Skotvopnasamtök saka stjórnendur um misferli Kjartan Kjartansson skrifar 26. nóvember 2020 10:44 Wayne LaPierre, forstjóri NRA, í ræðupúlti á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í febrúar. Hann er sagður hafa endurgreitt ferðakostnað sem hann rukkaði samtökin fyrir. Dómsmálaráðherra New York hefur sakað hann og aðra stjórnendur NRA um sjálftöku úr sjóðum samtakanna um áratugaskeið. Vísir/EPA Bandarísku skotvopnasamtökin NRA saka núverandi og fyrrverandi stjórnendur um að hafa gengið í sjóði þeirra og auðgast á kostnað samtakanna. Yfirvöld í New York vilja leysa samtökin upp vegna stórfellds misferlis stjórnenda yfir margra ára tímabil. Bandarísku skotvopnasamtökin NRA saka núverandi og fyrrverandi stjórnendur um að hafa gengið í sjóði þeirra og auðgast á kostnað samtakanna. Yfirvöld í New York vilja leysa samtökin upp vegna stórfellds misferlis stjórnenda yfir margra ára tímabil. Í greinargerð sem NRA, áhrifamestu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, lögðu fram til skattayfirvalda segir að þau hafi fengið vitneskju í fyrra um að Wayne LaPierre, forstjóri NRA til áratuga, og fimm aðrir fyrrverandi stjórnendur hefðu fengið „óhóflega umbun“ í störfum sínum, að sögn Washington Post. LaPierre er sagður hafa „leiðrétt“ misferlið með því að endurgreiða samtökunum nærri því 300.000 dollara, jafnvirði um 40,7 milljóna íslenskra króna, í ferðakostnað fyrir árin 2015 til 2019. Ekki kemur fram í gögnum NRA hvernig sú upphæð var ákveðin eða hvenær LaPierre hefði greitt hana til baka. Forstjórinn er sagður saka aðra fyrrverandi stjórnendur um að hafa notað fjármuni samtakanna á óeðlilegan hátt eða skrifað á þau útgjöld sem þeim bar ekki að greiða fyrir. Dómsmálaráðherra New York sakaði LaPierre og aðra stjórnendur samtakanna um mun umfangsmeiri sjálftöku í störfum fyrir NRA um áratugaskeið í vor. Hann krefst þess að samtökin verði leyst upp og að stjórnendurnir endurgreiði milljarða króna sem hann sakar þá um að hafa dregið að sér til að fjármagna líf í vellystingum. Washington Post segir að greinargerð NRA til skattsins bendi til þess að samtökin ætli að standa með LaPierre sem hefur stýrt þeim í tæp fjörutíu ár. Talsmaður NRA segir þannig að „mikill meirihluti“ ferðalaga LaPierre hafi verið í samræmi við stefnu samtakanna. Samtökin segjast enn fara yfir meint misferli fyrrverandi stjórnenda, þar á meðal Olivers North, fyrrverandi forseta stjórnar NRA. North er frægastur fyrir aðild sína að Íran-Kontra-hneykslinu á 9. áratug síðustu aldar. Sem fulltrúi í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna tók North þátt í að selja vopn á laun til ríkisstjórnar Írans. Ágóðinn af sölunni var notaður til þess að styrkja hægrisinnuðu Kontra-skæruliðana í Níkaragva þrátt fyrir að Bandaríkjaþing hefði samþykkt að banna fjárstuðning við þá. North og fleiri fyrrverandi stjórnendum sinnaðist við LaPierre á sínum tíma og eru þeir sagðir hafa lagt rannsókn yfirvalda í New York lið. NRA hafa verið fyrirferðarmikil í umræðum um byssuofbeldi og vopnalöggjöf í Bandaríkjunum undanfarin ár. Samtökin hafa barist gegn því að lög um byssueign og kaup verði hert en slík umræða fer reglulega á flug í kjölfar tíðra skotárása og fjöldamorða með skotvopnum vestanhafs. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Bandarísku skotvopnasamtökin NRA saka núverandi og fyrrverandi stjórnendur um að hafa gengið í sjóði þeirra og auðgast á kostnað samtakanna. Yfirvöld í New York vilja leysa samtökin upp vegna stórfellds misferlis stjórnenda yfir margra ára tímabil. Í greinargerð sem NRA, áhrifamestu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, lögðu fram til skattayfirvalda segir að þau hafi fengið vitneskju í fyrra um að Wayne LaPierre, forstjóri NRA til áratuga, og fimm aðrir fyrrverandi stjórnendur hefðu fengið „óhóflega umbun“ í störfum sínum, að sögn Washington Post. LaPierre er sagður hafa „leiðrétt“ misferlið með því að endurgreiða samtökunum nærri því 300.000 dollara, jafnvirði um 40,7 milljóna íslenskra króna, í ferðakostnað fyrir árin 2015 til 2019. Ekki kemur fram í gögnum NRA hvernig sú upphæð var ákveðin eða hvenær LaPierre hefði greitt hana til baka. Forstjórinn er sagður saka aðra fyrrverandi stjórnendur um að hafa notað fjármuni samtakanna á óeðlilegan hátt eða skrifað á þau útgjöld sem þeim bar ekki að greiða fyrir. Dómsmálaráðherra New York sakaði LaPierre og aðra stjórnendur samtakanna um mun umfangsmeiri sjálftöku í störfum fyrir NRA um áratugaskeið í vor. Hann krefst þess að samtökin verði leyst upp og að stjórnendurnir endurgreiði milljarða króna sem hann sakar þá um að hafa dregið að sér til að fjármagna líf í vellystingum. Washington Post segir að greinargerð NRA til skattsins bendi til þess að samtökin ætli að standa með LaPierre sem hefur stýrt þeim í tæp fjörutíu ár. Talsmaður NRA segir þannig að „mikill meirihluti“ ferðalaga LaPierre hafi verið í samræmi við stefnu samtakanna. Samtökin segjast enn fara yfir meint misferli fyrrverandi stjórnenda, þar á meðal Olivers North, fyrrverandi forseta stjórnar NRA. North er frægastur fyrir aðild sína að Íran-Kontra-hneykslinu á 9. áratug síðustu aldar. Sem fulltrúi í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna tók North þátt í að selja vopn á laun til ríkisstjórnar Írans. Ágóðinn af sölunni var notaður til þess að styrkja hægrisinnuðu Kontra-skæruliðana í Níkaragva þrátt fyrir að Bandaríkjaþing hefði samþykkt að banna fjárstuðning við þá. North og fleiri fyrrverandi stjórnendum sinnaðist við LaPierre á sínum tíma og eru þeir sagðir hafa lagt rannsókn yfirvalda í New York lið. NRA hafa verið fyrirferðarmikil í umræðum um byssuofbeldi og vopnalöggjöf í Bandaríkjunum undanfarin ár. Samtökin hafa barist gegn því að lög um byssueign og kaup verði hert en slík umræða fer reglulega á flug í kjölfar tíðra skotárása og fjöldamorða með skotvopnum vestanhafs.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira