Jenna segir galið að hver sem er geti sprautað efni inn í húð fólks Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2020 10:31 Jenna Huld er húðlæknir á Húðlæknastöðinni. Fegrunarmeðferðir eru ekki nýjar á nálinni en vinsældir þeirra hafa aukist mikið undanfarið. Ein af vinsælustu meðferðunum sem hafa rutt sér rúm um allan heim eru meðferðir með fylliefni, og eru margir sem kjósa að láta setja slík efni til dæmis í varir sínar til að auka fyllingu þeirra og fegurð. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni í Kópavogi, hefur sérhæft sig í fegrunar meðferðum undanfarin ár, en hún hefur áhyggjur af þeirri þróun sem á sér stað og þá sérstaklega þeirri tísku sem nú ríkir í varafyllingum. „Það er svona einhver tíska núna að offylla í varir og þetta er kannski eitthvað sem er að koma út frá samfélagsmiðlum og Kim Kardashian kom kannski fyrst með þetta, þessar stóru og miklu varir. Því miður hefur borið á því að það er verið að setja of mikið fylliefni í varirnar og það sem að gerist þá er einfaldlega að ef þú hellir vatni í glas og það fyllist, og svo hellir þú bara áfram þá fer vatnið náttúrulega út fyrir glasið. Það er það sama sem gerist og efnið fer að streyma út fyrir varirnar,“ segir Jenna. Algjörlega fáránlegt Fegrunarmeðferðir með orkutækjum eins og til dæmis lasermeðferðir og fitufrysting auk fylliefna njóta vaxandi vinsælda um allan heim. Jenna segir að grípa þurfi betur utan um það hvaða aðilar mega veita slíkar meðferðir hér á landi líkt og gert er í löndum í kringum okkur, eins og til dæmis í Danmörku þar sem einungis heilbrigðismenntaðir aðilar eins og húð - og lýtalæknar mega veita slíkar meðferðir. „Það er náttúrulega algjörlega fáránlegt og galið ef þú hugsar um það að þú gætir bara farið á morgun og byrjað að sprauta einhverju efni inn í húðina á fólki án þess að hafa nokkra þekkingu, kunnáttu, né þjálfun. Þarna þarf virkilega eitthvað að koma frá heilbrigðisráðuneytinu, einhver reglugerð um þetta því það er eitthvað galið við þetta.“ Varafyllingar eru mjög vinsælar hér á landi. Lýtalæknar og húðlæknar hafa leitað eftir því að Heilbrigðisráðuneytið setji á reglugerð hérlendis líkt og gert er ytra um meðferðir með fylliefni og önnur orkutæki sem kunna að leiða til læknisfræðilegrar meðhöndlunar, fari eitthvað úrskeiðis. „Að Heilbrigðisráðuneytið sé ekki búið að bregðast við þessu er náttúrulega stórmerkilegt. Það sem flækir þetta almennt er að læknisfræði snýst mest um að meðhöndla sjúklinga. Þarna ert þú með heilbrigt fólk og heilbrigða einstaklinga sem leita til þín út frá fegrunarmeðferðum en í rauninni allt sem getur brugðist er allt læknisfræðilegt. Allar aukaverkanir, allir fylgikvillar og því fyrr sem þú grípur inn í, því betra. Hættulegasta aukaverkunin er að ef þú ert að sprauta einhverju inn í fólk þá er hægt að loka fyrir æð, að sprauta efninu inn í slagæð og það getur lokast fyrir þessa slagæð og þá kemur drep í húðina.“ Jenna segir að verstu tilfelli eftir meðferðir með fylliefni sem birst hafa í vísindagreinum úti í heimi séu varanleg blinda, sem hefur hlotist eftir að fylliefni er sprautað á ákveðin áhættusvæði í andliti, þessi áhættusvæði eru í kringum nef og á milli augnanna þar sem mikilvægar æðar liggja en hún segir að mikilvægt sé að vera vel þjálfaður og hafa víðtæka kunnáttu og þekkingu á anatomíu andlitsins til að meðhöndla þessi svæði. Verður að hafa kunnáttu og þekkingu „Auðvitað er það mín skoðun og okkar húðlækna og lýtalækna að um leið og þú tekur þér sprautu í hönd með nál þá verður þú að hafa kunnáttu og þekkingu til að geta gripið inn í ef eitthvað mistekst. Þú getur aldrei gengið út frá því að allt muni ganga vel,“ segir Jenna. Fylliefnin sem notuð eru í slíkar meðferðir flokkast sem snyrtivara hér á landi, líkt og tannkrem, dagkrem og aðrar álíka vörur og því ekki um ólöglega starfsemi að ræða hjá þeim aðilum sem veita slíkar meðferðir þar sem engin reglugerð er til. Jenna segir að eftirspurn hafi aukist í meðferðir til að leysa upp fylliefni eftir offyllingar eða misheppnaðar meðferðir með fylliefnum, sem oft á tíðum hafa verið gerðar af ófaglærðum aðilum. Snyrtistofur hér á landi hafa að undanförnu boðið upp á að leysa upp gömul fylliefni og segir Jenna það fráleitt þar sem efnið sem notað er til að leysa upp með er lyfseðilsskylt og því ekki í höndum hvers sem er að meðhöndla það. Fyrr á þessu ári birti ónefnd snyrtistofa grein þar sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum tjáði ánægju sína með árangur hjá viðkomandi snyrtistofu, þar hafði aðili leyst upp gamalt efni í vörum hennar og byggt þær upp á nýtt en þar sem efnið er lyfseðilsskylt lá beinast við að spyrja Jennu hvernig getur viðkomandi stofa eða meðferðaraðili unnið með slík efni ? „Þetta er verulega góð spurning. Landlæknisembættið er eftirlitsaðili með heilbrigðisstarfsfólki þannig ef þetta eru ófaglærðir einstaklingar þá nær embættið ekki yfir þessa aðila. Við höfum alveg verið í góðu samstarfi við Landlæknisembættið en þar koma inn kvartanir og tilkynningar og þeir myndu gjarnan vilja fá betra regluverk í kringum þetta. Ef þetta er rétt með þetta lyf og þessi grein er rétt þá er þetta náttúrulega bara ólöglegt.“ Meðferðir með fylliefnum eru eins og fyrr segir ekki hættulausar og eru mál tengd misheppnuðum fegrunarmeðferðum vaxandi vandamál um allan heim. Ómar R Valdimarsson lögfræðingur hefur fengið nokkur slík dæmi inn á borð til sín en hann segir einstaklinga hreinlega lenda á vegg eftir misheppnaðar fegrunar meðferðir hjá ófaglærðum aðilum. Ómar R hefur fengið nokkur svona mál inn á borð til sín. „Ef tjónið sem viðkomandi veldur þér er varanlegt þá siturðu eftir með það að viðkomandi getur ekki bætt þér þetta og það er enginn trygging sem grípur þig. Þú getur reynt að kæra viðkomandi til lögreglunnar fyrir að hafa beitt þig í grunninn ofbeldi. Þetta er líkamlegt tjón og það er ákvæði í hegningarlögum sem ættu að grípa þetta. Það sem mun að öllum líkindum gerast að er að lögreglan mun vísa málinu frá sér á grundvelli um að einkaréttalegan ágreining sé um að ræða,“ segir Ómar. Ef máli er vísað frá á þeim grundvelli að um einkaréttarlegan ágreining sé að ræða þarf viðkomandi aðili að fara í einkamál við meðferðaraðila sem getur orðið verulega kostnaðarsamt að sögn Ómars og segir hann að kostnaður við slík mál fari auðveldlega upp í eina til tvær milljónir. „Líkurnar á því að þú fáir nokkuð út úr því eru nánast engar. Ef þig langar til þess að fá þér fyllingarefni þá er það bara gott og blessað, en þá skalt þú leita til fagmenntaðs aðila sem er með starfsábyrgðartryggingu sem getur bætt þér það tjón sem af þessu kann að hljótast.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Lýtalækningar Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni í Kópavogi, hefur sérhæft sig í fegrunar meðferðum undanfarin ár, en hún hefur áhyggjur af þeirri þróun sem á sér stað og þá sérstaklega þeirri tísku sem nú ríkir í varafyllingum. „Það er svona einhver tíska núna að offylla í varir og þetta er kannski eitthvað sem er að koma út frá samfélagsmiðlum og Kim Kardashian kom kannski fyrst með þetta, þessar stóru og miklu varir. Því miður hefur borið á því að það er verið að setja of mikið fylliefni í varirnar og það sem að gerist þá er einfaldlega að ef þú hellir vatni í glas og það fyllist, og svo hellir þú bara áfram þá fer vatnið náttúrulega út fyrir glasið. Það er það sama sem gerist og efnið fer að streyma út fyrir varirnar,“ segir Jenna. Algjörlega fáránlegt Fegrunarmeðferðir með orkutækjum eins og til dæmis lasermeðferðir og fitufrysting auk fylliefna njóta vaxandi vinsælda um allan heim. Jenna segir að grípa þurfi betur utan um það hvaða aðilar mega veita slíkar meðferðir hér á landi líkt og gert er í löndum í kringum okkur, eins og til dæmis í Danmörku þar sem einungis heilbrigðismenntaðir aðilar eins og húð - og lýtalæknar mega veita slíkar meðferðir. „Það er náttúrulega algjörlega fáránlegt og galið ef þú hugsar um það að þú gætir bara farið á morgun og byrjað að sprauta einhverju efni inn í húðina á fólki án þess að hafa nokkra þekkingu, kunnáttu, né þjálfun. Þarna þarf virkilega eitthvað að koma frá heilbrigðisráðuneytinu, einhver reglugerð um þetta því það er eitthvað galið við þetta.“ Varafyllingar eru mjög vinsælar hér á landi. Lýtalæknar og húðlæknar hafa leitað eftir því að Heilbrigðisráðuneytið setji á reglugerð hérlendis líkt og gert er ytra um meðferðir með fylliefni og önnur orkutæki sem kunna að leiða til læknisfræðilegrar meðhöndlunar, fari eitthvað úrskeiðis. „Að Heilbrigðisráðuneytið sé ekki búið að bregðast við þessu er náttúrulega stórmerkilegt. Það sem flækir þetta almennt er að læknisfræði snýst mest um að meðhöndla sjúklinga. Þarna ert þú með heilbrigt fólk og heilbrigða einstaklinga sem leita til þín út frá fegrunarmeðferðum en í rauninni allt sem getur brugðist er allt læknisfræðilegt. Allar aukaverkanir, allir fylgikvillar og því fyrr sem þú grípur inn í, því betra. Hættulegasta aukaverkunin er að ef þú ert að sprauta einhverju inn í fólk þá er hægt að loka fyrir æð, að sprauta efninu inn í slagæð og það getur lokast fyrir þessa slagæð og þá kemur drep í húðina.“ Jenna segir að verstu tilfelli eftir meðferðir með fylliefni sem birst hafa í vísindagreinum úti í heimi séu varanleg blinda, sem hefur hlotist eftir að fylliefni er sprautað á ákveðin áhættusvæði í andliti, þessi áhættusvæði eru í kringum nef og á milli augnanna þar sem mikilvægar æðar liggja en hún segir að mikilvægt sé að vera vel þjálfaður og hafa víðtæka kunnáttu og þekkingu á anatomíu andlitsins til að meðhöndla þessi svæði. Verður að hafa kunnáttu og þekkingu „Auðvitað er það mín skoðun og okkar húðlækna og lýtalækna að um leið og þú tekur þér sprautu í hönd með