Hver hleypti úlfinum inn? Bragi Þór Thoroddsen skrifar 24. nóvember 2020 19:00 Undirritaður er sveitarstjóri í fámennu sveitarfélagi vestur á fjörðum – í Súðavíkurhreppi. Samkvæmt Grænbók um stefnumörkun um málefni sveitarfélaga, sem hrundið var í framkvæmd á fyrri hluta ársins 2019, liggur fyrir að sveitarfélögum sem telja undir 1000 manns verði hugsuð þegjandi þörfin hvað varðar tilvist. Af svörum ráðherra málaflokksins um af hvaða hvötum það er kveður hann það vera af ósk meirihluta sveitarfélaga sem eru aðildarfélög Sambands íslenskra sveitarfélaga. Og gott betur, hann hefur vísað til stuðnings þess sama sambands um það að full samstaða og víðtæk sé um að setja framangreind mörk á sveitarfélög, þau verði að vera með fleiri íbúa en 1000 fyrir árið 2026 en ella verði þau sameinuð öðrum. Allt í skyni hagræðingar og íbúum þeirra sjálfra fyrir bestu. Og að baki því sé samþykkt á þingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem afl atkvæða hafi ráðið. Þeim sem velta fyrir sér vægi smærri sveitarfélaga til þess að hafa áhrif á þessa ákvörðun á þingi má m.a. benda á stjórn sambandsins og hverjum hún er skipuð. Undirritaður hefur haft efasemdir um þessa vegferð frá upphafi aðkomu að henni og raunar fyrr, hefur aldrei hugnast sú vegferð að fara gegn sveitarfélögum með lögum. Aðför gegn sjálfsstjórn þeirra sem tryggð er bæði í sveitarstjórnarlögum og stjórnarskrá auk þess að vera tryggt í alþjóðasamþykkt; Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga sem Ísland er aðili að. Rök undirritaðs fyrir því að þetta sé rangt er sú skoðunu að í þessu felist í raun aðför að fjárráðum sem sveitarfélögum séu ætluð úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og aðrar hvatir séu að baki en efling sveitarstjórnarstigsins. Það séu að baki hvatir um að komast yfir þá fjármuni sem hafi ratað úr sjóðnum til fámennari sveitarfélaga og fækka þannig á jötunni og efla stærri sveitarfélög sem og samfara breytingum á tilgangi og samþykktum sjóðsins. Sveitarfélög á SV-horninu telja sig hlunnfarin af Jöfnunarsjóði og gera tilkall í úthlutun úr sjóðnum í ríkari mæli. Nú liggur fyrir að ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála hefur lagt fram fyrirspurn á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga um afstöðu þeirra gagnvart 8700 milljóna kröfu Reykjavíkurborgar á hendur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Getur verið að ráðherra hafi látið ginnast í þessa vegferð á fölskum forsendum og að eitthvað komi nú spánskt fyrir sjónir? Var tilgangur annar en forsjón og samúð með fámennum sveitarfélögum sem hafa vart getu til þess að þjónusta þegna sína á við það sem gerst þekkist og sæmir sveitarfélögum? Hver hleypti úlfinum inn? Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Súðavíkurhreppur Bragi Þór Thoroddsen Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Undirritaður er sveitarstjóri í fámennu sveitarfélagi vestur á fjörðum – í Súðavíkurhreppi. Samkvæmt Grænbók um stefnumörkun um málefni sveitarfélaga, sem hrundið var í framkvæmd á fyrri hluta ársins 2019, liggur fyrir að sveitarfélögum sem telja undir 1000 manns verði hugsuð þegjandi þörfin hvað varðar tilvist. Af svörum ráðherra málaflokksins um af hvaða hvötum það er kveður hann það vera af ósk meirihluta sveitarfélaga sem eru aðildarfélög Sambands íslenskra sveitarfélaga. Og gott betur, hann hefur vísað til stuðnings þess sama sambands um það að full samstaða og víðtæk sé um að setja framangreind mörk á sveitarfélög, þau verði að vera með fleiri íbúa en 1000 fyrir árið 2026 en ella verði þau sameinuð öðrum. Allt í skyni hagræðingar og íbúum þeirra sjálfra fyrir bestu. Og að baki því sé samþykkt á þingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem afl atkvæða hafi ráðið. Þeim sem velta fyrir sér vægi smærri sveitarfélaga til þess að hafa áhrif á þessa ákvörðun á þingi má m.a. benda á stjórn sambandsins og hverjum hún er skipuð. Undirritaður hefur haft efasemdir um þessa vegferð frá upphafi aðkomu að henni og raunar fyrr, hefur aldrei hugnast sú vegferð að fara gegn sveitarfélögum með lögum. Aðför gegn sjálfsstjórn þeirra sem tryggð er bæði í sveitarstjórnarlögum og stjórnarskrá auk þess að vera tryggt í alþjóðasamþykkt; Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga sem Ísland er aðili að. Rök undirritaðs fyrir því að þetta sé rangt er sú skoðunu að í þessu felist í raun aðför að fjárráðum sem sveitarfélögum séu ætluð úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og aðrar hvatir séu að baki en efling sveitarstjórnarstigsins. Það séu að baki hvatir um að komast yfir þá fjármuni sem hafi ratað úr sjóðnum til fámennari sveitarfélaga og fækka þannig á jötunni og efla stærri sveitarfélög sem og samfara breytingum á tilgangi og samþykktum sjóðsins. Sveitarfélög á SV-horninu telja sig hlunnfarin af Jöfnunarsjóði og gera tilkall í úthlutun úr sjóðnum í ríkari mæli. Nú liggur fyrir að ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála hefur lagt fram fyrirspurn á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga um afstöðu þeirra gagnvart 8700 milljóna kröfu Reykjavíkurborgar á hendur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Getur verið að ráðherra hafi látið ginnast í þessa vegferð á fölskum forsendum og að eitthvað komi nú spánskt fyrir sjónir? Var tilgangur annar en forsjón og samúð með fámennum sveitarfélögum sem hafa vart getu til þess að þjónusta þegna sína á við það sem gerst þekkist og sæmir sveitarfélögum? Hver hleypti úlfinum inn? Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar