Sex hafi smitast í fámennu fertugsafmæli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2020 11:49 Kristín Soffía Jónsdóttir talaði vinkonur sínar af því að hittast um helgina. Þá er fertugsafmæli sem kærasti vinkonu hennar ætlaði að mæta í mögulega í uppnámi. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar greinir frá afmælisveislu liðna helgi þar sem að minnsta kosti sex smituðust af Covid-19. Hún hefur varað vini við boðum komandi helgi og hefur miklar áhyggjur af stöðu mála. Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist vita til þess að sex séu með staðfest smit eftir fertugsafmæli sem haldið var um síðustu helgi. Vinkonur hennar hafi ætlað að hittast um komandi helgi og kærasti vinkonu hennar var á leið í fertugsafmæli. Þá hefur henni verið boðið í barnaafmæli. Ellefu greindust með Covid-19 innanlands í gær, allir á höfuðborgarsvæðinu, og voru aðeins þrír í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundinum í dag að smit mættu meðal annars rekja til veisluhalda síðastliðna helgi. „Ég held að þetta partý hafi ekkert verið dramatískrara en það sem mörgum finnst bara vera orðið í lagi,“ segir Kristín Soffía í samtali við Vísi. Tíst hennar má sjá hér að neðan en þar segir hún í ljósi ellefu greindra smita gærdagsins: „Það var haldið fertugsafmæli. Lítið. Lækkert. Verðskuldað. Staðfest smit úr því boði eru sex. Ekki halda boð, ekki hitta fólk. Ekki knúsa, ekki gleyma ykkur. Hringið og spjallið og bíðum saman eftir rétta tímanum.“ Það var haldið fertugs afmæli. Lítið. Lækkert. Verðakuldað. Staðfest smit úr því boði eru sex. Ekki halda boð, ekki hitta fólk. Ekki knúsa, ekki gleyma ykkur. Hringið og spjallið og bíðum saman eftir rétta tímanum 🙏🏻 https://t.co/217ALHBd0e— Kristín Soffía (@KristinSoffia) November 26, 2020 Kristín segist þekkja manneskju sem sé í sóttkví vegna afmælisins. Hún telur ekki ástæðu til að ræða þetta afmæli eitthvað sérstaklega. Það sé eðlilega viðkvæmt enda smitskömmin mikil. Þarna hafi nokkrar stelpur hist og fór sem fór. „Þetta sýnir okkur bara hvað það þarf lítið til,“ segir Kristín Soffía. „Ástæðan fyrir því að ég setti þetta á Twitter er að vinkonur mínar ætluðu að fara að hittast um helgina. Ég hringdi í þær og sagði þeim frá þessu og þær hættu við. Kærasti vinkonu minnar ætlaði í fertugsafmæli á morgun og hann er nú að hvetja vin sinn til að hætta við.“ Megum ekki missa móðinn Þetta sé byrjað út um allt. Hún hafi sjálf fengið boð í barnaafmæli fyrir barn sitt komandi helgi. Hún veltir fyrir sér stöðunni. „Manni finnst maður „eiga það skilið“ aðeins að fá að hitta fólk, bara sex eða átta. En ef það eru sex eða átta að hittast og einn er smitaður, þá smitast bara allir,“ segir borgarfulltrúinn. Hún vonar að þjóðin missi ekki móðinn heldur haldi út í allavega tvær vikur í viðbót. „Þetta gerðist í september. Þá misstum við móðinn. Ef við hefðum bara úthald í tvær vikur í viðbót, þá gætum við verið laus við þetta. En ef við byrjum að halda aðventuboð, afmælisveislur og litla hittinga þá erum við kannski að fara að missa þetta úr böndunum, og þurfum að endurtaka þetta allt saman.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist vita til þess að sex séu með staðfest smit eftir fertugsafmæli sem haldið var um síðustu helgi. Vinkonur hennar hafi ætlað að hittast um komandi helgi og kærasti vinkonu hennar var á leið í fertugsafmæli. Þá hefur henni verið boðið í barnaafmæli. Ellefu greindust með Covid-19 innanlands í gær, allir á höfuðborgarsvæðinu, og voru aðeins þrír í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundinum í dag að smit mættu meðal annars rekja til veisluhalda síðastliðna helgi. „Ég held að þetta partý hafi ekkert verið dramatískrara en það sem mörgum finnst bara vera orðið í lagi,“ segir Kristín Soffía í samtali við Vísi. Tíst hennar má sjá hér að neðan en þar segir hún í ljósi ellefu greindra smita gærdagsins: „Það var haldið fertugsafmæli. Lítið. Lækkert. Verðskuldað. Staðfest smit úr því boði eru sex. Ekki halda boð, ekki hitta fólk. Ekki knúsa, ekki gleyma ykkur. Hringið og spjallið og bíðum saman eftir rétta tímanum.“ Það var haldið fertugs afmæli. Lítið. Lækkert. Verðakuldað. Staðfest smit úr því boði eru sex. Ekki halda boð, ekki hitta fólk. Ekki knúsa, ekki gleyma ykkur. Hringið og spjallið og bíðum saman eftir rétta tímanum 🙏🏻 https://t.co/217ALHBd0e— Kristín Soffía (@KristinSoffia) November 26, 2020 Kristín segist þekkja manneskju sem sé í sóttkví vegna afmælisins. Hún telur ekki ástæðu til að ræða þetta afmæli eitthvað sérstaklega. Það sé eðlilega viðkvæmt enda smitskömmin mikil. Þarna hafi nokkrar stelpur hist og fór sem fór. „Þetta sýnir okkur bara hvað það þarf lítið til,“ segir Kristín Soffía. „Ástæðan fyrir því að ég setti þetta á Twitter er að vinkonur mínar ætluðu að fara að hittast um helgina. Ég hringdi í þær og sagði þeim frá þessu og þær hættu við. Kærasti vinkonu minnar ætlaði í fertugsafmæli á morgun og hann er nú að hvetja vin sinn til að hætta við.“ Megum ekki missa móðinn Þetta sé byrjað út um allt. Hún hafi sjálf fengið boð í barnaafmæli fyrir barn sitt komandi helgi. Hún veltir fyrir sér stöðunni. „Manni finnst maður „eiga það skilið“ aðeins að fá að hitta fólk, bara sex eða átta. En ef það eru sex eða átta að hittast og einn er smitaður, þá smitast bara allir,“ segir borgarfulltrúinn. Hún vonar að þjóðin missi ekki móðinn heldur haldi út í allavega tvær vikur í viðbót. „Þetta gerðist í september. Þá misstum við móðinn. Ef við hefðum bara úthald í tvær vikur í viðbót, þá gætum við verið laus við þetta. En ef við byrjum að halda aðventuboð, afmælisveislur og litla hittinga þá erum við kannski að fara að missa þetta úr böndunum, og þurfum að endurtaka þetta allt saman.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira