Segir að aðrir tennisleikarar hafi gert grín að sér fyrir að ráða konu sem þjálfara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2020 10:32 Amelie Mauresmo þjálfaði Andy Murray í tvö ár. getty/Michael Dodge Skoski tenniskappinn Andy Murray segir að aðrir tennisleikarar og þjálfarar þeirra hafi gert grín að sér fyrir að ráða konu sem þjálfara. Sumarið 2014 réði Murray hina frönsku Amelie Mauresmo sem þjálfara sinn eftir að leiðir hans og Ivan Lendl skildu. Ráðningin vakti mikla athygli enda ekki algengt að kona þjálfi karl í tennis. Murray segist hafa fengið mikil viðbrögð við ráðningunni frá kollegum sínum, ekki öll jákvæð. „Þegar fréttir bárust af því að ég væri að íhuga að ráða konu fékk ég skilaboð frá öðrum tennisleikurum eins og: „ég trúi ekki að þú sért að spila þennan leik með fjölmiðlum. Á morgun ættirðu að segja að þú værir að hugsa um að vinna með hundi“ og fleira í þeim dúr,“ sagði Murray í þættinum Driving Force á Sky Sports þar sem fjallar er um afrekskonur í íþróttum. „Mér var brugðið. Ég hafði aldrei upplifað neitt slíkt áður því ég hafði aldrei unnið áður með konu. Síðan jókst þetta bara. Hún mætti andstöðu.“ Murray sagði að Mauresmo hafi fengið mun harðari gagnrýni en aðrir þjálfarar hans. „Þegar ég tapaði leik setti enginn út á þjálfarann minn. Venjulega er það spilarinn sjálfur sem er gagnrýndur. En sú var ekki raunin þegar ég vann með Amelie,“ sagði Murray. „Stærsta eftirsjáin er að hafa ekki unnið risamót með henni en það var litið á það eins og hún hefði brugðist mér. Ef það var þannig hafa allir þjálfarar mínir nema einn brugðist mér. Mér fannst hún fá harkalega gagnrýni bara út af því að hún er kona.“ Murray og Mauresmo unnu saman í tvö ár en á þeim tíma komst hann m.a. í 2. sæti heimslistans í tennis. Mauresmo var ein af bestu tenniskonum heims á sínum tíma, komst í efsta sæti heimslistans og vann tvö risamót á ferlinum. Tennis Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Sjá meira
Skoski tenniskappinn Andy Murray segir að aðrir tennisleikarar og þjálfarar þeirra hafi gert grín að sér fyrir að ráða konu sem þjálfara. Sumarið 2014 réði Murray hina frönsku Amelie Mauresmo sem þjálfara sinn eftir að leiðir hans og Ivan Lendl skildu. Ráðningin vakti mikla athygli enda ekki algengt að kona þjálfi karl í tennis. Murray segist hafa fengið mikil viðbrögð við ráðningunni frá kollegum sínum, ekki öll jákvæð. „Þegar fréttir bárust af því að ég væri að íhuga að ráða konu fékk ég skilaboð frá öðrum tennisleikurum eins og: „ég trúi ekki að þú sért að spila þennan leik með fjölmiðlum. Á morgun ættirðu að segja að þú værir að hugsa um að vinna með hundi“ og fleira í þeim dúr,“ sagði Murray í þættinum Driving Force á Sky Sports þar sem fjallar er um afrekskonur í íþróttum. „Mér var brugðið. Ég hafði aldrei upplifað neitt slíkt áður því ég hafði aldrei unnið áður með konu. Síðan jókst þetta bara. Hún mætti andstöðu.“ Murray sagði að Mauresmo hafi fengið mun harðari gagnrýni en aðrir þjálfarar hans. „Þegar ég tapaði leik setti enginn út á þjálfarann minn. Venjulega er það spilarinn sjálfur sem er gagnrýndur. En sú var ekki raunin þegar ég vann með Amelie,“ sagði Murray. „Stærsta eftirsjáin er að hafa ekki unnið risamót með henni en það var litið á það eins og hún hefði brugðist mér. Ef það var þannig hafa allir þjálfarar mínir nema einn brugðist mér. Mér fannst hún fá harkalega gagnrýni bara út af því að hún er kona.“ Murray og Mauresmo unnu saman í tvö ár en á þeim tíma komst hann m.a. í 2. sæti heimslistans í tennis. Mauresmo var ein af bestu tenniskonum heims á sínum tíma, komst í efsta sæti heimslistans og vann tvö risamót á ferlinum.
Tennis Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Sjá meira