nál þá verður þú að hafa kunnáttu og þekkingu til að geta gripið inn í ef eitthvað mistekst. Þú getur aldrei gengið út frá því að allt muni ganga vel,“ segir Jenna. Fylliefnin sem notuð eru í slíkar meðferðir flokkast sem snyrtivara hér á landi, líkt og tannkrem, dagkrem og aðrar álíka vörur og því ekki um ólöglega starfsemi að ræða hjá þeim aðilum sem veita slíkar meðferðir þar sem engin reglugerð er til. Jenna segir að eftirspurn hafi aukist í meðferðir til að leysa upp fylliefni eftir offyllingar eða misheppnaðar meðferðir með fylliefnum, sem oft á tíðum hafa verið gerðar af ófaglærðum aðilum. Snyrtistofur hér á landi hafa að undanförnu boðið upp á að leysa upp gömul fylliefni og segir Jenna það fráleitt þar sem efnið sem notað er til að leysa upp með er lyfseðilsskylt og því ekki í höndum hvers sem er að meðhöndla það. Fyrr á þessu ári birti ónefnd snyrtistofa grein þar sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum tjáði ánægju sína með árangur hjá viðkomandi snyrtistofu, þar hafði aðili leyst upp gamalt efni í vörum hennar og byggt þær upp á nýtt en þar sem efnið er lyfseðilsskylt lá beinast við að spyrja Jennu hvernig getur viðkomandi stofa eða meðferðaraðili unnið með slík efni ? „Þetta er verulega góð spurning. Landlæknisembættið er eftirlitsaðili með heilbrigðisstarfsfólki þannig ef þetta eru ófaglærðir einstaklingar þá nær embættið ekki yfir þessa aðila. Við höfum alveg verið í góðu samstarfi við Landlæknisembættið en þar koma inn kvartanir og tilkynningar og þeir myndu gjarnan vilja fá betra regluverk í kringum þetta. Ef þetta er rétt með þetta lyf og þessi grein er rétt þá er þetta náttúrulega bara ólöglegt.“ Meðferðir með fylliefnum eru eins og fyrr segir ekki hættulausar og eru mál tengd misheppnuðum fegrunarmeðferðum vaxandi vandamál um allan heim. Ómar R Valdimarsson lögfræðingur hefur fengið nokkur slík dæmi inn á borð til sín en hann segir einstaklinga hreinlega lenda á vegg eftir misheppnaðar fegrunar meðferðir hjá ófaglærðum aðilum. Ómar R hefur fengið nokkur svona mál inn á borð til sín. „Ef tjónið sem viðkomandi veldur þér er varanlegt þá siturðu eftir með það að viðkomandi getur ekki bætt þér þetta og það er enginn trygging sem grípur þig. Þú getur reynt að kæra viðkomandi til lögreglunnar fyrir að hafa beitt þig í grunninn ofbeldi. Þetta er líkamlegt tjón og það er ákvæði í hegningarlögum sem ættu að grípa þetta. Það sem mun að öllum líkindum gerast að er að lögreglan mun vísa málinu frá sér á grundvelli um að einkaréttalegan ágreining sé um að ræða,“ segir Ómar. Ef máli er vísað frá á þeim grundvelli að um einkaréttarlegan ágreining sé að ræða þarf viðkomandi aðili að fara í einkamál við meðferðaraðila sem getur orðið verulega kostnaðarsamt að sögn Ómars og segir hann að kostnaður við slík mál fari auðveldlega upp í eina til tvær milljónir. „Líkurnar á því að þú fáir nokkuð út úr því eru nánast engar. Ef þig langar til þess að fá þér fyllingarefni þá er það bara gott og blessað, en þá skalt þú leita til fagmenntaðs aðila sem er með starfsábyrgðartryggingu sem getur bætt þér það tjón sem af þessu kann að hljótast.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Lýtalækningar Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“