Sísýfos - Nokkrar spurningar til sóttvarnarlæknis Hjálmar Jónsson skrifar 25. nóvember 2020 20:31 Það er augljóst að sóttvarnalæknir er hikandi við að aflétta hömlum á eðlilegt mannlíf hér á landi svo nokkru nemi nú í byrjun desember og líklegt að landsmenn megi búast við sömu eða svipuðum höftum áfram fram yfir hátíðir að minnsta kosti, einkum vegna slælegra og ómarkvissra reglna á landamærunum. Skiljanlega hafa sóttvarnayfirvöld áhyggjur af hátíðunum framundan og þeim mannfagnaði sem þeim fylgja. Þeim mun mikilvægara er að vel sé að verki staðið. Það eru vonbrigði hvernig til hefur tekist að hafa taum á faraldrinum í haust öfugt við það sem var í vor þegar okkur tókst að drepa faraldurinn í fæðingu. Það var afrek og þríeykið lyfti sannarlega grettistaki með hjálp þjóðarinnar og Íslenskrar erfðagreiningar. Skimunargeta fyrirtækisins og að henni var beitt í þágu þjóðarinnar með þeim hætti sem gert var, verður seint fullþakkað. Þeim mun hörmulegra var það að missa veiruna inn í landið aftur í sumar og haust, en alla tíð fyrirsjáanlegt, eins og í pottinn var búið, með hömlulitlum og mótsagnakenndum aðgerðum á landamærum og greinilega allt of litlu eftirliti með fólki sem átti að vera í sóttkví. Stjórnmálamenn ákváðu, og embættismenn stóðu ekki í lappirnar gegn þeim, að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og opna landið fyrir ferðamönnum. Það verður ekki bæði sleppt og haldið og við sem samfélag stóðum alla tíð frammi fyrir því að lágmarka þann skaða sem faraldurinn hafði í för með sér. Við áttum kost á því að slá skjaldborg um innlent hagkerfi og fórna hagsmunum ferðaþjónustunnar tímabundið meðan fárviðrið stæði og mæta því með almennum aðgerðum sérstaklega fyrir þá starfsgrein. Það hefði þýtt tímabundinn samdrátt, sem engin ástæða var til að ætla að yrði varanlegur. Að auki stóðu engin rök til þess að ferðamannaiðnaður gæti verið með eðlilegum hætti meðan veiran geisaði um lönd og álfur. Illu heilli var sú leið ekki valin og við finnum öll afleiðingarnar af því á eigin skinni. Öfugt við Nýja-Sjáland, eyju eins og Ísland, sem haldið hefur veirufjandanum fjarri sínum ströndum allt þetta ár með ströngum og afgerandi aðgerðum. Ég held að forsætisráðherrann þar, kona, hafi unnið afgerandi kosningasigur um daginn, væntanlega ekki síst vegna fumlausra viðbragða í erfiðu ástandi. Sóttvarnalæknir hefur ítrekað talað um að við eigum að læra af reynslunni! Gerum við það? Það er athyglisvert að skoða feril faraldursins í vor og svo núna. Hann er gjörólíkur. Hvers vegna erum við ekki að ná tökum á ástandinu? Við því er einfalt svar sem blasir við. Landamærin leka! Nýir stofnar veirunnar koma inn í landið og tilfelli koma upp sem ekki er hægt að rekja! Í morgun var mikill meirihluti tilfella utan sóttkvíar, sem segir okkur að samfélagslegt smit er enn talsvert. Það er því ástæða til að óska eftir svörum við eftirfarandi spurningum frá embætti sóttvarnalæknis og, eftir atvikum, almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra: Hvert er hlutfall þeirra sem velja að fara í sóttkví frekar en að fara í tvöfalda skimun og hver eru félagsleg einkenni þess hóps? Eru líkur til þess að ákvörðun heilbrigðisráðherra um að gera skimun gjaldfrjálsa muni fækka í þeim hópi sem velur sóttkví? Hvernig er eftirliti háttað með þeim sem velja sóttkví? Annar lögreglan því eftirliti eða er það í skötulíki? Er eitthvað því til fyrirstöðu að allir þeir sem koma til landsins verði skikkaðir í sóttkví, komi heilsufarástæður ekki í veg fyrir það? Nær ekki fullveldisréttur íslenska ríkisins til þess? Hefur verið gerður samanburður á aðgerðunum nú og í vor, bæði hér innanlands og á landamærum, og hver er niðurstaða þess samanburðar? Það er sannarlega erfitt og vandasamt verkefni sem sóttvarnaryfirvöld standa frammi fyrir. Það er hins vegar nauðsynlegt að upplýsingar hér að lútandi komi fram núna. Það er ekki gott að upplifa sig eins og kónginn í Kórintu, Sísýfos, sem hlaut þau hræðilegur örlög að vera eilíft að velta steini upp hæð einungis til þess að missa hann jafnan aftur niður á jafnsléttu. Það er hægt að halda veirunni utan landsteinanna og mannlífinu nokkuð eðlilegu hér, en til þess þarf afdráttarlausar og strangar aðgerðir sem koma að gagni. Annað á ekki að vera í boði. Höfundur er blaðamaður, sem hefur verið í of löngu fríi frá blaðamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Jónsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það er augljóst að sóttvarnalæknir er hikandi við að aflétta hömlum á eðlilegt mannlíf hér á landi svo nokkru nemi nú í byrjun desember og líklegt að landsmenn megi búast við sömu eða svipuðum höftum áfram fram yfir hátíðir að minnsta kosti, einkum vegna slælegra og ómarkvissra reglna á landamærunum. Skiljanlega hafa sóttvarnayfirvöld áhyggjur af hátíðunum framundan og þeim mannfagnaði sem þeim fylgja. Þeim mun mikilvægara er að vel sé að verki staðið. Það eru vonbrigði hvernig til hefur tekist að hafa taum á faraldrinum í haust öfugt við það sem var í vor þegar okkur tókst að drepa faraldurinn í fæðingu. Það var afrek og þríeykið lyfti sannarlega grettistaki með hjálp þjóðarinnar og Íslenskrar erfðagreiningar. Skimunargeta fyrirtækisins og að henni var beitt í þágu þjóðarinnar með þeim hætti sem gert var, verður seint fullþakkað. Þeim mun hörmulegra var það að missa veiruna inn í landið aftur í sumar og haust, en alla tíð fyrirsjáanlegt, eins og í pottinn var búið, með hömlulitlum og mótsagnakenndum aðgerðum á landamærum og greinilega allt of litlu eftirliti með fólki sem átti að vera í sóttkví. Stjórnmálamenn ákváðu, og embættismenn stóðu ekki í lappirnar gegn þeim, að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og opna landið fyrir ferðamönnum. Það verður ekki bæði sleppt og haldið og við sem samfélag stóðum alla tíð frammi fyrir því að lágmarka þann skaða sem faraldurinn hafði í för með sér. Við áttum kost á því að slá skjaldborg um innlent hagkerfi og fórna hagsmunum ferðaþjónustunnar tímabundið meðan fárviðrið stæði og mæta því með almennum aðgerðum sérstaklega fyrir þá starfsgrein. Það hefði þýtt tímabundinn samdrátt, sem engin ástæða var til að ætla að yrði varanlegur. Að auki stóðu engin rök til þess að ferðamannaiðnaður gæti verið með eðlilegum hætti meðan veiran geisaði um lönd og álfur. Illu heilli var sú leið ekki valin og við finnum öll afleiðingarnar af því á eigin skinni. Öfugt við Nýja-Sjáland, eyju eins og Ísland, sem haldið hefur veirufjandanum fjarri sínum ströndum allt þetta ár með ströngum og afgerandi aðgerðum. Ég held að forsætisráðherrann þar, kona, hafi unnið afgerandi kosningasigur um daginn, væntanlega ekki síst vegna fumlausra viðbragða í erfiðu ástandi. Sóttvarnalæknir hefur ítrekað talað um að við eigum að læra af reynslunni! Gerum við það? Það er athyglisvert að skoða feril faraldursins í vor og svo núna. Hann er gjörólíkur. Hvers vegna erum við ekki að ná tökum á ástandinu? Við því er einfalt svar sem blasir við. Landamærin leka! Nýir stofnar veirunnar koma inn í landið og tilfelli koma upp sem ekki er hægt að rekja! Í morgun var mikill meirihluti tilfella utan sóttkvíar, sem segir okkur að samfélagslegt smit er enn talsvert. Það er því ástæða til að óska eftir svörum við eftirfarandi spurningum frá embætti sóttvarnalæknis og, eftir atvikum, almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra: Hvert er hlutfall þeirra sem velja að fara í sóttkví frekar en að fara í tvöfalda skimun og hver eru félagsleg einkenni þess hóps? Eru líkur til þess að ákvörðun heilbrigðisráðherra um að gera skimun gjaldfrjálsa muni fækka í þeim hópi sem velur sóttkví? Hvernig er eftirliti háttað með þeim sem velja sóttkví? Annar lögreglan því eftirliti eða er það í skötulíki? Er eitthvað því til fyrirstöðu að allir þeir sem koma til landsins verði skikkaðir í sóttkví, komi heilsufarástæður ekki í veg fyrir það? Nær ekki fullveldisréttur íslenska ríkisins til þess? Hefur verið gerður samanburður á aðgerðunum nú og í vor, bæði hér innanlands og á landamærum, og hver er niðurstaða þess samanburðar? Það er sannarlega erfitt og vandasamt verkefni sem sóttvarnaryfirvöld standa frammi fyrir. Það er hins vegar nauðsynlegt að upplýsingar hér að lútandi komi fram núna. Það er ekki gott að upplifa sig eins og kónginn í Kórintu, Sísýfos, sem hlaut þau hræðilegur örlög að vera eilíft að velta steini upp hæð einungis til þess að missa hann jafnan aftur niður á jafnsléttu. Það er hægt að halda veirunni utan landsteinanna og mannlífinu nokkuð eðlilegu hér, en til þess þarf afdráttarlausar og strangar aðgerðir sem koma að gagni. Annað á ekki að vera í boði. Höfundur er blaðamaður, sem hefur verið í of löngu fríi frá blaðamennsku.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun