Þetta gæti Biden gert í loftslagsmálum án þingsins Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2020 11:53 Biden hefur lofað umfangsmiklum aðgerðum í loftslagsmálum. Ólíklegt er að hann geti treyst á aðstoð þingsins til þess að koma metnaðarfyllstu stefnumálum sínum í framkvæmd. Vísir/Getty Líkur eru á því að hendur Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, verði að miklu leyti bundnar hvað varðar stórtækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna á meðan repúblikanar ráða efri deild Bandaríkjaþings. Hann gæti þó beislað framkvæmdavaldið til að bregðast við vánni. Útlit er fyrir að repúblikanar haldi meirihluta sínum í öldungadeild Bandaríkjaþings en demókratar haldi meirihluta sínum í fulltrúadeildinni, að minnsta kosti næstu tvö árin. Endanleg örlög öldungadeildarinnar ráðast í aukakosningum Georgíu í janúar. Repúblikanar eru taldir standa sterkar að vígi þar en ef demókrötum tækist að vinna bæði sæti væru flokkarnir með jafnmörg atkvæði í öldungadeildinni, fimmtíu gegn fimmtíu. Kamala Harris, verðandi varaforseti, gæti þá greitt oddaatkvæði féllu atkvæði jöfn í atkvæðagreiðslum. Ólíklegt er að demókratar gætu komið metnaðarfullum aðgerðum, eins og tveggja biljóna dollara loftslagsaðgerðapakkanum á stefnuskrá Biden, í gegnum þingið, jafnvel þó að þeir ynnu þingsætin tvö í Georgíu. Repúblikanar hafa til þessa staðið gegn hvers kyns loftslagsaðgerðum og þá gætu demókratar varla treyst á atkvæði íhaldssamari þingmanna sinna eins og Joe Manchin frá Vestur-Virginíu og Kyrsten Sinema frá Arizona með róttækum tillögum. Því virðist ljóst að Biden þurfi nær eingöngu að reiða sig á þær heimildir sem hann hefur sem handhafi framkvæmdavaldsins til þess að koma hluta loftslagsstefnu sinnar í framkvæmd. Washington Post tók saman hvað hann gæti gert í loftslagsmálum án stuðnings þingsins fyrir kosningarnar. Parísarsamkomulagið Donald Trump, fráfarandi forseti, dró Bandaríkin formlega út úr Parísarsamkomulaginu, daginn eftir kjördag. Bandaríkin standa nú eitt ríkja heims utan mikilvægasta alþjóðasamnings sem á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Biden hefur sagst ætla að ganga aftur inn í Parísarsamkomulagið á fyrsta degi sínum sem forseti 20. janúar. Jafnvel þó að sem forseti ætti Biden erfitt með að koma aðgerðum til að draga úr losun í framkvæmd gæti stjórn hans beitt önnur ríki þrýstingi og tekið þátt í alþjóðlegum viðræðum um aukinn metnað. Í tíð Trump hafa Bandaríkin algerlega dregið sig í hlé frá alþjóðlegum loftslagsaðgerðum, það er að segja þegar fulltrúar þeirra hafa ekki beinlínis unnið gegn þeim. Today, the Trump Administration officially left the Paris Climate Agreement. And in exactly 77 days, a Biden Administration will rejoin it. https://t.co/L8UJimS6v2— Joe Biden (@JoeBiden) November 5, 2020 Sett loftslagsmál í forgang hjá ríkisstjórninni Loftslagsbreytingar og aðgerðir gegn þeim verða settar í öndvegi í ríkisstjórn Biden ef marka má yfirlýsingar hans og ráðgjafa hans. Það getur Biden meðal annars gert með því að skipa fólk í embætti innan alríkisstjórnarinnar sem lætur sig málefnið varðar, þar á meðal í ráðuneytum sem hafa fram að þessu ekki veitt því mikla athygli eins og fjármála- og samgönguráðuneytin. Biden hefur þegar tilnefnt John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem sérstakan erindreka sinn í loftslagsmálum. Kerry fær sem slíkur sæti í þjóðaröryggisráði nýja forsetans. „Bandaríkin fá brátt ríkisstjórn sem tekur á loftslagsvánni sem þeirri aðsteðjandi þjóðaröryggisógn sem hún er,“ tísti Kerry eftir að tilkynnt var um tilnefninguna. America will soon have a government that treats the climate crisis as the urgent national security threat it is. I'm proud to partner with the President-elect, our allies, and the young leaders of the climate movement to take on this crisis as the President's Climate Envoy.— John Kerry (@JohnKerry) November 23, 2020 Öldungadeildin þarf þó að staðfesta ráðherra og yfirmenn ríkisstofnana eins og Umhverfisstofnunarinnar. Líklegt er að repúblikanar reynist ljón í vegi Biden reyni hann að tilnefna fólk sem falla þeim ekki í geð. Undið ofan af afnámi Trump á umhverfisreglum Í stjórnartíð Trump hafa ráðuneyti og alríkisstofnanir afnumið eða útvatnað fjölda umhverfisaðgerða sem ríkisstjórn Baracks Obama, fyrrverandi forseta, samþykkti. Þeirra á meðal voru hryggjarstykkin í loftslagsaðgerðum Obama, áætlunin um hreina orku og hertar kröfur um útblástur bifreiða. Washington Post telst til að Trump hafi látið breyta eða afnema um 125 reglum um vernd lofts, vatns og lands á undanförnum fjórum árum. Biden hefur þegar sagst ætla að herða aftur kröfur um útblástur bíla, takmarka leyfi til nýrra olíu- og gasleiðslna og setja reglur um metan losun frá olíu- og gaslindum. Líklegt er að Umhverfisstofnun hans hefji vinnu við að herða aftur reglur um losun frá orkuframleiðslu sem Trump lét slaka á til að hjálpa kolaiðnaði. Þá er Biden talinn ætla að stækka aftur friðlönd sem Trump lét minnka til að liðka til fyrir auðlindanýtingu og draga til baka leyfi til námuvinnslu og skógarhöggs. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Afneitarar settir yfir loftslagsskýrslu á lokametrum Trump-stjórnarinnar Tveimur vísindamönnum sem hafna vísindalegum skilningi á loftslagsbreytingum hefur verið falið að stýra umfangsmestu loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar á lokamánuðum ríkisstjórnar Donalds Trump forseta. 17. nóvember 2020 11:01 Selja olíuvinnsluleyfi á verndarsvæði á lokadögum Trump sem forseta Ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, ætlar að byrja að selja leyfi til olíuvinnslu á verndarsvæði í Alaska þrátt fyrir að nú séu aðeins um tveir mánuðir þar til ný ríkisstjórn tekur við völdum. Leyfin opna stórt svæði við Norður-Íshafið fyrir olíu- og gasvinnslu. 17. nóvember 2020 16:20 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Líkur eru á því að hendur Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, verði að miklu leyti bundnar hvað varðar stórtækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna á meðan repúblikanar ráða efri deild Bandaríkjaþings. Hann gæti þó beislað framkvæmdavaldið til að bregðast við vánni. Útlit er fyrir að repúblikanar haldi meirihluta sínum í öldungadeild Bandaríkjaþings en demókratar haldi meirihluta sínum í fulltrúadeildinni, að minnsta kosti næstu tvö árin. Endanleg örlög öldungadeildarinnar ráðast í aukakosningum Georgíu í janúar. Repúblikanar eru taldir standa sterkar að vígi þar en ef demókrötum tækist að vinna bæði sæti væru flokkarnir með jafnmörg atkvæði í öldungadeildinni, fimmtíu gegn fimmtíu. Kamala Harris, verðandi varaforseti, gæti þá greitt oddaatkvæði féllu atkvæði jöfn í atkvæðagreiðslum. Ólíklegt er að demókratar gætu komið metnaðarfullum aðgerðum, eins og tveggja biljóna dollara loftslagsaðgerðapakkanum á stefnuskrá Biden, í gegnum þingið, jafnvel þó að þeir ynnu þingsætin tvö í Georgíu. Repúblikanar hafa til þessa staðið gegn hvers kyns loftslagsaðgerðum og þá gætu demókratar varla treyst á atkvæði íhaldssamari þingmanna sinna eins og Joe Manchin frá Vestur-Virginíu og Kyrsten Sinema frá Arizona með róttækum tillögum. Því virðist ljóst að Biden þurfi nær eingöngu að reiða sig á þær heimildir sem hann hefur sem handhafi framkvæmdavaldsins til þess að koma hluta loftslagsstefnu sinnar í framkvæmd. Washington Post tók saman hvað hann gæti gert í loftslagsmálum án stuðnings þingsins fyrir kosningarnar. Parísarsamkomulagið Donald Trump, fráfarandi forseti, dró Bandaríkin formlega út úr Parísarsamkomulaginu, daginn eftir kjördag. Bandaríkin standa nú eitt ríkja heims utan mikilvægasta alþjóðasamnings sem á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Biden hefur sagst ætla að ganga aftur inn í Parísarsamkomulagið á fyrsta degi sínum sem forseti 20. janúar. Jafnvel þó að sem forseti ætti Biden erfitt með að koma aðgerðum til að draga úr losun í framkvæmd gæti stjórn hans beitt önnur ríki þrýstingi og tekið þátt í alþjóðlegum viðræðum um aukinn metnað. Í tíð Trump hafa Bandaríkin algerlega dregið sig í hlé frá alþjóðlegum loftslagsaðgerðum, það er að segja þegar fulltrúar þeirra hafa ekki beinlínis unnið gegn þeim. Today, the Trump Administration officially left the Paris Climate Agreement. And in exactly 77 days, a Biden Administration will rejoin it. https://t.co/L8UJimS6v2— Joe Biden (@JoeBiden) November 5, 2020 Sett loftslagsmál í forgang hjá ríkisstjórninni Loftslagsbreytingar og aðgerðir gegn þeim verða settar í öndvegi í ríkisstjórn Biden ef marka má yfirlýsingar hans og ráðgjafa hans. Það getur Biden meðal annars gert með því að skipa fólk í embætti innan alríkisstjórnarinnar sem lætur sig málefnið varðar, þar á meðal í ráðuneytum sem hafa fram að þessu ekki veitt því mikla athygli eins og fjármála- og samgönguráðuneytin. Biden hefur þegar tilnefnt John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem sérstakan erindreka sinn í loftslagsmálum. Kerry fær sem slíkur sæti í þjóðaröryggisráði nýja forsetans. „Bandaríkin fá brátt ríkisstjórn sem tekur á loftslagsvánni sem þeirri aðsteðjandi þjóðaröryggisógn sem hún er,“ tísti Kerry eftir að tilkynnt var um tilnefninguna. America will soon have a government that treats the climate crisis as the urgent national security threat it is. I'm proud to partner with the President-elect, our allies, and the young leaders of the climate movement to take on this crisis as the President's Climate Envoy.— John Kerry (@JohnKerry) November 23, 2020 Öldungadeildin þarf þó að staðfesta ráðherra og yfirmenn ríkisstofnana eins og Umhverfisstofnunarinnar. Líklegt er að repúblikanar reynist ljón í vegi Biden reyni hann að tilnefna fólk sem falla þeim ekki í geð. Undið ofan af afnámi Trump á umhverfisreglum Í stjórnartíð Trump hafa ráðuneyti og alríkisstofnanir afnumið eða útvatnað fjölda umhverfisaðgerða sem ríkisstjórn Baracks Obama, fyrrverandi forseta, samþykkti. Þeirra á meðal voru hryggjarstykkin í loftslagsaðgerðum Obama, áætlunin um hreina orku og hertar kröfur um útblástur bifreiða. Washington Post telst til að Trump hafi látið breyta eða afnema um 125 reglum um vernd lofts, vatns og lands á undanförnum fjórum árum. Biden hefur þegar sagst ætla að herða aftur kröfur um útblástur bíla, takmarka leyfi til nýrra olíu- og gasleiðslna og setja reglur um metan losun frá olíu- og gaslindum. Líklegt er að Umhverfisstofnun hans hefji vinnu við að herða aftur reglur um losun frá orkuframleiðslu sem Trump lét slaka á til að hjálpa kolaiðnaði. Þá er Biden talinn ætla að stækka aftur friðlönd sem Trump lét minnka til að liðka til fyrir auðlindanýtingu og draga til baka leyfi til námuvinnslu og skógarhöggs.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Afneitarar settir yfir loftslagsskýrslu á lokametrum Trump-stjórnarinnar Tveimur vísindamönnum sem hafna vísindalegum skilningi á loftslagsbreytingum hefur verið falið að stýra umfangsmestu loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar á lokamánuðum ríkisstjórnar Donalds Trump forseta. 17. nóvember 2020 11:01 Selja olíuvinnsluleyfi á verndarsvæði á lokadögum Trump sem forseta Ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, ætlar að byrja að selja leyfi til olíuvinnslu á verndarsvæði í Alaska þrátt fyrir að nú séu aðeins um tveir mánuðir þar til ný ríkisstjórn tekur við völdum. Leyfin opna stórt svæði við Norður-Íshafið fyrir olíu- og gasvinnslu. 17. nóvember 2020 16:20 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Afneitarar settir yfir loftslagsskýrslu á lokametrum Trump-stjórnarinnar Tveimur vísindamönnum sem hafna vísindalegum skilningi á loftslagsbreytingum hefur verið falið að stýra umfangsmestu loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar á lokamánuðum ríkisstjórnar Donalds Trump forseta. 17. nóvember 2020 11:01
Selja olíuvinnsluleyfi á verndarsvæði á lokadögum Trump sem forseta Ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, ætlar að byrja að selja leyfi til olíuvinnslu á verndarsvæði í Alaska þrátt fyrir að nú séu aðeins um tveir mánuðir þar til ný ríkisstjórn tekur við völdum. Leyfin opna stórt svæði við Norður-Íshafið fyrir olíu- og gasvinnslu. 17. nóvember 2020 16:20
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent