fram í sjóprófunum í dag, að ef þú hlýðir ekki fyrirmælum eða ferð inn í koju veikur eða vinnur ekki þína vinnu, þá eru miklar líkur á því að þú missir plássið,“ segir Jónas Þór Jónasson, lögmaður stéttarfélaganna. Hann segir þá liggja ljóst fyrir að sjómennirnir hafi veikst mismikið en það segi þó ekki alla söguna. Sumir sjómannanna glími enn við eftirköst þess að hafa sýkst af kórónuveirunni. Sumir séu enn óvinnufærir og kunni að hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni. Við sýnatöku reyndust 22 af 25 skipverjum Júlíusar Geirmundssonar smitaðir af kórónuveirunni eða með mótefni við henni.Vísir/Hafþór „Við megum ekki leyfa okkur að tala um þetta á óviðurkvæmilegan hátt eða af einhverju léttúð. Við þurfum að taka þetta mjög alvarlega og vonandi verður þetta mál til þess að við getum komið þessum málum, varðandi kúltúr og framkomu gagnvart skipverjum á íslenskum fiskiskipum á annan stall. Fulltrúar Hraðfrystihússins Gunnvarar, útgerðarinnar sem gerir út Júlíus Geirmundsson, hafa ekki viljað tjá sig um málið við fréttastofu, þar sem það er einnig til rannsóknar hjá lögreglu. Þar hefur skipstjóri skipsins stöðu sakbornings. Lögreglan á Vestfjörðum hefur gefið út að rannsókn málsins sé á lokastigi og að innan tíðar komi í ljós hvort lengra verði farið með málið.
Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki má segja frá vitnisburði skipverja fyrr en í lok dags Sjópróf stendur nú yfir í Héraðsdómi Vestfjarða þar sem á annan tug skipverja ár á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni gefa skýrslu. 23. nóvember 2020 12:26 Sextán skipverjar gefa skýrslu um hópsmitið í sjóprófinu Sjópróf vegna hópsmits kórónuveiru sem kom upp um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefst í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Sextán skipverjar gefa skýrslu í sjóprófinu en skipstjórinn ætlar ekki að taka þátt. 18. nóvember 2020 14:37 Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Ekki má segja frá vitnisburði skipverja fyrr en í lok dags Sjópróf stendur nú yfir í Héraðsdómi Vestfjarða þar sem á annan tug skipverja ár á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni gefa skýrslu. 23. nóvember 2020 12:26
Sextán skipverjar gefa skýrslu um hópsmitið í sjóprófinu Sjópróf vegna hópsmits kórónuveiru sem kom upp um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefst í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Sextán skipverjar gefa skýrslu í sjóprófinu en skipstjórinn ætlar ekki að taka þátt. 18. nóvember 2020 14:37
Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01