Hvað þarf til að Ísland spili á EM í Englandi? Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2020 09:01 Íslenska landsliðið komst á EM 2009, 2013 og 2017 og ætlar sér að spila á EM sem fram fer árið 2022, en mótinu var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins. vísir/vilhelm Fagna Íslendingar EM-sæti á þriðjudaginn? Fer íslenska liðið í umspil? Verður EM-draumurinn kannski að engu í Ungverjalandi, í annað sinn á skömmum tíma? Fagna Íslendingar EM-sæti á þriðjudaginn? Fer íslenska liðið í umspil? Verður EM-draumurinn kannski að engu í Ungverjalandi, í annað sinn á skömmum tíma? Á íslensku má alltaf finna svar. Í stuttu máli má segja að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi mjög góða möguleika á að komast beint á EM í Englandi vinni það síðustu tvo leiki sína í undankeppninni. Það er þó ekki alveg öruggt eins og nánar er farið yfir hér að neðan. Ísland mætir Slóvakíu í bænum Senec í dag og svo Ungverjalandi í Újpest þriðjudaginn 1. desember. Staðan í riðli Íslands er þannig að Svíþjóð er efst með 19 stig og hefur þegar tryggt sér efsta sætið og þar með farseðilinn til Englands. Ísland er í 2. sæti með 13 stig, Slóvakía með 10, Ungverjaland 7 og Lettland 0. Ungverjaland á aðeins eftir leik sinn við Ísland, og Slóvakía og Svíþjóð mætast í lokaumferðinni. Lettland hefur lokið keppni. Leikið er í níu undanriðlum og komast þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti beint á EM. Hin sex liðin fara í umspil um þrjú síðustu lausu sætin á EM, þar sem 16 lið taka þátt. Slóvakía getur enn náð sætinu af Íslandi Sem sagt, Ísland þarf í fyrsta lagi að tryggja sér 2. sæti. Til þess dugar að ná jafntefli gegn Slóvakíu í dag. Vinni Slóvakía þyrfti Ísland að ná í stig gegn Ungverjalandi í lokaumferðinni og hugsanlega að treysta á hjálp frá Svíum sem mæta Slóvökum. Elín Metta Jensen ræddi möguleika Íslands við Vísi í gær: Klippa: Elín Metta um EM-möguleikana Ef Ísland nær 2. sæti má samt slá því föstu að liðið þurfi að fara í umspil ef það vinnur ekki leikina tvo sem það á eftir. Umspilið fer fram 5.-13. apríl á næsta ári og verður leikið heima og að heiman. Hvað ef að Ísland vinnur báða leikina? Vinnist leikirnir við Slóvakíu og Ungverjaland eru möguleikarnir hins vegar mjög góðir á að komast beint á EM, þó að ekkert sé öruggt. Ísland væri þá með 19 stig og betri árangur en liðin í A-, C-, D- og I-riðli, en þyrfti að treysta á hagstæð úrslit í tveimur riðlum af þessum fjórum til viðbótar: B-riðill: Ítalía endar í 2. sæti riðilsins. Íslandi dugar að vinna báða sína leiki til að gera betur en Ítalía nema að Ítalir vinni Ísrael á heimavelli og topplið Danmerkur á útivelli. H-riðill: Sviss (19 stig) og Belgía (18 stig) eru efst og mætast í Belgíu á þriðjudaginn. Aðeins jafntefli þar gefur möguleika á að lið úr H-riðli komist á EM á kostnað Íslands. Belgía myndi þá enda í 2. sæti með 19 stig, með 11 mörkum betri markatölu en Ísland er með núna. Vinni Belgar enda Svisslendingar í 2. sæti með 19 stig og verri markatölu en Ísland, að því gefnu að Ísland vinni sína tvo leiki, og vinni Sviss enda Belgar með 18 stig í 2. sæti. G-riðill: Þarna virðist minnst von fyrir Ísland. Frakkland og Austurríki eru jöfn með 16 stig, eiga tvo leiki eftir hvort og mætast í Frakklandi á morgun. Ef liðin gera jafntefli gæti liðið í 2. sæti endað með 20 stig, fyrir ofan Ísland. Vinni annað liðið er líklegt að hitt endi í 2. sæti með 19 stig og að minnsta kosti fimm mörkum betri markatölu en Ísland er með núna. E-riðill: Enn á eftir að spila fjölda leikja í riðlinum því fjórum leikjum var frestað fram í febrúar vegna kórónuveirufaraldursins. Finnland, Portúgal og Skotland eru í baráttunni um efstu tvö sætin og er staðan mjög óljós, en gæti skýrst eftir leik Portúgals og Skotlands á morgun og leik Skotlands og Finnlands á þriðjudaginn. EM 2021 í Englandi Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Fagna Íslendingar EM-sæti á þriðjudaginn? Fer íslenska liðið í umspil? Verður EM-draumurinn kannski að engu í Ungverjalandi, í annað sinn á skömmum tíma? Á íslensku má alltaf finna svar. Í stuttu máli má segja að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi mjög góða möguleika á að komast beint á EM í Englandi vinni það síðustu tvo leiki sína í undankeppninni. Það er þó ekki alveg öruggt eins og nánar er farið yfir hér að neðan. Ísland mætir Slóvakíu í bænum Senec í dag og svo Ungverjalandi í Újpest þriðjudaginn 1. desember. Staðan í riðli Íslands er þannig að Svíþjóð er efst með 19 stig og hefur þegar tryggt sér efsta sætið og þar með farseðilinn til Englands. Ísland er í 2. sæti með 13 stig, Slóvakía með 10, Ungverjaland 7 og Lettland 0. Ungverjaland á aðeins eftir leik sinn við Ísland, og Slóvakía og Svíþjóð mætast í lokaumferðinni. Lettland hefur lokið keppni. Leikið er í níu undanriðlum og komast þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti beint á EM. Hin sex liðin fara í umspil um þrjú síðustu lausu sætin á EM, þar sem 16 lið taka þátt. Slóvakía getur enn náð sætinu af Íslandi Sem sagt, Ísland þarf í fyrsta lagi að tryggja sér 2. sæti. Til þess dugar að ná jafntefli gegn Slóvakíu í dag. Vinni Slóvakía þyrfti Ísland að ná í stig gegn Ungverjalandi í lokaumferðinni og hugsanlega að treysta á hjálp frá Svíum sem mæta Slóvökum. Elín Metta Jensen ræddi möguleika Íslands við Vísi í gær: Klippa: Elín Metta um EM-möguleikana Ef Ísland nær 2. sæti má samt slá því föstu að liðið þurfi að fara í umspil ef það vinnur ekki leikina tvo sem það á eftir. Umspilið fer fram 5.-13. apríl á næsta ári og verður leikið heima og að heiman. Hvað ef að Ísland vinnur báða leikina? Vinnist leikirnir við Slóvakíu og Ungverjaland eru möguleikarnir hins vegar mjög góðir á að komast beint á EM, þó að ekkert sé öruggt. Ísland væri þá með 19 stig og betri árangur en liðin í A-, C-, D- og I-riðli, en þyrfti að treysta á hagstæð úrslit í tveimur riðlum af þessum fjórum til viðbótar: B-riðill: Ítalía endar í 2. sæti riðilsins. Íslandi dugar að vinna báða sína leiki til að gera betur en Ítalía nema að Ítalir vinni Ísrael á heimavelli og topplið Danmerkur á útivelli. H-riðill: Sviss (19 stig) og Belgía (18 stig) eru efst og mætast í Belgíu á þriðjudaginn. Aðeins jafntefli þar gefur möguleika á að lið úr H-riðli komist á EM á kostnað Íslands. Belgía myndi þá enda í 2. sæti með 19 stig, með 11 mörkum betri markatölu en Ísland er með núna. Vinni Belgar enda Svisslendingar í 2. sæti með 19 stig og verri markatölu en Ísland, að því gefnu að Ísland vinni sína tvo leiki, og vinni Sviss enda Belgar með 18 stig í 2. sæti. G-riðill: Þarna virðist minnst von fyrir Ísland. Frakkland og Austurríki eru jöfn með 16 stig, eiga tvo leiki eftir hvort og mætast í Frakklandi á morgun. Ef liðin gera jafntefli gæti liðið í 2. sæti endað með 20 stig, fyrir ofan Ísland. Vinni annað liðið er líklegt að hitt endi í 2. sæti með 19 stig og að minnsta kosti fimm mörkum betri markatölu en Ísland er með núna. E-riðill: Enn á eftir að spila fjölda leikja í riðlinum því fjórum leikjum var frestað fram í febrúar vegna kórónuveirufaraldursins. Finnland, Portúgal og Skotland eru í baráttunni um efstu tvö sætin og er staðan mjög óljós, en gæti skýrst eftir leik Portúgals og Skotlands á morgun og leik Skotlands og Finnlands á þriðjudaginn.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira