Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2020 12:54 KR-ingar voru nánast eins nálægt Evrópusæti og hugsast getur. vísir/bára Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. Sú ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október að flauta af keppni í Íslandsmótunum og bikarkeppnunum í fótbolta bitnaði illa á KR og Fram. Ákvörðunin byggði á reglugerð stjórnarinnar frá 17. júlí, vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar ákvörðunin var tekin eygði karlalið KR enn von um að ná Evrópusæti, í gegnum Pepsi Max-deildina eða Mjólkurbikarinn, og kvennalið KR átti veika von um að bjarga sér frá falli niður í Lengjudeildina. Fram var aðeins verri markatölu fyrir neðan Leikni R. sem samkvæmt ákvörðun KSÍ fór upp í Pepsi Max-deildina. KR krafðist þess að ákvörðun stjórnar um að hætta keppni yrði felld úr gildi en Fram þess að viðurkennt yrði að Leiknir og Fram væru jafnstæð, og að ákvörðunin um að Leiknir hlyti sæti í úrvalsdeild yrði ógilt. Aga- og úrskurðanefnd KSÍ vísaði í fyrstu frá kærum KR og Fram, sem áfrýjuðu þá. Áfrýjunardómstóll kvað upp úr um að nefndin þyrfti að taka málin til efnislegrar meðferðar og það hefur hún nú gert. Hafnar því að stjórn KSÍ hafi verið vanhæf Í niðurstöðukafla vegna máls KR segir meðal annars stjórn KSÍ hafi verið að bregðast við meiriháttar utanaðkomandi atburðum. Ekki séu til ákvæði í reglugerðarsafni KSÍ um hvað skuli gera ef ekki tekst að ljúka mótum. Hins vegar sé fullnægjandi lagagrundvöllur fyrir setningu Covid reglugerðarinnar. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnar því að Guðni Bergsson formaður KSÍ hafi verið vanhæfur til að taka ákvörðun um slit Íslandsmótsins og bendir á að byggt sé á reglugerð frá því í sumar.vísir/vilhelm Þá hafnar nefndin því að stjórn KSÍ hafi verið vanhæf til að ákveða að ljúka keppni, en í kæru KR var vísað í tengsl formanns KSÍ við Val og varaformanns við Breiðablik, liðin sem urðu Íslandsmeistarar þegar mótinu var slitið. Um þetta segir meðal annars í úrskurðinum: „Ákvörðun stjórnar var almenn, byggð á þeim reglum sem settar voru í júlí þegar óljóst var hvernig yrði með framhaldið á mótum KSÍ. Ákvörðunin varðaði með einhverjum hætti hagsmuni allra liða í þeim deildum sem ákvörðunin snéri að og snéri þannig ekki að einstökum liðum sérstaklega. Að öllu þessu virtu er það álit aga- og úrskurðarnefndar að ekki hafi verið fyrir hendi þær aðstæður hjá stjórn KSÍ sem valdi því að hún hafi ekki haft heimild til að taka hina kærðu ákvörðun á grundvelli vanhæfis. Málsástæðu kæranda hvað þetta varðar er því hafnað.“ Rétt og skylt að láta markatölu ráða Framarar kærðu þá ákvörðun að markatala skyldi ráða því hvort Leiknir eða Fram færi upp í efstu deild, þar sem að í Covid reglugerðinni hafi ekki verið kveðið á um hvað gerðist ef lið væru jöfn að stigum. Í niðurstöðu aga- og úrskurðanefndar segir: „Samkvæmt 8. gr. í Covid reglugerð hefur stjórn KSÍ lokaákvörðun um öll þau málefni sem reglugerðin nær ekki sérstaklega til. Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót eru ákvæði í 21. gr. um stigakeppni. Samkvæmt 21.3 segir að sigurvegari í stigakeppni sé það lið sem flest stig hlýtur og í 2. sæti er það lið sem hlýtur næst flest stig o.s.frv. Síðan segir að röð liða í stigakeppni ákvarðast nánar samkvæmt a) Fjölda stiga. b) Markamismunur. c) Fjöldi skoraðra marka, o.s.frv.“ Ekkert mæli því gegn ákvörðun stjórnar KSÍ og henni hafi verið „bæði rétt og skylt að leysa úr þeirri stöðu sem upp var komin með þessum hætti“. Úrskurður vegna máls KR Úrskurður vegna máls Fram Pepsi Max-deild karla KR Fram Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Tengdar fréttir Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23 Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. Sú ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október að flauta af keppni í Íslandsmótunum og bikarkeppnunum í fótbolta bitnaði illa á KR og Fram. Ákvörðunin byggði á reglugerð stjórnarinnar frá 17. júlí, vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar ákvörðunin var tekin eygði karlalið KR enn von um að ná Evrópusæti, í gegnum Pepsi Max-deildina eða Mjólkurbikarinn, og kvennalið KR átti veika von um að bjarga sér frá falli niður í Lengjudeildina. Fram var aðeins verri markatölu fyrir neðan Leikni R. sem samkvæmt ákvörðun KSÍ fór upp í Pepsi Max-deildina. KR krafðist þess að ákvörðun stjórnar um að hætta keppni yrði felld úr gildi en Fram þess að viðurkennt yrði að Leiknir og Fram væru jafnstæð, og að ákvörðunin um að Leiknir hlyti sæti í úrvalsdeild yrði ógilt. Aga- og úrskurðanefnd KSÍ vísaði í fyrstu frá kærum KR og Fram, sem áfrýjuðu þá. Áfrýjunardómstóll kvað upp úr um að nefndin þyrfti að taka málin til efnislegrar meðferðar og það hefur hún nú gert. Hafnar því að stjórn KSÍ hafi verið vanhæf Í niðurstöðukafla vegna máls KR segir meðal annars stjórn KSÍ hafi verið að bregðast við meiriháttar utanaðkomandi atburðum. Ekki séu til ákvæði í reglugerðarsafni KSÍ um hvað skuli gera ef ekki tekst að ljúka mótum. Hins vegar sé fullnægjandi lagagrundvöllur fyrir setningu Covid reglugerðarinnar. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnar því að Guðni Bergsson formaður KSÍ hafi verið vanhæfur til að taka ákvörðun um slit Íslandsmótsins og bendir á að byggt sé á reglugerð frá því í sumar.vísir/vilhelm Þá hafnar nefndin því að stjórn KSÍ hafi verið vanhæf til að ákveða að ljúka keppni, en í kæru KR var vísað í tengsl formanns KSÍ við Val og varaformanns við Breiðablik, liðin sem urðu Íslandsmeistarar þegar mótinu var slitið. Um þetta segir meðal annars í úrskurðinum: „Ákvörðun stjórnar var almenn, byggð á þeim reglum sem settar voru í júlí þegar óljóst var hvernig yrði með framhaldið á mótum KSÍ. Ákvörðunin varðaði með einhverjum hætti hagsmuni allra liða í þeim deildum sem ákvörðunin snéri að og snéri þannig ekki að einstökum liðum sérstaklega. Að öllu þessu virtu er það álit aga- og úrskurðarnefndar að ekki hafi verið fyrir hendi þær aðstæður hjá stjórn KSÍ sem valdi því að hún hafi ekki haft heimild til að taka hina kærðu ákvörðun á grundvelli vanhæfis. Málsástæðu kæranda hvað þetta varðar er því hafnað.“ Rétt og skylt að láta markatölu ráða Framarar kærðu þá ákvörðun að markatala skyldi ráða því hvort Leiknir eða Fram færi upp í efstu deild, þar sem að í Covid reglugerðinni hafi ekki verið kveðið á um hvað gerðist ef lið væru jöfn að stigum. Í niðurstöðu aga- og úrskurðanefndar segir: „Samkvæmt 8. gr. í Covid reglugerð hefur stjórn KSÍ lokaákvörðun um öll þau málefni sem reglugerðin nær ekki sérstaklega til. Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót eru ákvæði í 21. gr. um stigakeppni. Samkvæmt 21.3 segir að sigurvegari í stigakeppni sé það lið sem flest stig hlýtur og í 2. sæti er það lið sem hlýtur næst flest stig o.s.frv. Síðan segir að röð liða í stigakeppni ákvarðast nánar samkvæmt a) Fjölda stiga. b) Markamismunur. c) Fjöldi skoraðra marka, o.s.frv.“ Ekkert mæli því gegn ákvörðun stjórnar KSÍ og henni hafi verið „bæði rétt og skylt að leysa úr þeirri stöðu sem upp var komin með þessum hætti“. Úrskurður vegna máls KR Úrskurður vegna máls Fram
Pepsi Max-deild karla KR Fram Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Tengdar fréttir Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23 Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23
Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01
Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03