Undarleg málmsúla fannst í eyðimörk Utah Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2020 15:15 Súlan sem um ræðir er í óbyggðum Utah og virðist hafa fundist fyrir tilviljun. Almannaöryggisstofnun Utah Opinberir starfsmenn á vegum Almenningsöryggisstofnunar Utah á flugi yfir Red Rock í Bandaríkjunum ráku augun í eitthvað sem vakti athygli þeirra. Þeir lentu þar nærri og í ljós kom um þriggja metra há málmsúla með þrjár hliðar sem búið var að koma fyrir í berginu. Súlan er í miðjum óbyggðum en embættismenn vilja ekki gefa upp nákvæmlega hvar af ótta við að fólk muni reyna að ferðast þangað og það sé hættulegt. Bret Hutchings, flugmaður þyrlunnar, sagði héraðsmiðlinum KSL-TV um helgina að þeir hafi komið að súlunni í gjá, eftir að einn þeirra sá hana úr lofti. The @UtahDPS helicopter was assisting the @UtahDWR in counting bighorn sheep in remote southern Utah Wednesday when the crew encountered something entirely 'out of this world'...@KSL5TV #KSLTV #UtahPhotojournalist: @Photog_Steve5 pic.twitter.com/f8P0fayDIS— Andrew Adams (@AndrewAdamsKSL) November 21, 2020 Hutchings telur að þarna hafi listamenn líklegast verið á ferðinni, eða aðdáendur kvikmyndarinnar 2001: A Space Odyssey eftir Stanleyu Kubrick. Þar má sjá svartar en sambærilegar súlur. Netverjar voru fljótir að tengja súluna við geimverur og jafnvel djöfla og þá auðvitað í gríni. Flestir brandaranir virðast á þá leið að súlan sé einhvers konar undarfari innrásar, sem yrði þá í takt við árið 2020. BBC segir að Almannaöryggisstofnun Utah hafi gefið út tilkynningu, sem er ekki aðgengileg hér á landi, vegna súlunnar en þar segir að ólöglegt sé að koma fyrir byggingum eða listaverkum á opinberu landi í leyfisleysi. Það gildi um alla, sama frá hvaða plánetu viðkomandi er. Myndbönd af fundi súlunnar hafa verið birt á netinu. Stofnunin sem mennirnir vinna fyrir hefur einnig leitað svarað um hvað þetta gæti mögulega verið á netinu en án árangurs. View this post on Instagram A post shared by UtahDPSAeroBureau (@utahdpsaerobureau) Bandaríkin Grín og gaman Geimurinn Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Opinberir starfsmenn á vegum Almenningsöryggisstofnunar Utah á flugi yfir Red Rock í Bandaríkjunum ráku augun í eitthvað sem vakti athygli þeirra. Þeir lentu þar nærri og í ljós kom um þriggja metra há málmsúla með þrjár hliðar sem búið var að koma fyrir í berginu. Súlan er í miðjum óbyggðum en embættismenn vilja ekki gefa upp nákvæmlega hvar af ótta við að fólk muni reyna að ferðast þangað og það sé hættulegt. Bret Hutchings, flugmaður þyrlunnar, sagði héraðsmiðlinum KSL-TV um helgina að þeir hafi komið að súlunni í gjá, eftir að einn þeirra sá hana úr lofti. The @UtahDPS helicopter was assisting the @UtahDWR in counting bighorn sheep in remote southern Utah Wednesday when the crew encountered something entirely 'out of this world'...@KSL5TV #KSLTV #UtahPhotojournalist: @Photog_Steve5 pic.twitter.com/f8P0fayDIS— Andrew Adams (@AndrewAdamsKSL) November 21, 2020 Hutchings telur að þarna hafi listamenn líklegast verið á ferðinni, eða aðdáendur kvikmyndarinnar 2001: A Space Odyssey eftir Stanleyu Kubrick. Þar má sjá svartar en sambærilegar súlur. Netverjar voru fljótir að tengja súluna við geimverur og jafnvel djöfla og þá auðvitað í gríni. Flestir brandaranir virðast á þá leið að súlan sé einhvers konar undarfari innrásar, sem yrði þá í takt við árið 2020. BBC segir að Almannaöryggisstofnun Utah hafi gefið út tilkynningu, sem er ekki aðgengileg hér á landi, vegna súlunnar en þar segir að ólöglegt sé að koma fyrir byggingum eða listaverkum á opinberu landi í leyfisleysi. Það gildi um alla, sama frá hvaða plánetu viðkomandi er. Myndbönd af fundi súlunnar hafa verið birt á netinu. Stofnunin sem mennirnir vinna fyrir hefur einnig leitað svarað um hvað þetta gæti mögulega verið á netinu en án árangurs. View this post on Instagram A post shared by UtahDPSAeroBureau (@utahdpsaerobureau)
Bandaríkin Grín og gaman Geimurinn Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira